Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra? Björgvin Guðmundsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Með því að stutt er til næstu þingkosninga er ástæða til þess að velta þvi fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar muni helst styðja kjaramál eldri borgara. Reynsla eldri borgara af stjórnmálaflokkunum er ekki góð. Núverandi stjórnarflokkar lofuðu öllu fögru, þegar kjaranefnd FEB í Reykjavík ræddi við þá fyrir síðustu þingkosningar. Þeir tóku meira að segja upp í ályktanir flokksþinga sinna stór stefnumál eldri borgara. En því miður hefur lítið orðið úr efndum. Ekki er enn búið að efna stærsta kosningaloforðið, sem gefið var eldri borgurum. Og aðeins lítill hluti annarra loforða, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin, hafa verið efnd. Viðræður kjaranefndar við stjórnarflokkana í lok kjörtímabils árið 2013 báru heldur ekki mikinn árangur.Hreyfingin flutti frumvarp Eini flokkurinn á Alþingi, sem varð við kalli kjaranefndarinnar 2013, var Hreyfingin. En Hreyfingin flutti, að frumkvæði Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns, frumvarp um afturköllun þeirrar kjaraskerðingar sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir 2009. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Auk þess flutti Ólöf Nordal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, frumvarp um leiðréttingu á einu atriði kjaraskerðingarinnar frá 2009. Kjaranefndin ræddi einnig við flokka, sem voru utan þings.Styður afnám tekjutengingar Hvaða líkur eru á því, að stjórnnmálaflokkarnir taki kjaramálum eldri borgara betur nú? Ég hafði fyrir nokkru samband við Helga Hrafn Gunnarsson, kaptein Pírata, og innti hann eftir því hvort hann eða flokkur hans væru reiðubúnir til þess að styðja kjaramál eldri borgara. Niðurstaða orðaskipta okkar var sú, að Helgi kvaðst geta stutt það baráttumál eldri borgara að afnema tekjutengingar aldraðra í kerfi almannatrygginga. Ég tel þetta gífurlega mikilvægan árangur. Stuðningur Helga Hrafns við afnám tekjutengingar aldraðra í almannatryggingum mundi að mínu mati þýða stuðning Pírata við málið. Eins og ég hef áður tekið fram lofaði Bjarni Benediktsson eldri borgurum því fyrir kosningarnar 2013 að afnema tekjutengingarnar. Ég tel víst að Samfylkingin og Vinstri grænir mundu styðja þetta mál þannig að yfirgnæfandi líkur eru á að þetta mál mundi ná fram að ganga.Mikilvægast að stórhækka lífeyrinn Helgi Hrafn var ekki reiðubúinn að úttala sig um aðrar kjarakröfur okkar. En af öðrum kjarakröfum er eitt mál mikilvægast: Stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum. Eins og ég hef tekið fram í greinum mínum er lífeyrir það lágur í dag, að þeir, sem verða að reiða sig á TR eingöngu, geta ekki lifað af honum. Þess vegna verður að stórhækka lífeyrinn. Það er stærsta krafa eldri borgara í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Með því að stutt er til næstu þingkosninga er ástæða til þess að velta þvi fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar muni helst styðja kjaramál eldri borgara. Reynsla eldri borgara af stjórnmálaflokkunum er ekki góð. Núverandi stjórnarflokkar lofuðu öllu fögru, þegar kjaranefnd FEB í Reykjavík ræddi við þá fyrir síðustu þingkosningar. Þeir tóku meira að segja upp í ályktanir flokksþinga sinna stór stefnumál eldri borgara. En því miður hefur lítið orðið úr efndum. Ekki er enn búið að efna stærsta kosningaloforðið, sem gefið var eldri borgurum. Og aðeins lítill hluti annarra loforða, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin, hafa verið efnd. Viðræður kjaranefndar við stjórnarflokkana í lok kjörtímabils árið 2013 báru heldur ekki mikinn árangur.Hreyfingin flutti frumvarp Eini flokkurinn á Alþingi, sem varð við kalli kjaranefndarinnar 2013, var Hreyfingin. En Hreyfingin flutti, að frumkvæði Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns, frumvarp um afturköllun þeirrar kjaraskerðingar sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir 2009. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Auk þess flutti Ólöf Nordal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, frumvarp um leiðréttingu á einu atriði kjaraskerðingarinnar frá 2009. Kjaranefndin ræddi einnig við flokka, sem voru utan þings.Styður afnám tekjutengingar Hvaða líkur eru á því, að stjórnnmálaflokkarnir taki kjaramálum eldri borgara betur nú? Ég hafði fyrir nokkru samband við Helga Hrafn Gunnarsson, kaptein Pírata, og innti hann eftir því hvort hann eða flokkur hans væru reiðubúnir til þess að styðja kjaramál eldri borgara. Niðurstaða orðaskipta okkar var sú, að Helgi kvaðst geta stutt það baráttumál eldri borgara að afnema tekjutengingar aldraðra í kerfi almannatrygginga. Ég tel þetta gífurlega mikilvægan árangur. Stuðningur Helga Hrafns við afnám tekjutengingar aldraðra í almannatryggingum mundi að mínu mati þýða stuðning Pírata við málið. Eins og ég hef áður tekið fram lofaði Bjarni Benediktsson eldri borgurum því fyrir kosningarnar 2013 að afnema tekjutengingarnar. Ég tel víst að Samfylkingin og Vinstri grænir mundu styðja þetta mál þannig að yfirgnæfandi líkur eru á að þetta mál mundi ná fram að ganga.Mikilvægast að stórhækka lífeyrinn Helgi Hrafn var ekki reiðubúinn að úttala sig um aðrar kjarakröfur okkar. En af öðrum kjarakröfum er eitt mál mikilvægast: Stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum. Eins og ég hef tekið fram í greinum mínum er lífeyrir það lágur í dag, að þeir, sem verða að reiða sig á TR eingöngu, geta ekki lifað af honum. Þess vegna verður að stórhækka lífeyrinn. Það er stærsta krafa eldri borgara í dag.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar