Bæring undir feld: Segir ákvörðun Ólafs „fíflalega“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. maí 2016 13:06 Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný. Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Bæring var einn þeirra sem buðu sig fram til forseta eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil en dró framboð sitt til baka eftir að forsetinn gaf kost á sér að nýju í apríl. „Ég er hugsanlega að hugsa um að hætta við að hætta,“ segir Bæring. „Ég fer bara undir feld núna, í nokkra tíma.“ Aðspurður hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars leggist í hann, segir Bæring hana „fíflalega.“ „Þeir hafa greinilega brallað þetta saman, hann og Davíð,“ segir hann, og á þar við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti um framboð sitt í gær. „Hann kemur fram og hinn hættir við og þeir segjast ekki hafa talast neitt við. Þetta eru bara einhverjar pólitískar hræringar.“Óbreytt staða annarra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Hrannar Pétursson drógu báðir forsetaframboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju en þeir hyggjast ekki endurskoða það í ljósi tíðinda dagsins. Hrannar segir í samtali við Viðskiptablaðið að staðan sé óbreytt og Vigfús Bjarni sömuleiðis í samtali við Vísi. „Ég er maður orða minna,“ segir Vigfús Bjarni, sem vildi þó ekkert tjá sig frekar um ákvörðun Ólafs Ragnars. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, voru bæði komin langt með að undirbúa forsetaframboð en hættu við eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju. Ekki náðist í Eirík við vinnslu þessarar fréttar en Guðrún segist ekkert hafa hugleitt stöðu sína frá því að tíðindi dagsins bárust. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Bæring var einn þeirra sem buðu sig fram til forseta eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil en dró framboð sitt til baka eftir að forsetinn gaf kost á sér að nýju í apríl. „Ég er hugsanlega að hugsa um að hætta við að hætta,“ segir Bæring. „Ég fer bara undir feld núna, í nokkra tíma.“ Aðspurður hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars leggist í hann, segir Bæring hana „fíflalega.“ „Þeir hafa greinilega brallað þetta saman, hann og Davíð,“ segir hann, og á þar við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti um framboð sitt í gær. „Hann kemur fram og hinn hættir við og þeir segjast ekki hafa talast neitt við. Þetta eru bara einhverjar pólitískar hræringar.“Óbreytt staða annarra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Hrannar Pétursson drógu báðir forsetaframboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju en þeir hyggjast ekki endurskoða það í ljósi tíðinda dagsins. Hrannar segir í samtali við Viðskiptablaðið að staðan sé óbreytt og Vigfús Bjarni sömuleiðis í samtali við Vísi. „Ég er maður orða minna,“ segir Vigfús Bjarni, sem vildi þó ekkert tjá sig frekar um ákvörðun Ólafs Ragnars. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, voru bæði komin langt með að undirbúa forsetaframboð en hættu við eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju. Ekki náðist í Eirík við vinnslu þessarar fréttar en Guðrún segist ekkert hafa hugleitt stöðu sína frá því að tíðindi dagsins bárust.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira