Andri Snær um könnun MMR: „Fór strategísk bylgja af stað með Guðna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2016 12:51 Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi. visir/valli Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, segir að niðurstöður skoðanakönnunar MMR komi sér ekki á óvart. Guðni Th. Jóhannesson mælist þar með um 60 prósent fylgi en Andri Snær með 8,5 prósent. „Það fór strategísk bylgja af stað með Guðna um að hann væri sá sem gæti fellt Ólaf Ragnar. Hann var að stíga þarna inn en ég hafði til að mynda mælst með mikið fylgi í vikunni á undan. Ég trúi því að þetta eigi því eftir að jafnast út og að Halla Tómasdóttir eigi eftir að rísa líka. Svo núna þegar Ólafur Ragnar er hættur við held ég líka að allt gjörbreytist,“ segir Andri Snær í samtali við Vísi og vísar í fregnir þess efnis að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sem ætlaði að fara fram aftur er nú hættur við að fara í framboð. Könnunin var gerð dagana 6.-9. maí en Guðni lýsti yfir framboði þann 5. maí. Í gær steig svo Davíð Oddsson fram á völlinn og fengu því 27 prósent aðspurðra nafn Davíðs sem valmöguleika í könnuninni. Mælist hann með 3,1 prósent fylgi en Andri Snær segir ómögulegt að segja hversu mikið fylgi Davíð sé í raun með. Aðspurður hvort tíðindi gærdagsins um framboð Davíðs og svo fréttir dagsins í dag um að Ólafur sé hættur við komi honum á óvart segir Andri Snær: „Þessar seinustu vikur hafa verið með svo miklum ólíkindum að allt sem hefur gerst hefur komið mér á óvart. Ég geri ráð fyrir því að næstu tveir mánuðir eigi líka eftir að koma á óvart.“ Andri Snær segist alltaf hafa gert ráð fyrir því að byrja með lítið fylgi í skoðanakönnunum. Nú sé hins vegar kosningabaráttan að fara á fullt og þá geti allt gerst. Hann hefur ekki velt því fyrir sér að hætta við framboðið. „Ég held að áherslumunurinn milli mín og annarra frambjóðenda eigi eftir að skýrast betur þegar allir frambjóðendur verða endanlega komnir fram og kosningabaráttan hefst,“ segir Andri. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Ný könnun MMR: Guðni með 60 prósent Fylgishrun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. 9. maí 2016 11:26 Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, segir að niðurstöður skoðanakönnunar MMR komi sér ekki á óvart. Guðni Th. Jóhannesson mælist þar með um 60 prósent fylgi en Andri Snær með 8,5 prósent. „Það fór strategísk bylgja af stað með Guðna um að hann væri sá sem gæti fellt Ólaf Ragnar. Hann var að stíga þarna inn en ég hafði til að mynda mælst með mikið fylgi í vikunni á undan. Ég trúi því að þetta eigi því eftir að jafnast út og að Halla Tómasdóttir eigi eftir að rísa líka. Svo núna þegar Ólafur Ragnar er hættur við held ég líka að allt gjörbreytist,“ segir Andri Snær í samtali við Vísi og vísar í fregnir þess efnis að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sem ætlaði að fara fram aftur er nú hættur við að fara í framboð. Könnunin var gerð dagana 6.-9. maí en Guðni lýsti yfir framboði þann 5. maí. Í gær steig svo Davíð Oddsson fram á völlinn og fengu því 27 prósent aðspurðra nafn Davíðs sem valmöguleika í könnuninni. Mælist hann með 3,1 prósent fylgi en Andri Snær segir ómögulegt að segja hversu mikið fylgi Davíð sé í raun með. Aðspurður hvort tíðindi gærdagsins um framboð Davíðs og svo fréttir dagsins í dag um að Ólafur sé hættur við komi honum á óvart segir Andri Snær: „Þessar seinustu vikur hafa verið með svo miklum ólíkindum að allt sem hefur gerst hefur komið mér á óvart. Ég geri ráð fyrir því að næstu tveir mánuðir eigi líka eftir að koma á óvart.“ Andri Snær segist alltaf hafa gert ráð fyrir því að byrja með lítið fylgi í skoðanakönnunum. Nú sé hins vegar kosningabaráttan að fara á fullt og þá geti allt gerst. Hann hefur ekki velt því fyrir sér að hætta við framboðið. „Ég held að áherslumunurinn milli mín og annarra frambjóðenda eigi eftir að skýrast betur þegar allir frambjóðendur verða endanlega komnir fram og kosningabaráttan hefst,“ segir Andri.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Ný könnun MMR: Guðni með 60 prósent Fylgishrun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. 9. maí 2016 11:26 Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08