Gunnar um Conor: Hann vildi hætta að dansa eins og api Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2016 12:00 Gunnar Nelson var í spjalli í þætti Ariel Helwani, The MMA Hour, í Bandaríkjunum í gær í tilefni af bardgaga hans við Albert Tumenov í Rotterdam á sunnudag. Gunnar og Mjölnisfélagið allt lenti í hringiðu UFC-heimsins fyrir tveimur vikum þegar Conor McGregor tilkynnti skyndilega að hann væri hættur. „Hann var hér einmitt þessa viku þar sem allt var á haus. En það angraði mig ekki. Ég fylgdist bara með allri umræðunni sem var í gangi,“ sagði Gunnar í viðtalinu sem má heyra allt hér fyrir neðan. Það hefst eftir um 28 mínútur. „Mér líkar vel við það þegar sviðsljósið er á einhverjum öðrum en sjálfu mér. Það hentar mér vel.“ Sjá einnig: Þjálfari Conors opnar sig: Hann mætti of seint á æfingu og sagðist vera hættur Hann var spurður um hans upplifun á öllu saman og hvað Conor hafi verið að hugsa þegar hann hætti. „Hann vildi einbeita sér að æfingum. Fjölmiðlaskyldurnar myndu draga úr æfingunum og það var ástæðan fyrir því að hann fékk nóg,“ sagði Gunnar. „Hann er hættur að dansa eins og api. Hann vill æfa og ég skil það. Hann var bara hættur og það var ekkert grín.“ „En svo breytti hann í skoðun og ég held að hann komi til baka, þó ég viti eki nákvæmlega hvenær.“ Sjá einnig: Ítrekar að Conor verður ekki með á UFC 200 en stutt er í endurkomu hans Helwani spurði Gunnar hvort hann teldi að Conor myndi aftur fara niður í fjaðurvigt eða léttvigt en síðasti bardagi hans var í veltivigt. „Ég myndi vilja sjá hann berjast í léttvigt en það er bara undir honum komið. Ég veit að hann getur farið aftur í fjaðurvigt og varið titilinn en „cuttið“ er bara svo harkalegt. Ég er ekki viss um að hann vilji missa svona mikla þyngd.“ Gunnar var að lokum spurður hvort að það hafi verið rétt að UFC hafi boðist til að endurgera æfingasal Mjölnis í Las Vegar til að þóknast Conor. „Ég las það á einhverri síðu en það kom aldrei neitt formlega um það frá UFC. Enda var ekkert vit í því. Ég sá aldrei tilganginn með því.“ MMA Tengdar fréttir White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. 22. apríl 2016 21:44 Ítrekar að Conor verður ekki með á UFC 200 en stutt er í endurkomu hans Dana White segir að Conor McGregor verður ekki með á UFC 200 þrátt fyrir að hann hafi sagt að svo yrði sjálfur. 26. apríl 2016 08:15 Þjálfari Conors opnar sig: „Hann mætti of seint á æfingu og sagðist vera hættur“ | Myndband John Kavanagh, þjálfari Conors McGregors og Gunnars Nelson, þurfti að skipta um símanúmer vegna áreitis í síðustu viku. 27. apríl 2016 10:15 Conor segist vera hættur Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld. 19. apríl 2016 19:20 Sjáðu frábærar myndir af Conor æfa með Gunnari Nelson og njóta lífsins á Íslandi Vikan sem Conor McGregor eyddi á Íslandi var viðburðarík í meira lagi. 29. apríl 2016 08:30 Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Sjá meira
Gunnar Nelson var í spjalli í þætti Ariel Helwani, The MMA Hour, í Bandaríkjunum í gær í tilefni af bardgaga hans við Albert Tumenov í Rotterdam á sunnudag. Gunnar og Mjölnisfélagið allt lenti í hringiðu UFC-heimsins fyrir tveimur vikum þegar Conor McGregor tilkynnti skyndilega að hann væri hættur. „Hann var hér einmitt þessa viku þar sem allt var á haus. En það angraði mig ekki. Ég fylgdist bara með allri umræðunni sem var í gangi,“ sagði Gunnar í viðtalinu sem má heyra allt hér fyrir neðan. Það hefst eftir um 28 mínútur. „Mér líkar vel við það þegar sviðsljósið er á einhverjum öðrum en sjálfu mér. Það hentar mér vel.“ Sjá einnig: Þjálfari Conors opnar sig: Hann mætti of seint á æfingu og sagðist vera hættur Hann var spurður um hans upplifun á öllu saman og hvað Conor hafi verið að hugsa þegar hann hætti. „Hann vildi einbeita sér að æfingum. Fjölmiðlaskyldurnar myndu draga úr æfingunum og það var ástæðan fyrir því að hann fékk nóg,“ sagði Gunnar. „Hann er hættur að dansa eins og api. Hann vill æfa og ég skil það. Hann var bara hættur og það var ekkert grín.“ „En svo breytti hann í skoðun og ég held að hann komi til baka, þó ég viti eki nákvæmlega hvenær.“ Sjá einnig: Ítrekar að Conor verður ekki með á UFC 200 en stutt er í endurkomu hans Helwani spurði Gunnar hvort hann teldi að Conor myndi aftur fara niður í fjaðurvigt eða léttvigt en síðasti bardagi hans var í veltivigt. „Ég myndi vilja sjá hann berjast í léttvigt en það er bara undir honum komið. Ég veit að hann getur farið aftur í fjaðurvigt og varið titilinn en „cuttið“ er bara svo harkalegt. Ég er ekki viss um að hann vilji missa svona mikla þyngd.“ Gunnar var að lokum spurður hvort að það hafi verið rétt að UFC hafi boðist til að endurgera æfingasal Mjölnis í Las Vegar til að þóknast Conor. „Ég las það á einhverri síðu en það kom aldrei neitt formlega um það frá UFC. Enda var ekkert vit í því. Ég sá aldrei tilganginn með því.“
MMA Tengdar fréttir White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. 22. apríl 2016 21:44 Ítrekar að Conor verður ekki með á UFC 200 en stutt er í endurkomu hans Dana White segir að Conor McGregor verður ekki með á UFC 200 þrátt fyrir að hann hafi sagt að svo yrði sjálfur. 26. apríl 2016 08:15 Þjálfari Conors opnar sig: „Hann mætti of seint á æfingu og sagðist vera hættur“ | Myndband John Kavanagh, þjálfari Conors McGregors og Gunnars Nelson, þurfti að skipta um símanúmer vegna áreitis í síðustu viku. 27. apríl 2016 10:15 Conor segist vera hættur Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld. 19. apríl 2016 19:20 Sjáðu frábærar myndir af Conor æfa með Gunnari Nelson og njóta lífsins á Íslandi Vikan sem Conor McGregor eyddi á Íslandi var viðburðarík í meira lagi. 29. apríl 2016 08:30 Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Sjá meira
White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. 22. apríl 2016 21:44
Ítrekar að Conor verður ekki með á UFC 200 en stutt er í endurkomu hans Dana White segir að Conor McGregor verður ekki með á UFC 200 þrátt fyrir að hann hafi sagt að svo yrði sjálfur. 26. apríl 2016 08:15
Þjálfari Conors opnar sig: „Hann mætti of seint á æfingu og sagðist vera hættur“ | Myndband John Kavanagh, þjálfari Conors McGregors og Gunnars Nelson, þurfti að skipta um símanúmer vegna áreitis í síðustu viku. 27. apríl 2016 10:15
Conor segist vera hættur Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld. 19. apríl 2016 19:20
Sjáðu frábærar myndir af Conor æfa með Gunnari Nelson og njóta lífsins á Íslandi Vikan sem Conor McGregor eyddi á Íslandi var viðburðarík í meira lagi. 29. apríl 2016 08:30
Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25