Frestur til formannsframboðs rennur út á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2016 14:46 Frestur til að skila inn framboðum til embættis formanns Samfylkingarinnar rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji með taka þátt í formannskjörinu. Tveir frambjóðendur hafa nú þegar skilað inn framboðum sínum. Fimm hafa tilkynnt opinberlega að þau sækist eftir embætti formanns Samfylkingarinnar sem kosið verður til í almennri kosningu innan flokksins fyrir landsfund hans sem hefst hinn 3. júní. Það eru þau Árni Páll Árnason núverandi formaður, Oddný G. Harðardóttir þingmaður, Helgi Hjörvar þingflokksformaður, Magnús Orri Schram varaþingmaður og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins segir formleg framboð þegar hafa borist skrifstofu flokksins. „Það hafa tvö framboð borist nú þegar. Frá Oddnýu G. Harðardóttur og Helga Hjörvar. Aðrir hafa til hádegis á morgun til að skila inn framboðum. Það þarf að afhenda undirskriftir tuttugu félagsmanna í hverju kjördæmi. Samtals hundrað og tuttugu,“ segir Kristján Guy. Kosningin sjálf hefjist síðan 28. maí og standi til hádegis hinn 3. júní. En það er fyrri dagur þessa landsfundar sem boðað var til áður en lög flokksins gerðu ráð fyrir næsta reglulega landsfundi sem átti ekki að vera fyrr en snemma á næsta ári, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði átt að vera kosningaár til Alþingis. En ríkisstjórnin ákvað eins og flestum er kunnugt að flýta kosningum fram á næsta haust. Allir skráðir félagsmenn í Samfylkingunni kjósa næsta formann. „Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn þar sem allir félagsmenn geta valið formann í allsherjar atkvæðagreiðslu. Þannig að það eru allir félagsmenn í flokknum þegar kjörskrá lokar,“ segir Kristján Guy. En kjörskrá verður lokað á hádegi á morgun.Uppfært klukkan 16:16Árni Páll Árnason hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka. Alþingi Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Frestur til að skila inn framboðum til embættis formanns Samfylkingarinnar rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji með taka þátt í formannskjörinu. Tveir frambjóðendur hafa nú þegar skilað inn framboðum sínum. Fimm hafa tilkynnt opinberlega að þau sækist eftir embætti formanns Samfylkingarinnar sem kosið verður til í almennri kosningu innan flokksins fyrir landsfund hans sem hefst hinn 3. júní. Það eru þau Árni Páll Árnason núverandi formaður, Oddný G. Harðardóttir þingmaður, Helgi Hjörvar þingflokksformaður, Magnús Orri Schram varaþingmaður og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins segir formleg framboð þegar hafa borist skrifstofu flokksins. „Það hafa tvö framboð borist nú þegar. Frá Oddnýu G. Harðardóttur og Helga Hjörvar. Aðrir hafa til hádegis á morgun til að skila inn framboðum. Það þarf að afhenda undirskriftir tuttugu félagsmanna í hverju kjördæmi. Samtals hundrað og tuttugu,“ segir Kristján Guy. Kosningin sjálf hefjist síðan 28. maí og standi til hádegis hinn 3. júní. En það er fyrri dagur þessa landsfundar sem boðað var til áður en lög flokksins gerðu ráð fyrir næsta reglulega landsfundi sem átti ekki að vera fyrr en snemma á næsta ári, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði átt að vera kosningaár til Alþingis. En ríkisstjórnin ákvað eins og flestum er kunnugt að flýta kosningum fram á næsta haust. Allir skráðir félagsmenn í Samfylkingunni kjósa næsta formann. „Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn þar sem allir félagsmenn geta valið formann í allsherjar atkvæðagreiðslu. Þannig að það eru allir félagsmenn í flokknum þegar kjörskrá lokar,“ segir Kristján Guy. En kjörskrá verður lokað á hádegi á morgun.Uppfært klukkan 16:16Árni Páll Árnason hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka.
Alþingi Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira