Sameinuðu þjóðirnar til Íslands vegna sáttmála gegn spillingu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. maí 2016 07:00 Siðareglur alþingismanna taka gildi í upphafi nýs þings. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fulltrúar Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, SÞ, eru væntanlegir hingað til lands síðar í þessum mánuði í tengslum við úttekt á því hvernig Sáttmáli SÞ gegn spillingu, sem Ísland er aðili að, endurspeglast í íslenskum lögum og framkvæmd þeirra. Það matsferli er gagnlegt fyrir stefnumótun og lagasetningu hér á landi, að því er kemur fram í skriflegu svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn um starf stýrihóps á vegum innanríkisráðherra, um eftirfylgni við innleiðingu á alþjóðlegum samningum gegn mútum og spillingu. Starf hópsins, sem starfað hefur í tæpt ár, hefur einkum snúist um að veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um viðbrögð við tilmælum alþjóðlegra stofnana á þessu sviði. Auk eftirfylgni frá SÞ hefur Ísland fengið tilmæli frá vinnuhópi OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, og GRECO, samtökum ríkja gegn spillingu innan Evrópuráðsins. Tilmæli GRECO í fjórðu skýrslunni um Ísland snerust um að fyrirbyggja spillingu og hagsmunaárekstra hjá alþingismönnum, dómurum og ákærendum. Helgi BernódusonÍsland hefur nú orðið að fullu við tvennum tilmælum GRECO og uppfyllt sex að hluta, þar með talin tilmæli um að alþingismenn setji sér siðareglur, að því er kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins. Þar er bent á að siðareglur alþingismanna hafi verið samþykktar á Alþingi í mars skömmu eftir að skýrsla Íslands var formlega tekin fyrir hjá GRECO. Þess vegna hafi ekki verið tekin formleg afstaða til þeirra á þeim vettvangi. „Í siðareglunum er einnig að finna ákvæði sem ætti að koma til móts við tilmælin um að þingmenn upplýsi um mögulega hagsmunaárekstra við meðferð mála vegna persónulegra hagsmuna sem þeir kunna að hafa. Því má ætla að íslensk stjórnvöld hafi í raun uppfyllt fern tilmælanna. GRECO þarf þó að staðfesta þá niðurstöðu á fundi sínum síðar á þessu ári,“ segir jafnframt í svari ráðuneytisins. Tilmæli sem lúta að bættri skráningu á fjárhagsupplýsingum þingmanna hafa ekki verið uppfyllt að mati GRECO. Samkvæmt tilmælum GRECO skulu liggja fyrir upplýsingar um eignir þingmanna og framlög sem þeir hafa fengið ásamt upplýsingum um skuldir þeirra, að undanskildum húsnæðislánum og skammtímaskuldum innan eðlilegra marka. Þá eigi að taka til skoðunar að yfirlit um eignir nái einnig til maka og nánustu ættingja þó ekki þurfi nauðsynlega að gera þær upplýsingar opinberar. Alþingi tryggi trúverðugleika þessarar skráningar á fjárhagsupplýsingum með því að fylgja henni betur eftir. Það verði gert með auknu eftirliti, ráðgjöf til þingmanna og viðurlögum gagnvart þeim sem ekki fara eftir reglunum. Tilmælin eru nú til skoðunar hjá Alþingi, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra þingsins. „Uppi eru ýmis sjónarmið meðal þingmanna um hvort skrá eigi skuldir umfram húsnæðislán og skammtímaskuldir en ríkari andstaða gegn því að skrá hagsmuni maka og ættmenna. Mörgum þingmönnum finnst nóg á maka sína og ættmenni lagt með einni saman þátttöku í stjórnmálum.“ GRECO telur uppfyllt tilmæli um að fyrir hendi sé málsskot á ákvörðunum fyrsta stigs ákæruvalds vegna rannsóknar mála og einnig tilmæli um að ákvarðanir á fyrsta stigi ákæruvaldsins séu teknar með sjálfstæðum og hlutlægum hætti. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fulltrúar Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, SÞ, eru væntanlegir hingað til lands síðar í þessum mánuði í tengslum við úttekt á því hvernig Sáttmáli SÞ gegn spillingu, sem Ísland er aðili að, endurspeglast í íslenskum lögum og framkvæmd þeirra. Það matsferli er gagnlegt fyrir stefnumótun og lagasetningu hér á landi, að því er kemur fram í skriflegu svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn um starf stýrihóps á vegum innanríkisráðherra, um eftirfylgni við innleiðingu á alþjóðlegum samningum gegn mútum og spillingu. Starf hópsins, sem starfað hefur í tæpt ár, hefur einkum snúist um að veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um viðbrögð við tilmælum alþjóðlegra stofnana á þessu sviði. Auk eftirfylgni frá SÞ hefur Ísland fengið tilmæli frá vinnuhópi OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, og GRECO, samtökum ríkja gegn spillingu innan Evrópuráðsins. Tilmæli GRECO í fjórðu skýrslunni um Ísland snerust um að fyrirbyggja spillingu og hagsmunaárekstra hjá alþingismönnum, dómurum og ákærendum. Helgi BernódusonÍsland hefur nú orðið að fullu við tvennum tilmælum GRECO og uppfyllt sex að hluta, þar með talin tilmæli um að alþingismenn setji sér siðareglur, að því er kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins. Þar er bent á að siðareglur alþingismanna hafi verið samþykktar á Alþingi í mars skömmu eftir að skýrsla Íslands var formlega tekin fyrir hjá GRECO. Þess vegna hafi ekki verið tekin formleg afstaða til þeirra á þeim vettvangi. „Í siðareglunum er einnig að finna ákvæði sem ætti að koma til móts við tilmælin um að þingmenn upplýsi um mögulega hagsmunaárekstra við meðferð mála vegna persónulegra hagsmuna sem þeir kunna að hafa. Því má ætla að íslensk stjórnvöld hafi í raun uppfyllt fern tilmælanna. GRECO þarf þó að staðfesta þá niðurstöðu á fundi sínum síðar á þessu ári,“ segir jafnframt í svari ráðuneytisins. Tilmæli sem lúta að bættri skráningu á fjárhagsupplýsingum þingmanna hafa ekki verið uppfyllt að mati GRECO. Samkvæmt tilmælum GRECO skulu liggja fyrir upplýsingar um eignir þingmanna og framlög sem þeir hafa fengið ásamt upplýsingum um skuldir þeirra, að undanskildum húsnæðislánum og skammtímaskuldum innan eðlilegra marka. Þá eigi að taka til skoðunar að yfirlit um eignir nái einnig til maka og nánustu ættingja þó ekki þurfi nauðsynlega að gera þær upplýsingar opinberar. Alþingi tryggi trúverðugleika þessarar skráningar á fjárhagsupplýsingum með því að fylgja henni betur eftir. Það verði gert með auknu eftirliti, ráðgjöf til þingmanna og viðurlögum gagnvart þeim sem ekki fara eftir reglunum. Tilmælin eru nú til skoðunar hjá Alþingi, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra þingsins. „Uppi eru ýmis sjónarmið meðal þingmanna um hvort skrá eigi skuldir umfram húsnæðislán og skammtímaskuldir en ríkari andstaða gegn því að skrá hagsmuni maka og ættmenna. Mörgum þingmönnum finnst nóg á maka sína og ættmenni lagt með einni saman þátttöku í stjórnmálum.“ GRECO telur uppfyllt tilmæli um að fyrir hendi sé málsskot á ákvörðunum fyrsta stigs ákæruvalds vegna rannsóknar mála og einnig tilmæli um að ákvarðanir á fyrsta stigi ákæruvaldsins séu teknar með sjálfstæðum og hlutlægum hætti.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira