Heilbrigðiskerfið verði aðalkosningamálið Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Kári Stefánsson afhendir í dag undirskriftir yfir 85 þúsund Íslendinga sem krefjast hærri framlaga til heilbrigðiskerfisins. Stjórnvöld fá í dag afhentar undirskriftir meira en 85 þúsund Íslendinga sem krefjast þess að Alþingi verji árlega 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til rekstur heilbrigðiskerfisins. Það er Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem hefur haft veg og vanda af söfnun undirskriftanna. Kári segir þörfina á betrumbótum vera úti um allt í heilbrigðiskerfinu og vill að umræðunni verði haldið áfram. „Ég ætla að gera mitt besta til þess að sjá til þess að þetta verði aðalkosningamálið,“ segir Kári. En eins og fram hefur komið er ráðgert að kosningar fari fram í haust. Kári segir fólk þó verða mest vart við þörfina á betrumbótum á Landspítalanum. „Hann er fámenntur, hann er illa tækjum búinn, hann verður að ströggla við það að kaupa nýjustu lyfin og hann er illa hýstur,“ segir Kári. Til viðbótar við þetta segir Kári að greiðsluþátttaka sjúklinga sé gjörsamlega óásættanleg. „Heilbrigðisþjónusta á Íslandi á að vera ókeypis. Við viljum að það sé hlúð að lösnu og meiddu fólki í landinu,“ segir Kári og bætir við að aldrað fólk hafi meiri tilhneigingu til þess að vera lasið en ungt fólk. Eldra fólk hafi líka að jafnaði lægri tekjur en þeir sem yngri eru. „Þannig að greiðsluþátttakan lendir líklega mest á þeim sem síst skyldi. Það eru þó ekki nema rétt rúmir sex milljarðar sem myndi kosta að gera heilbrigðisþjónustu ókeypis og mér fyndist sex milljörðum ekki betur varið í nokkurn skapaðan hlut í okkar þjóðfélagi,“ segir Kári. Kári segir að dagskráin í dag, þar sem undirskriftirnar verða afhentar, verði einföld. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna hafi boðað komu sína og formenn flestra þeirra. „Þannig að menn virðast vera að bregðast á jákvæðan hátt við þessu. Ég ætla að líta á það ósköp einfaldlega sem merki þess að stjórnmálamennirnir skilji að þetta skipti fólkið í landinu máli,“ segir Kári. Í erindi sem Kári birti á vefnum endurreisn.is, þar sem undirskriftanna var safnað, kemur fram að Íslendingar eyði því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál og það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Stjórnvöld fá í dag afhentar undirskriftir meira en 85 þúsund Íslendinga sem krefjast þess að Alþingi verji árlega 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til rekstur heilbrigðiskerfisins. Það er Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem hefur haft veg og vanda af söfnun undirskriftanna. Kári segir þörfina á betrumbótum vera úti um allt í heilbrigðiskerfinu og vill að umræðunni verði haldið áfram. „Ég ætla að gera mitt besta til þess að sjá til þess að þetta verði aðalkosningamálið,“ segir Kári. En eins og fram hefur komið er ráðgert að kosningar fari fram í haust. Kári segir fólk þó verða mest vart við þörfina á betrumbótum á Landspítalanum. „Hann er fámenntur, hann er illa tækjum búinn, hann verður að ströggla við það að kaupa nýjustu lyfin og hann er illa hýstur,“ segir Kári. Til viðbótar við þetta segir Kári að greiðsluþátttaka sjúklinga sé gjörsamlega óásættanleg. „Heilbrigðisþjónusta á Íslandi á að vera ókeypis. Við viljum að það sé hlúð að lösnu og meiddu fólki í landinu,“ segir Kári og bætir við að aldrað fólk hafi meiri tilhneigingu til þess að vera lasið en ungt fólk. Eldra fólk hafi líka að jafnaði lægri tekjur en þeir sem yngri eru. „Þannig að greiðsluþátttakan lendir líklega mest á þeim sem síst skyldi. Það eru þó ekki nema rétt rúmir sex milljarðar sem myndi kosta að gera heilbrigðisþjónustu ókeypis og mér fyndist sex milljörðum ekki betur varið í nokkurn skapaðan hlut í okkar þjóðfélagi,“ segir Kári. Kári segir að dagskráin í dag, þar sem undirskriftirnar verða afhentar, verði einföld. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna hafi boðað komu sína og formenn flestra þeirra. „Þannig að menn virðast vera að bregðast á jákvæðan hátt við þessu. Ég ætla að líta á það ósköp einfaldlega sem merki þess að stjórnmálamennirnir skilji að þetta skipti fólkið í landinu máli,“ segir Kári. Í erindi sem Kári birti á vefnum endurreisn.is, þar sem undirskriftanna var safnað, kemur fram að Íslendingar eyði því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál og það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45
Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13