Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2016 14:19 Guðni ásamt fjölskyldu sinni í Salnum í Kópavogi í dag, eiginkonunni Elizu Reid og börnunum Rut (f.1994), Duncan Tindi (f. 2007), Donald Gunnari (f. 2009), Sæþóri Peter (f. 2011) og Eddu Margréti (f. 2013). Vísir Guðni Th. Jóhannesson segir að forseti Íslands eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Fólkið í landinu þurfi að finna að hann sé ekki í liði með einum og á móti öðrum. Þá þurfi forseti að tryggja að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið. Þetta kom fram á framboðsfundi Guðna Th. í Salnum í Kópavogi í dag en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Guðni hóf fundinn á að staðfesta framboð sitt til forseta. Hann sagðist bjóða sig fram því hann hefði ákveðnar hugmyndir um embættið sem hann vildi fylgja eftir. Hann hafi fengið fjölda áskorana en lokaákvörðunin hafi verið hans og Elizu, konu hans. Hann segir forseta þurfa að vera fastan fyrir þegar á þurfi að halda og standa utan við fylkingar í samfélaginu. Næsti forseti þurfi að læra af því góða sem fyrri forsetar hafa gert og sömuleiðis mistökunum. Forseti sé andlit Íslands í augum heimsins og hann þurfi að sytðja við menningu og listir, atvinnu og viðskiptalíf. Þá eigi hann að vera stoltur en um leið hógvær, kappsamur en án yfirlætis. Þá minntist Guðni á mikilvægi breytingu í embættinu að forseti synji lögum þegar svo beri undir. Mörg verk sé að vinna en nefndi hann fyrst nýja stjórnarskrá. Þá sé nauðsynlegt að hægt sé að skiptast á skoðunum, ágreiningur sé aðalsmerki þróaðs samfélags. Fólk eigi að geta deilt, jafnvel harkalega, en komist að niðurstöðu. Guðni benti á að fólk þyrfti að geta treyst á valdhafa, að þeir stæðu við orð sín og hefðu ekkert að fela. Það væru forréttindi að búa á Íslandi. Þá benti hann á að fólk með sjálfstraust væri fólk sem hefði hógværð í hjarta sínu. Áður en yfir lauk kynnti Guðni konu sína og börn og hafði á orði að hann myndi áfram hjóla með börnin sín í leikskólann og skólann þótt hann næði kjöri sem forseti Íslands. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson segir að forseti Íslands eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Fólkið í landinu þurfi að finna að hann sé ekki í liði með einum og á móti öðrum. Þá þurfi forseti að tryggja að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið. Þetta kom fram á framboðsfundi Guðna Th. í Salnum í Kópavogi í dag en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Guðni hóf fundinn á að staðfesta framboð sitt til forseta. Hann sagðist bjóða sig fram því hann hefði ákveðnar hugmyndir um embættið sem hann vildi fylgja eftir. Hann hafi fengið fjölda áskorana en lokaákvörðunin hafi verið hans og Elizu, konu hans. Hann segir forseta þurfa að vera fastan fyrir þegar á þurfi að halda og standa utan við fylkingar í samfélaginu. Næsti forseti þurfi að læra af því góða sem fyrri forsetar hafa gert og sömuleiðis mistökunum. Forseti sé andlit Íslands í augum heimsins og hann þurfi að sytðja við menningu og listir, atvinnu og viðskiptalíf. Þá eigi hann að vera stoltur en um leið hógvær, kappsamur en án yfirlætis. Þá minntist Guðni á mikilvægi breytingu í embættinu að forseti synji lögum þegar svo beri undir. Mörg verk sé að vinna en nefndi hann fyrst nýja stjórnarskrá. Þá sé nauðsynlegt að hægt sé að skiptast á skoðunum, ágreiningur sé aðalsmerki þróaðs samfélags. Fólk eigi að geta deilt, jafnvel harkalega, en komist að niðurstöðu. Guðni benti á að fólk þyrfti að geta treyst á valdhafa, að þeir stæðu við orð sín og hefðu ekkert að fela. Það væru forréttindi að búa á Íslandi. Þá benti hann á að fólk með sjálfstraust væri fólk sem hefði hógværð í hjarta sínu. Áður en yfir lauk kynnti Guðni konu sína og börn og hafði á orði að hann myndi áfram hjóla með börnin sín í leikskólann og skólann þótt hann næði kjöri sem forseti Íslands. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira