Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2016 22:02 Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst eru bornir þungum sökum af systkinum sínum. Vísir/Valli/Pjetur Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrverandi formaður HSÍ, segir margt undarlegt sem fram kom í Kastljós-þætti kvöldsins en þar var hann borinn þungum sökum af systkinum sínum sem segja hann og bróður hans Júlíus Vífil hafa falið fé úr eftirlaunasjóði foreldra sinna í aflandsfélögum. Foreldrar þeirra voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir en þau áttu bílaumboðið Ingvar Helgason. Ingvar Helgason var um tíma talinn ríkasti maður landsins. Eftir að Ingvar lést árið 1999 tók Sigríður að leita að eftirlaunasjóði sem hann hafði tjáð henni að myndi tryggja þeim hjónum áhyggjulaust ævikvöld. „Bull og vitleysa“ Lögmaður systkinanna segir að umbjóðendur sínir telji að um digran sjóð sé að ræða sem hlaupi á mörg hundruð milljónum íslenskra króna. Guðmundur Ágúst fylgdist með þætti kvöldsins en þar var hann meðal annars sakaður um að hafa verið á bakvið kaup erlends fjárfestis, Lindos Alliance, á 18 prósenta hlut í fyrirtækinu Ingvar Helgason sem þá hafði sameinast Bílheimum fyrir 300 milljónir. Fulltrúi Lindos Alliance kom aldrei til Íslands og stjórnarmeðlimir hittu aldrei neinn nema umboðsmann félagsins sem var Júlíus Vífill. Eftir að Ingvar Helgason var selt nýjum kaupendum fyrir 25 milljónir króna átti eftir að greiða 100 milljón króna skuld til Lindos Alliance en aðrar skuldir fyrirtækisins fengust felldar niður. Guðmundur Ágúst segir að von sé á yfirlýsingu frá sér og að raunar hafi hann sent Kastljósi svör við spurningum sem beint var til hans en að viðbrögð hans hafi ekki verið lesin upp í þættinum. „Það er margt undarlegt sem fram kom í þessum þætti sem þarfnast nánari athugunar,“ segir Guðmundur Ágúst í samtali við fréttastofu. Hann segir að mestallt sem fram komi í þættingum sé „bull og vitleysa“. Hann hyggst ná andanum í kvöld eins og hann orðar það og ráðfæra sig þvínæst við lögfræðing og aðra aðila. Hann vildi ekki bregðast við þeim orðum Júlíusar Vífils að margt sem fram kæmi væri mannorðsmeiðandi og hvort hann hygðist leita réttar síns vegna slíks. Eftirlaunasjóðurinn fyrrnefndi hefur aldrei komið í leitirnar en ekkja Ingvars leitaði að sjóðnum um tíma. Systkini þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar vilja nú setja breskt rannsóknarfyrirtæki í málið. Þau vilja svör. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrverandi formaður HSÍ, segir margt undarlegt sem fram kom í Kastljós-þætti kvöldsins en þar var hann borinn þungum sökum af systkinum sínum sem segja hann og bróður hans Júlíus Vífil hafa falið fé úr eftirlaunasjóði foreldra sinna í aflandsfélögum. Foreldrar þeirra voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir en þau áttu bílaumboðið Ingvar Helgason. Ingvar Helgason var um tíma talinn ríkasti maður landsins. Eftir að Ingvar lést árið 1999 tók Sigríður að leita að eftirlaunasjóði sem hann hafði tjáð henni að myndi tryggja þeim hjónum áhyggjulaust ævikvöld. „Bull og vitleysa“ Lögmaður systkinanna segir að umbjóðendur sínir telji að um digran sjóð sé að ræða sem hlaupi á mörg hundruð milljónum íslenskra króna. Guðmundur Ágúst fylgdist með þætti kvöldsins en þar var hann meðal annars sakaður um að hafa verið á bakvið kaup erlends fjárfestis, Lindos Alliance, á 18 prósenta hlut í fyrirtækinu Ingvar Helgason sem þá hafði sameinast Bílheimum fyrir 300 milljónir. Fulltrúi Lindos Alliance kom aldrei til Íslands og stjórnarmeðlimir hittu aldrei neinn nema umboðsmann félagsins sem var Júlíus Vífill. Eftir að Ingvar Helgason var selt nýjum kaupendum fyrir 25 milljónir króna átti eftir að greiða 100 milljón króna skuld til Lindos Alliance en aðrar skuldir fyrirtækisins fengust felldar niður. Guðmundur Ágúst segir að von sé á yfirlýsingu frá sér og að raunar hafi hann sent Kastljósi svör við spurningum sem beint var til hans en að viðbrögð hans hafi ekki verið lesin upp í þættinum. „Það er margt undarlegt sem fram kom í þessum þætti sem þarfnast nánari athugunar,“ segir Guðmundur Ágúst í samtali við fréttastofu. Hann segir að mestallt sem fram komi í þættingum sé „bull og vitleysa“. Hann hyggst ná andanum í kvöld eins og hann orðar það og ráðfæra sig þvínæst við lögfræðing og aðra aðila. Hann vildi ekki bregðast við þeim orðum Júlíusar Vífils að margt sem fram kæmi væri mannorðsmeiðandi og hvort hann hygðist leita réttar síns vegna slíks. Eftirlaunasjóðurinn fyrrnefndi hefur aldrei komið í leitirnar en ekkja Ingvars leitaði að sjóðnum um tíma. Systkini þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar vilja nú setja breskt rannsóknarfyrirtæki í málið. Þau vilja svör.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent