Grein Hannesar: Fyrirboði forsetaframboðs eða endurreisn Davíðs? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2016 11:48 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir sérstakt að ritstjóri dagblaðs birti ítarlega „lofgjörð um sjálfan sig með hetjumyndum með erlendum þjóðarleiðtogum.“ Þetta kom fram í máli hans í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hann sat fyrir svörum ásamt kollega sínum Stefaníu Óskarsdóttur.Eins og fram hefur komið var ítarleg úttekt á áhrifum Davíðs Oddsonar á íslenskt samfélag í tveggja opnu skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Morgunblaðinu á laugardag. „Ekki að ég þekki alla fjölmiðla veraldar en ég veit ekki um dæmi þessa annars staðar. Það finnst mér í sjálfu sér áhugavert,“ segir Eiríkur. Hann er þó þeirrar skoðunar að Davíð sé merkur stjórnmálamaður í Íslandssögunni.„Hann var forsætisráðherra yfir langa tíð og mjög afgerandi sem slíkur. Kannski á sinni tíð einn öflugasti forsætisráðherra sem við höfum haft.“Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Landslagið breytt eftir framboð Ólafs RagnarsDavíð tók við starfi Seðlabankastjóra að loknum stjórnmálaferli sínum. Eftir fall bankanna var lögum breytt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem gerðu að verkum að starf Davíðs í bankanum yrði lagt niður. Davíð hætti störfum í febrúar 2009 áður en lögin komu til atkvæðagreiðslu á Alþingi.„Hans ferill endaði ekki með þeim hætti sem hann, Hannes og hans menn hefðu viljað. Þetta er einhvers konar viðleitni til að endurreisa hans stöðu í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur.Veltu Eiríkur og Stefanía fyrir sér hvort greinin tengdist mögulegu framboði Davíðs til forseta Íslands sem mikið hefur verið slúðrað um. Yrði Davíð forseti hefði hann náð einstakri þrennu: borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra og forseti Íslands. Stefanía telur hins vegar ekki von á framboði frá Davíð úr þessu.„Ég veit til þess að Davíð Oddsson var að spá í framboð. Vinir og vandamenn, sem tengjast honum, hafa ýjað að því að hann var að hugsa málið. Landslagið hefur breyst það mikið eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti sitt framboð að það er ekki á vísan að róa fyrir Davíð.“ Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir #segirHannes fer á flug: Davíð fann upp fótboltann, stafrófsröðina og "glætan!“ Skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu, hefur vakið mikla athygli. 1. maí 2016 12:09 „Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Margir hafa furðað sig á lofgjörð stjórnmálafræðiprófessorsins í Morgunblaðinu í dag um sjálfan ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson. Fínt innlegg í kosningabaráttu segir Egill Helgason. 30. apríl 2016 15:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir sérstakt að ritstjóri dagblaðs birti ítarlega „lofgjörð um sjálfan sig með hetjumyndum með erlendum þjóðarleiðtogum.“ Þetta kom fram í máli hans í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hann sat fyrir svörum ásamt kollega sínum Stefaníu Óskarsdóttur.Eins og fram hefur komið var ítarleg úttekt á áhrifum Davíðs Oddsonar á íslenskt samfélag í tveggja opnu skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Morgunblaðinu á laugardag. „Ekki að ég þekki alla fjölmiðla veraldar en ég veit ekki um dæmi þessa annars staðar. Það finnst mér í sjálfu sér áhugavert,“ segir Eiríkur. Hann er þó þeirrar skoðunar að Davíð sé merkur stjórnmálamaður í Íslandssögunni.„Hann var forsætisráðherra yfir langa tíð og mjög afgerandi sem slíkur. Kannski á sinni tíð einn öflugasti forsætisráðherra sem við höfum haft.“Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Landslagið breytt eftir framboð Ólafs RagnarsDavíð tók við starfi Seðlabankastjóra að loknum stjórnmálaferli sínum. Eftir fall bankanna var lögum breytt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem gerðu að verkum að starf Davíðs í bankanum yrði lagt niður. Davíð hætti störfum í febrúar 2009 áður en lögin komu til atkvæðagreiðslu á Alþingi.„Hans ferill endaði ekki með þeim hætti sem hann, Hannes og hans menn hefðu viljað. Þetta er einhvers konar viðleitni til að endurreisa hans stöðu í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur.Veltu Eiríkur og Stefanía fyrir sér hvort greinin tengdist mögulegu framboði Davíðs til forseta Íslands sem mikið hefur verið slúðrað um. Yrði Davíð forseti hefði hann náð einstakri þrennu: borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra og forseti Íslands. Stefanía telur hins vegar ekki von á framboði frá Davíð úr þessu.„Ég veit til þess að Davíð Oddsson var að spá í framboð. Vinir og vandamenn, sem tengjast honum, hafa ýjað að því að hann var að hugsa málið. Landslagið hefur breyst það mikið eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti sitt framboð að það er ekki á vísan að róa fyrir Davíð.“
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir #segirHannes fer á flug: Davíð fann upp fótboltann, stafrófsröðina og "glætan!“ Skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu, hefur vakið mikla athygli. 1. maí 2016 12:09 „Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Margir hafa furðað sig á lofgjörð stjórnmálafræðiprófessorsins í Morgunblaðinu í dag um sjálfan ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson. Fínt innlegg í kosningabaráttu segir Egill Helgason. 30. apríl 2016 15:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira
#segirHannes fer á flug: Davíð fann upp fótboltann, stafrófsröðina og "glætan!“ Skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu, hefur vakið mikla athygli. 1. maí 2016 12:09
„Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Margir hafa furðað sig á lofgjörð stjórnmálafræðiprófessorsins í Morgunblaðinu í dag um sjálfan ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson. Fínt innlegg í kosningabaráttu segir Egill Helgason. 30. apríl 2016 15:14