„Spes að þessir karlar vantreysti nýju kynslóðinni“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. maí 2016 16:24 Andri telur að nútíma tækni, ferðaþjónusta og ný viðhorf í sambandi við matvæla framleiðslu og annað verði til þess að lyfta landsbyggðinni upp. Vísir/Valli Forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason mætti í morgun í útvarpsþáttinn Brennsluna á FM957 og svaraði spurningum Kjartans Atla og Hjörvars Hafliða þáttastjórnenda. Þar tjáði hann sig meðal annars um mótframbjóðanda sinn Davíð Oddson og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. „Mér finnst spes þegar þessir karlar fóru að vantreysta nýju kynslóðinni,“ svaraði Andri aðspurður um hvað honum hefði fundist um framboð Davíðs og þá ákvörðun Ólafs á sínum tíma að bjóða sig fram aftur. „Þetta er eins og þjóðin sé fjölskyldufyrirtæki sem þeir gátu ekki hugsað sér að afhenda áfram. Það kom á óvart hvað þessi öfl voru ótilbúin að treysta næstu kynslóð.“Áherslur Andra og Davíðs andstæðurÞegar Andri var beðinn um að máta sínar áherslur við aðra frambjóðendur sagði hann; „Það sem Davíð stendur fyrir er í raun og veru andstæða þess sem ég hef staðið fyrir í gegnum tíðina.“ Þar átti Andri eflaust við áherslur sínar í náttúruvernd en Andri Snær hefur verið mótfallinn stórvirkjunum á landsbyggðinni. Aðspurður um hvort hann hefði fengið landsbyggðina upp á móti sér með því að andmæla stórvirkjunum svaraði forsetaframbjóðandinn; „Í raun fjallar Draumalandið allt um landsbyggðina. Ég tel og taldi þegar ég var að skrifa þá bók að það væri einmitt landsbyggðin sem væri að fara í gegnum verstu dýfuna. Ég tel að nútíma tækni, ferðaþjónusta og ný viðhorf í sambandi við matvæla framleiðslu og annað væri að fara lyfta henni upp. Mér fannst sorglegt að tímabundin dýfa og samfélags breyting myndi í rauninni valda því að fólk í örvæntingu myndi fórna sínu öllu sínu baklandi. Sínum fossum og sínum öræfum. Ég taldi ekki að þessi atvinnustefna væri til langs tíma, næstu 20 – 30 árin, það sem myndi ráða úrslitum um landsbyggðina. Það að sjá bæinn sinn deyja er alveg jafn sorglegt og að sjá uppáhalds fossinn sinn hverfa. Ég skil þær tilfinningar og tók vissulega áhættu þegar ég steig inn í þessa umræðu.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk í neyslu úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason mætti í morgun í útvarpsþáttinn Brennsluna á FM957 og svaraði spurningum Kjartans Atla og Hjörvars Hafliða þáttastjórnenda. Þar tjáði hann sig meðal annars um mótframbjóðanda sinn Davíð Oddson og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. „Mér finnst spes þegar þessir karlar fóru að vantreysta nýju kynslóðinni,“ svaraði Andri aðspurður um hvað honum hefði fundist um framboð Davíðs og þá ákvörðun Ólafs á sínum tíma að bjóða sig fram aftur. „Þetta er eins og þjóðin sé fjölskyldufyrirtæki sem þeir gátu ekki hugsað sér að afhenda áfram. Það kom á óvart hvað þessi öfl voru ótilbúin að treysta næstu kynslóð.“Áherslur Andra og Davíðs andstæðurÞegar Andri var beðinn um að máta sínar áherslur við aðra frambjóðendur sagði hann; „Það sem Davíð stendur fyrir er í raun og veru andstæða þess sem ég hef staðið fyrir í gegnum tíðina.“ Þar átti Andri eflaust við áherslur sínar í náttúruvernd en Andri Snær hefur verið mótfallinn stórvirkjunum á landsbyggðinni. Aðspurður um hvort hann hefði fengið landsbyggðina upp á móti sér með því að andmæla stórvirkjunum svaraði forsetaframbjóðandinn; „Í raun fjallar Draumalandið allt um landsbyggðina. Ég tel og taldi þegar ég var að skrifa þá bók að það væri einmitt landsbyggðin sem væri að fara í gegnum verstu dýfuna. Ég tel að nútíma tækni, ferðaþjónusta og ný viðhorf í sambandi við matvæla framleiðslu og annað væri að fara lyfta henni upp. Mér fannst sorglegt að tímabundin dýfa og samfélags breyting myndi í rauninni valda því að fólk í örvæntingu myndi fórna sínu öllu sínu baklandi. Sínum fossum og sínum öræfum. Ég taldi ekki að þessi atvinnustefna væri til langs tíma, næstu 20 – 30 árin, það sem myndi ráða úrslitum um landsbyggðina. Það að sjá bæinn sinn deyja er alveg jafn sorglegt og að sjá uppáhalds fossinn sinn hverfa. Ég skil þær tilfinningar og tók vissulega áhættu þegar ég steig inn í þessa umræðu.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk í neyslu úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06
Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02
Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00