Aldasöngur og önnur stórvirki Jóns Nordals Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2016 10:45 Siguður ásamt þremur nemendum í tónlistardeild Listaháskólans. Vísir/Anton Brink Á áttunda tug nemenda og kennara í Tónlistardeild Listaháskóla Íslands heiðra Jón Nordal 90 ára í Hallgrímskirkju í dag með metnaðarfullri dagskrá sem Listvinafélag kirkjunnar stendur að ásamt deildinni. „Við erum búin að stefna að þessum hátíðartónleikum frá haustinu þó aðalkraftur í undirbúningnum hafi verið nú á síðustu vikum. Sumir hafa flutt verkin áður við mismunandi tækifæri, aðrir eru að þreyta frumraun,“ segir Sigurður Helgason, kennari við tónlistardeildina og stjórnandi kórs hennar. Sá kór flytur annað af stærstu verkum tónleikanna í dag, Aldasöng. Það var frumflutt á Sumartónleikum í Skálholti fyrir þrjátíu árum, að sögn Sigurðar. Jón hefur á sinni níutíu ára löngu ævi samið mörg sívinsæl lög, má þar nefna Hvert örstutt spor og Smávinir fagrir.„Jón Nordal var fyrsta tónskáld Sumartónleika í Skálholti, það var árið 1986 þegar hann var sextugur að aldri. Langflestir úr kórnum okkar taka þátt í sumartónleikunum í ár og flytja meðal annars Aldasönginn 2. eða 3. júlí. Söngurinn í dag er áfangi á þeirri leið.“ Sigurður segir Aldasönginn verk í átta köflum. „Þar eru tvinnuð saman síðmiðalda- og endurreisnarljóð og Maríuvísur eftir Jón Helgason prófessor. Textinn gengur út á eftirsjá eftir kaþólska tímanum og byggist meðal annars á kveðskap tveggja skálda á 16. og 17. öld sem fjallar um menningarlega og trúarlega hnignun. Það voru ekki allir sáttir við breytingarnar.“ Hitt stóra tónverkið sem hljóma mun í Hallgrímskirkju í dag er Gríma-Epitiafion. Það verður í flutningi Sinfóníettu Listaháskólans sem Guðni Franzson stjórnar. Kammerkór er einnig í Tónlistardeild skólans, hann flytur verkið Lux mundi á tónleikunum. „Kammerkórinn er stofnaður af Steinari Loga Helgasyni, nemanda sem er að útskrifast hjá okkur í kirkjutónlist, hann setti kórinn saman til að syngja í lokaverkefni sínu við skólann og stjórnar honum, “ lýsir Sigurður. Steinar Logi leikur líka Toccötu fyrir orgel. Auk þess verða flutt kammerverkin Andað á sofinn streng, Ristur og Sónata fyrir fiðlu og píanó. Tónleikarnir nefnast Nordal í 90 ár og eru fjórðu sameiginlegu tónleikar Listvinafélags Hallgrímskirkju og Tónlistardeildar Listaháskólans. Að sögn Sigurðar hefur það samstarf gefist einkar vel. Tónleikarnir hefjast klukkan 14 í dag og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á áttunda tug nemenda og kennara í Tónlistardeild Listaháskóla Íslands heiðra Jón Nordal 90 ára í Hallgrímskirkju í dag með metnaðarfullri dagskrá sem Listvinafélag kirkjunnar stendur að ásamt deildinni. „Við erum búin að stefna að þessum hátíðartónleikum frá haustinu þó aðalkraftur í undirbúningnum hafi verið nú á síðustu vikum. Sumir hafa flutt verkin áður við mismunandi tækifæri, aðrir eru að þreyta frumraun,“ segir Sigurður Helgason, kennari við tónlistardeildina og stjórnandi kórs hennar. Sá kór flytur annað af stærstu verkum tónleikanna í dag, Aldasöng. Það var frumflutt á Sumartónleikum í Skálholti fyrir þrjátíu árum, að sögn Sigurðar. Jón hefur á sinni níutíu ára löngu ævi samið mörg sívinsæl lög, má þar nefna Hvert örstutt spor og Smávinir fagrir.„Jón Nordal var fyrsta tónskáld Sumartónleika í Skálholti, það var árið 1986 þegar hann var sextugur að aldri. Langflestir úr kórnum okkar taka þátt í sumartónleikunum í ár og flytja meðal annars Aldasönginn 2. eða 3. júlí. Söngurinn í dag er áfangi á þeirri leið.“ Sigurður segir Aldasönginn verk í átta köflum. „Þar eru tvinnuð saman síðmiðalda- og endurreisnarljóð og Maríuvísur eftir Jón Helgason prófessor. Textinn gengur út á eftirsjá eftir kaþólska tímanum og byggist meðal annars á kveðskap tveggja skálda á 16. og 17. öld sem fjallar um menningarlega og trúarlega hnignun. Það voru ekki allir sáttir við breytingarnar.“ Hitt stóra tónverkið sem hljóma mun í Hallgrímskirkju í dag er Gríma-Epitiafion. Það verður í flutningi Sinfóníettu Listaháskólans sem Guðni Franzson stjórnar. Kammerkór er einnig í Tónlistardeild skólans, hann flytur verkið Lux mundi á tónleikunum. „Kammerkórinn er stofnaður af Steinari Loga Helgasyni, nemanda sem er að útskrifast hjá okkur í kirkjutónlist, hann setti kórinn saman til að syngja í lokaverkefni sínu við skólann og stjórnar honum, “ lýsir Sigurður. Steinar Logi leikur líka Toccötu fyrir orgel. Auk þess verða flutt kammerverkin Andað á sofinn streng, Ristur og Sónata fyrir fiðlu og píanó. Tónleikarnir nefnast Nordal í 90 ár og eru fjórðu sameiginlegu tónleikar Listvinafélags Hallgrímskirkju og Tónlistardeildar Listaháskólans. Að sögn Sigurðar hefur það samstarf gefist einkar vel. Tónleikarnir hefjast klukkan 14 í dag og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira