Segir tillögu ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 14:43 Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að skila tillögum í lok júní um aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn skattaundaskotum og nýtingu skattaskjóla. Formaður Vinstri grænna segir tillöguna ekki ganga nógu langt. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að skipa sérstakan starfshóp til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Starfshópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en hinn 30. júní. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að fjármálaráðuneytið hafinú þegar gert þeim embættum sem fara með skattframkvæmd, eftirlit, rannsóknir og innheimtu ljóst að það sé reiðubúið til viðræðna um ráðstafanir til að þau geti komist yfir sem fyllstar upplýsingar um eignir þeirra sem eru framtalsskyldir eru hér á landi í skattaskjólum. Ríkur vilji sé til að tryggja að embættin séu þess megnug að vinna úr þeim upplýsingum. Á það bæði við um úrvinnslu þeirra gagna sem þegar hafa verið keypt og önnur gögn sem mögulegt yrði að afla.Vill skipa nefnd sérfræðinga Í tilkynningunni segir að fjármálaráðuneytið undirbúi nú sérstakt mat á umfangi fjármagnstilfærslna og undanskota á aflandssvæðum og muni það nýtast til að áætla tekjutap hins opinbera af slíkri starfsemi um leið og fjárhagsleg þýðing þess að unnið sé gegn undanskotum verði staðfest. Mælt var fyrir þingsályktun Vinstri grænna á Alþingi í gær þar sem lagt er til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd á umfangi og eðli skattaskjóla og söfnun upplýsinga um Íslendinga í þeim. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins segir aðgerðir fjármálaráðherra að hluta til rúmast innan tillögu Vinstri grænna. „En hún er auðvitað víðfemari og snýst um að Alþingi taki málið sérstaklega fyrir og skipi nefnd sérfræðinga á þessu sviði til þess að rannsaka umsvifin og áhrifin á samfélagið. Það er mikilvægur þáttur í þessu því að þessi umræða um skattaskjólin snýst ekki bara um skattaundaskot - hún snýst líka um þau skaðlegu áhrif sem þau hafa á innlent viðskiptalíf og innlenda samkeppni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir Alþingi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að skila tillögum í lok júní um aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn skattaundaskotum og nýtingu skattaskjóla. Formaður Vinstri grænna segir tillöguna ekki ganga nógu langt. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að skipa sérstakan starfshóp til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Starfshópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en hinn 30. júní. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að fjármálaráðuneytið hafinú þegar gert þeim embættum sem fara með skattframkvæmd, eftirlit, rannsóknir og innheimtu ljóst að það sé reiðubúið til viðræðna um ráðstafanir til að þau geti komist yfir sem fyllstar upplýsingar um eignir þeirra sem eru framtalsskyldir eru hér á landi í skattaskjólum. Ríkur vilji sé til að tryggja að embættin séu þess megnug að vinna úr þeim upplýsingum. Á það bæði við um úrvinnslu þeirra gagna sem þegar hafa verið keypt og önnur gögn sem mögulegt yrði að afla.Vill skipa nefnd sérfræðinga Í tilkynningunni segir að fjármálaráðuneytið undirbúi nú sérstakt mat á umfangi fjármagnstilfærslna og undanskota á aflandssvæðum og muni það nýtast til að áætla tekjutap hins opinbera af slíkri starfsemi um leið og fjárhagsleg þýðing þess að unnið sé gegn undanskotum verði staðfest. Mælt var fyrir þingsályktun Vinstri grænna á Alþingi í gær þar sem lagt er til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd á umfangi og eðli skattaskjóla og söfnun upplýsinga um Íslendinga í þeim. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins segir aðgerðir fjármálaráðherra að hluta til rúmast innan tillögu Vinstri grænna. „En hún er auðvitað víðfemari og snýst um að Alþingi taki málið sérstaklega fyrir og skipi nefnd sérfræðinga á þessu sviði til þess að rannsaka umsvifin og áhrifin á samfélagið. Það er mikilvægur þáttur í þessu því að þessi umræða um skattaskjólin snýst ekki bara um skattaundaskot - hún snýst líka um þau skaðlegu áhrif sem þau hafa á innlent viðskiptalíf og innlenda samkeppni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir
Alþingi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira