Betri pólitík Hildur Þórðardóttir skrifar 9. maí 2016 21:15 Mörgum hrýs hugur við að heyra pólitík nefnda á nafn. Það sem þeim kemur þá til hugar er skítkast, óheiðarleiki, sandkassaslagur, skotgrafahernaður og valdasýki. Þeir myndu aldrei vilja bjóða sig fram til Alþingis á meðan kerfið er eins og það er í dag. Hingað til hefur pólitík einkennst af baráttu og aðgreiningu. Menn fylkja sér í flokka þar sem markmiðið er að sigra andstæðingana og komast til valda. Flokkarnir aðgreina sig frá andstæðingnum með einhvers konar hugmyndafræðilegum stefnum til að höfða til kjósenda og fá fylgi. Frjálshyggja eða félagshyggja, einkavæðing eða samtrygging, hægri eða vinstri. Eins og kerfið er í dag er of mikið púður sett í að viðhalda völdum flokkanna en að gera það sem er best fyrir samfélagið. Ég veit að margir þingmenn vilja vinna að heill landsins alls en eru múlbundnir flokknum. Þess vegna þurfum við að minnka vægi flokkanna. Hætta þessum skotgrafahernaði. Besti flokkurinn kom ferskur fram á sjónarsviðið eftir hrun. Þeir gáfu engin kosningaloforð því þau væru hvort eð er aldrei efnd. Þetta var sem ferskur andblær í fúlan veruleika stjórnmálanna. Enda greip fólkið feginshendi þessum ferskleika og valdi Besta flokkinn þótt það vissi ekkert hvað hann stæði fyrir. Bara eitthvað allt annað en undirferlið og sviksemin undanfarin ár. Besti flokkurinn kenndi kjörnum fulltrúum að starfa saman, að minnsta kosti í borgarstjórn. Þar sem áður var sundrung og upplausnarástand leituðust nú borgarfulltrúar við að vinna saman. Finnst mér sem þessi vinnubrögð einkenni ennþá starf borgarstjórnar. Píratar koma nú inn á vígvöll Alþingis eins og friðarstillar með hvítan fána. Meira vald til fólksins og nýju stjórnarskrána í gegn er þeirra stefna. Sumir eru hræddir því þeir geta ekki sett pírata í kassa eins og hina flokkana. En ég skil pírata þannig að þeir vilji gera það sem fólkið vill þannig að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Ekki þarfir flokksins heldur þarfir fólksins. Kannski tekst Pírötum það sem Besta flokkinum tókst í borgarstjórn, að láta kjörna fulltrúa vinna saman að heill allra landsmanna. Sagan hefur sýnt að hrein frjálshyggja leiðir til fjármálahruns og að hreinn kommúnismi leiðir til bjargarleysis og skorts á frumkvæðis. Frjáls markaður eykur misrétti og ófrjáls markaður eykur svarta markaðsbrask. En millivegurinn einhvers staðar þarna á milli er það sem hentar best. Það er kominn tími til að þingmenn komi upp úr skotgröfunum og fari að vinna saman. Þetta snýst ekki lengur um að draga vagn einnar hugmyndafræði og berja sér leið. Þetta snýst um að taka það besta úr öllum stefnum og búa til samfélag þar sem frumkvæði og einstaklingsframtak er jafn mikilvægt og jöfnuður, samfélagstrygging og hagur heildarinnar. Að frumkvæði einstaklinga miðist við hag samfélagsins og að samfélagstryggingar miðist við að allir fái aðstoð til að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum hrýs hugur við að heyra pólitík nefnda á nafn. Það sem þeim kemur þá til hugar er skítkast, óheiðarleiki, sandkassaslagur, skotgrafahernaður og valdasýki. Þeir myndu aldrei vilja bjóða sig fram til Alþingis á meðan kerfið er eins og það er í dag. Hingað til hefur pólitík einkennst af baráttu og aðgreiningu. Menn fylkja sér í flokka þar sem markmiðið er að sigra andstæðingana og komast til valda. Flokkarnir aðgreina sig frá andstæðingnum með einhvers konar hugmyndafræðilegum stefnum til að höfða til kjósenda og fá fylgi. Frjálshyggja eða félagshyggja, einkavæðing eða samtrygging, hægri eða vinstri. Eins og kerfið er í dag er of mikið púður sett í að viðhalda völdum flokkanna en að gera það sem er best fyrir samfélagið. Ég veit að margir þingmenn vilja vinna að heill landsins alls en eru múlbundnir flokknum. Þess vegna þurfum við að minnka vægi flokkanna. Hætta þessum skotgrafahernaði. Besti flokkurinn kom ferskur fram á sjónarsviðið eftir hrun. Þeir gáfu engin kosningaloforð því þau væru hvort eð er aldrei efnd. Þetta var sem ferskur andblær í fúlan veruleika stjórnmálanna. Enda greip fólkið feginshendi þessum ferskleika og valdi Besta flokkinn þótt það vissi ekkert hvað hann stæði fyrir. Bara eitthvað allt annað en undirferlið og sviksemin undanfarin ár. Besti flokkurinn kenndi kjörnum fulltrúum að starfa saman, að minnsta kosti í borgarstjórn. Þar sem áður var sundrung og upplausnarástand leituðust nú borgarfulltrúar við að vinna saman. Finnst mér sem þessi vinnubrögð einkenni ennþá starf borgarstjórnar. Píratar koma nú inn á vígvöll Alþingis eins og friðarstillar með hvítan fána. Meira vald til fólksins og nýju stjórnarskrána í gegn er þeirra stefna. Sumir eru hræddir því þeir geta ekki sett pírata í kassa eins og hina flokkana. En ég skil pírata þannig að þeir vilji gera það sem fólkið vill þannig að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Ekki þarfir flokksins heldur þarfir fólksins. Kannski tekst Pírötum það sem Besta flokkinum tókst í borgarstjórn, að láta kjörna fulltrúa vinna saman að heill allra landsmanna. Sagan hefur sýnt að hrein frjálshyggja leiðir til fjármálahruns og að hreinn kommúnismi leiðir til bjargarleysis og skorts á frumkvæðis. Frjáls markaður eykur misrétti og ófrjáls markaður eykur svarta markaðsbrask. En millivegurinn einhvers staðar þarna á milli er það sem hentar best. Það er kominn tími til að þingmenn komi upp úr skotgröfunum og fari að vinna saman. Þetta snýst ekki lengur um að draga vagn einnar hugmyndafræði og berja sér leið. Þetta snýst um að taka það besta úr öllum stefnum og búa til samfélag þar sem frumkvæði og einstaklingsframtak er jafn mikilvægt og jöfnuður, samfélagstrygging og hagur heildarinnar. Að frumkvæði einstaklinga miðist við hag samfélagsins og að samfélagstryggingar miðist við að allir fái aðstoð til að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun