Sport

Gunnar um Conor: Hann vildi hætta að dansa eins og api

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Nelson var í spjalli í þætti Ariel Helwani, The MMA Hour, í Bandaríkjunum í gær í tilefni af bardgaga hans við Albert Tumenov í Rotterdam á sunnudag.

Gunnar og Mjölnisfélagið allt lenti í hringiðu UFC-heimsins fyrir tveimur vikum þegar Conor McGregor tilkynnti skyndilega að hann væri hættur.

„Hann var hér einmitt þessa viku þar sem allt var á haus. En það angraði mig ekki. Ég fylgdist bara með allri umræðunni sem var í gangi,“ sagði Gunnar í viðtalinu sem má heyra allt hér fyrir neðan. Það hefst eftir um 28 mínútur.

„Mér líkar vel við það þegar sviðsljósið er á einhverjum öðrum en sjálfu mér. Það hentar mér vel.“

Sjá einnig: Þjálfari Conors opnar sig: Hann mætti of seint á æfingu og sagðist vera hættur

Hann var spurður um hans upplifun á öllu saman og hvað Conor hafi verið að hugsa þegar hann hætti.

„Hann vildi einbeita sér að æfingum. Fjölmiðlaskyldurnar myndu draga úr æfingunum og það var ástæðan fyrir því að hann fékk nóg,“ sagði Gunnar.

„Hann er hættur að dansa eins og api. Hann vill æfa og ég skil það. Hann var bara hættur og það var ekkert grín.“

„En svo breytti hann í skoðun og ég held að hann komi til baka, þó ég viti eki nákvæmlega hvenær.“

Sjá einnig: Ítrekar að Conor verður ekki með á UFC 200 en stutt er í endurkomu hans

Helwani spurði Gunnar hvort hann teldi að Conor myndi aftur fara niður í fjaðurvigt eða léttvigt en síðasti bardagi hans var í veltivigt.

„Ég myndi vilja sjá hann berjast í léttvigt en það er bara undir honum komið. Ég veit að hann getur farið aftur í fjaðurvigt og varið titilinn en „cuttið“ er bara svo harkalegt. Ég er ekki viss um að hann vilji missa svona mikla þyngd.“

Gunnar var að lokum spurður hvort að það hafi verið rétt að UFC hafi boðist til að endurgera æfingasal Mjölnis í Las Vegar til að þóknast Conor.

„Ég las það á einhverri síðu en það kom aldrei neitt formlega um það frá UFC. Enda var ekkert vit í því. Ég sá aldrei tilganginn með því.“

MMA

Tengdar fréttir

Conor segist vera hættur

Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×