Betri pólitík Hildur Þórðardóttir skrifar 9. maí 2016 21:15 Mörgum hrýs hugur við að heyra pólitík nefnda á nafn. Það sem þeim kemur þá til hugar er skítkast, óheiðarleiki, sandkassaslagur, skotgrafahernaður og valdasýki. Þeir myndu aldrei vilja bjóða sig fram til Alþingis á meðan kerfið er eins og það er í dag. Hingað til hefur pólitík einkennst af baráttu og aðgreiningu. Menn fylkja sér í flokka þar sem markmiðið er að sigra andstæðingana og komast til valda. Flokkarnir aðgreina sig frá andstæðingnum með einhvers konar hugmyndafræðilegum stefnum til að höfða til kjósenda og fá fylgi. Frjálshyggja eða félagshyggja, einkavæðing eða samtrygging, hægri eða vinstri. Eins og kerfið er í dag er of mikið púður sett í að viðhalda völdum flokkanna en að gera það sem er best fyrir samfélagið. Ég veit að margir þingmenn vilja vinna að heill landsins alls en eru múlbundnir flokknum. Þess vegna þurfum við að minnka vægi flokkanna. Hætta þessum skotgrafahernaði. Besti flokkurinn kom ferskur fram á sjónarsviðið eftir hrun. Þeir gáfu engin kosningaloforð því þau væru hvort eð er aldrei efnd. Þetta var sem ferskur andblær í fúlan veruleika stjórnmálanna. Enda greip fólkið feginshendi þessum ferskleika og valdi Besta flokkinn þótt það vissi ekkert hvað hann stæði fyrir. Bara eitthvað allt annað en undirferlið og sviksemin undanfarin ár. Besti flokkurinn kenndi kjörnum fulltrúum að starfa saman, að minnsta kosti í borgarstjórn. Þar sem áður var sundrung og upplausnarástand leituðust nú borgarfulltrúar við að vinna saman. Finnst mér sem þessi vinnubrögð einkenni ennþá starf borgarstjórnar. Píratar koma nú inn á vígvöll Alþingis eins og friðarstillar með hvítan fána. Meira vald til fólksins og nýju stjórnarskrána í gegn er þeirra stefna. Sumir eru hræddir því þeir geta ekki sett pírata í kassa eins og hina flokkana. En ég skil pírata þannig að þeir vilji gera það sem fólkið vill þannig að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Ekki þarfir flokksins heldur þarfir fólksins. Kannski tekst Pírötum það sem Besta flokkinum tókst í borgarstjórn, að láta kjörna fulltrúa vinna saman að heill allra landsmanna. Sagan hefur sýnt að hrein frjálshyggja leiðir til fjármálahruns og að hreinn kommúnismi leiðir til bjargarleysis og skorts á frumkvæðis. Frjáls markaður eykur misrétti og ófrjáls markaður eykur svarta markaðsbrask. En millivegurinn einhvers staðar þarna á milli er það sem hentar best. Það er kominn tími til að þingmenn komi upp úr skotgröfunum og fari að vinna saman. Þetta snýst ekki lengur um að draga vagn einnar hugmyndafræði og berja sér leið. Þetta snýst um að taka það besta úr öllum stefnum og búa til samfélag þar sem frumkvæði og einstaklingsframtak er jafn mikilvægt og jöfnuður, samfélagstrygging og hagur heildarinnar. Að frumkvæði einstaklinga miðist við hag samfélagsins og að samfélagstryggingar miðist við að allir fái aðstoð til að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Mörgum hrýs hugur við að heyra pólitík nefnda á nafn. Það sem þeim kemur þá til hugar er skítkast, óheiðarleiki, sandkassaslagur, skotgrafahernaður og valdasýki. Þeir myndu aldrei vilja bjóða sig fram til Alþingis á meðan kerfið er eins og það er í dag. Hingað til hefur pólitík einkennst af baráttu og aðgreiningu. Menn fylkja sér í flokka þar sem markmiðið er að sigra andstæðingana og komast til valda. Flokkarnir aðgreina sig frá andstæðingnum með einhvers konar hugmyndafræðilegum stefnum til að höfða til kjósenda og fá fylgi. Frjálshyggja eða félagshyggja, einkavæðing eða samtrygging, hægri eða vinstri. Eins og kerfið er í dag er of mikið púður sett í að viðhalda völdum flokkanna en að gera það sem er best fyrir samfélagið. Ég veit að margir þingmenn vilja vinna að heill landsins alls en eru múlbundnir flokknum. Þess vegna þurfum við að minnka vægi flokkanna. Hætta þessum skotgrafahernaði. Besti flokkurinn kom ferskur fram á sjónarsviðið eftir hrun. Þeir gáfu engin kosningaloforð því þau væru hvort eð er aldrei efnd. Þetta var sem ferskur andblær í fúlan veruleika stjórnmálanna. Enda greip fólkið feginshendi þessum ferskleika og valdi Besta flokkinn þótt það vissi ekkert hvað hann stæði fyrir. Bara eitthvað allt annað en undirferlið og sviksemin undanfarin ár. Besti flokkurinn kenndi kjörnum fulltrúum að starfa saman, að minnsta kosti í borgarstjórn. Þar sem áður var sundrung og upplausnarástand leituðust nú borgarfulltrúar við að vinna saman. Finnst mér sem þessi vinnubrögð einkenni ennþá starf borgarstjórnar. Píratar koma nú inn á vígvöll Alþingis eins og friðarstillar með hvítan fána. Meira vald til fólksins og nýju stjórnarskrána í gegn er þeirra stefna. Sumir eru hræddir því þeir geta ekki sett pírata í kassa eins og hina flokkana. En ég skil pírata þannig að þeir vilji gera það sem fólkið vill þannig að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Ekki þarfir flokksins heldur þarfir fólksins. Kannski tekst Pírötum það sem Besta flokkinum tókst í borgarstjórn, að láta kjörna fulltrúa vinna saman að heill allra landsmanna. Sagan hefur sýnt að hrein frjálshyggja leiðir til fjármálahruns og að hreinn kommúnismi leiðir til bjargarleysis og skorts á frumkvæðis. Frjáls markaður eykur misrétti og ófrjáls markaður eykur svarta markaðsbrask. En millivegurinn einhvers staðar þarna á milli er það sem hentar best. Það er kominn tími til að þingmenn komi upp úr skotgröfunum og fari að vinna saman. Þetta snýst ekki lengur um að draga vagn einnar hugmyndafræði og berja sér leið. Þetta snýst um að taka það besta úr öllum stefnum og búa til samfélag þar sem frumkvæði og einstaklingsframtak er jafn mikilvægt og jöfnuður, samfélagstrygging og hagur heildarinnar. Að frumkvæði einstaklinga miðist við hag samfélagsins og að samfélagstryggingar miðist við að allir fái aðstoð til að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun