Tugmilljarða fjárfestingar í heilbrigðiskerfi og innviðum Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 14:32 Ríkisstjórnin boðar stóraukin útgjöld til heilbrigðismála og fleiri málaflokka á næstu fimm árum í fyrstu fjármálaáætlun stjórnvalda sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Fjármálaráðherra segir Íslendinga nú í kraftmiklu hagvaxtarskeiði enda hafi skuldir ríkissjóðs lækkað mikið undanfarin misseri. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær fyrstu langtíma fjármálastefnu og fjármálaáætlun íslenskra stjórnvalda til fimm ára, sem unnið hefur verið að í tíð tveggja ríkisstjórna. Ráðherrarnir segja að batnandi þjóðarhagur að undanförnu með niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs, auknum kaupmætti heimilanna og hagstæðum ytri skilyrðum, geri ríkissjóði kleift að setja 42 milljarða í ýmis verkefni ráðuneyta og stofnana þeirra á næstu árum og um 75 milljarða í fjárfestingar, umfram það sem nú er. Í fjármálastefnunni eru tiltekin ýmis stór verkefni og munar þar mestu um þrjátíu milljarða hækkun framlaga til heilbrigðismála fram til ársins 2021 og verða framlögin þá komin í um 200 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að þessar áætlanir sýni að það sé svigrúm til þessara verkefna. „Á sama tíma og við skilum góðum afgangi og lækkandi skuldum. Við erum semsagt í inni í miðju mjög kraftmiklu hagvaxtarskeiði, við höfum tekið út mikinn kaupmátt á undanförnum árum og þurfum að tryggja að ríkisfjármálin og fjármál sveitarfélaganna styðji við þetta ástand þannig að við fáum svona mjúka lendingu og vaxandi lífskjör á breiðum grunni.“ Ráðherrann talar um „mjúka lendingu" sem var vinsælt hugtak í aðdraganda efnahagshrunsins en Bjarni varar líka við því að farið verði of geyst í málin vegna þenslueinkenna í hagkerfinu.Hvernig fer þetta saman?„Það má segja að það sé það góður gangur í hagkerfinu, heilt yfir, að ef við gætum okkar á að halda eftir um einu prósent af landsframleiðslunni í afkomu að þá mun skapast svigrúm vegna vaxandi tekna og vegna lægri vaxtagjalda til þess að gera betur mjög víða. En það má ekkert miklu muna, við erum háð því að hagvöxturinn haldi áfram.“ Ef menn gangi of hratt um gleðinnar dyr með of miklum útgjöldum sé auðvelt að missa málin úr höndum sér og breyting á ytri skilyrðum eins og á olíuverði geti breytt stöðunni. Miðað við spár geti ríkissjóður hins vegar í fyrsta sinn gert grein fyrir fjármögnun við byggingu Landsspítalans, þá verði fæðingarorlof hækkað um 130 þúsund krónur, 3,2 milljarðar settir í framhaldsskólana, framlög tryggð til þriggja nýrra hjúkrunarheimila, byggingar Húss íslenskra fræða og ýmislegt annarra verkefna á næstu fimm árum. „Við ætlum að vera með myndarlegan afgang, ríkið í samningum við sveitarfélögin hefur ákveðið að taka á sig það aðhald sem að þarf að vera í opinberum fjármálum. Sveitarfélögin hafa svona meira skjól enda er skuldastaðan aðeins verri þar og minna svigrúm. Ég tel að þetta sé mjög ábyrg en mjög gleðileg efnahagsáætlun sem við erum að kynna hér,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar stóraukin útgjöld til heilbrigðismála og fleiri málaflokka á næstu fimm árum í fyrstu fjármálaáætlun stjórnvalda sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Fjármálaráðherra segir Íslendinga nú í kraftmiklu hagvaxtarskeiði enda hafi skuldir ríkissjóðs lækkað mikið undanfarin misseri. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær fyrstu langtíma fjármálastefnu og fjármálaáætlun íslenskra stjórnvalda til fimm ára, sem unnið hefur verið að í tíð tveggja ríkisstjórna. Ráðherrarnir segja að batnandi þjóðarhagur að undanförnu með niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs, auknum kaupmætti heimilanna og hagstæðum ytri skilyrðum, geri ríkissjóði kleift að setja 42 milljarða í ýmis verkefni ráðuneyta og stofnana þeirra á næstu árum og um 75 milljarða í fjárfestingar, umfram það sem nú er. Í fjármálastefnunni eru tiltekin ýmis stór verkefni og munar þar mestu um þrjátíu milljarða hækkun framlaga til heilbrigðismála fram til ársins 2021 og verða framlögin þá komin í um 200 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að þessar áætlanir sýni að það sé svigrúm til þessara verkefna. „Á sama tíma og við skilum góðum afgangi og lækkandi skuldum. Við erum semsagt í inni í miðju mjög kraftmiklu hagvaxtarskeiði, við höfum tekið út mikinn kaupmátt á undanförnum árum og þurfum að tryggja að ríkisfjármálin og fjármál sveitarfélaganna styðji við þetta ástand þannig að við fáum svona mjúka lendingu og vaxandi lífskjör á breiðum grunni.“ Ráðherrann talar um „mjúka lendingu" sem var vinsælt hugtak í aðdraganda efnahagshrunsins en Bjarni varar líka við því að farið verði of geyst í málin vegna þenslueinkenna í hagkerfinu.Hvernig fer þetta saman?„Það má segja að það sé það góður gangur í hagkerfinu, heilt yfir, að ef við gætum okkar á að halda eftir um einu prósent af landsframleiðslunni í afkomu að þá mun skapast svigrúm vegna vaxandi tekna og vegna lægri vaxtagjalda til þess að gera betur mjög víða. En það má ekkert miklu muna, við erum háð því að hagvöxturinn haldi áfram.“ Ef menn gangi of hratt um gleðinnar dyr með of miklum útgjöldum sé auðvelt að missa málin úr höndum sér og breyting á ytri skilyrðum eins og á olíuverði geti breytt stöðunni. Miðað við spár geti ríkissjóður hins vegar í fyrsta sinn gert grein fyrir fjármögnun við byggingu Landsspítalans, þá verði fæðingarorlof hækkað um 130 þúsund krónur, 3,2 milljarðar settir í framhaldsskólana, framlög tryggð til þriggja nýrra hjúkrunarheimila, byggingar Húss íslenskra fræða og ýmislegt annarra verkefna á næstu fimm árum. „Við ætlum að vera með myndarlegan afgang, ríkið í samningum við sveitarfélögin hefur ákveðið að taka á sig það aðhald sem að þarf að vera í opinberum fjármálum. Sveitarfélögin hafa svona meira skjól enda er skuldastaðan aðeins verri þar og minna svigrúm. Ég tel að þetta sé mjög ábyrg en mjög gleðileg efnahagsáætlun sem við erum að kynna hér,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira