Segir tillögu ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 14:43 Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að skila tillögum í lok júní um aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn skattaundaskotum og nýtingu skattaskjóla. Formaður Vinstri grænna segir tillöguna ekki ganga nógu langt. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að skipa sérstakan starfshóp til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Starfshópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en hinn 30. júní. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að fjármálaráðuneytið hafinú þegar gert þeim embættum sem fara með skattframkvæmd, eftirlit, rannsóknir og innheimtu ljóst að það sé reiðubúið til viðræðna um ráðstafanir til að þau geti komist yfir sem fyllstar upplýsingar um eignir þeirra sem eru framtalsskyldir eru hér á landi í skattaskjólum. Ríkur vilji sé til að tryggja að embættin séu þess megnug að vinna úr þeim upplýsingum. Á það bæði við um úrvinnslu þeirra gagna sem þegar hafa verið keypt og önnur gögn sem mögulegt yrði að afla.Vill skipa nefnd sérfræðinga Í tilkynningunni segir að fjármálaráðuneytið undirbúi nú sérstakt mat á umfangi fjármagnstilfærslna og undanskota á aflandssvæðum og muni það nýtast til að áætla tekjutap hins opinbera af slíkri starfsemi um leið og fjárhagsleg þýðing þess að unnið sé gegn undanskotum verði staðfest. Mælt var fyrir þingsályktun Vinstri grænna á Alþingi í gær þar sem lagt er til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd á umfangi og eðli skattaskjóla og söfnun upplýsinga um Íslendinga í þeim. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins segir aðgerðir fjármálaráðherra að hluta til rúmast innan tillögu Vinstri grænna. „En hún er auðvitað víðfemari og snýst um að Alþingi taki málið sérstaklega fyrir og skipi nefnd sérfræðinga á þessu sviði til þess að rannsaka umsvifin og áhrifin á samfélagið. Það er mikilvægur þáttur í þessu því að þessi umræða um skattaskjólin snýst ekki bara um skattaundaskot - hún snýst líka um þau skaðlegu áhrif sem þau hafa á innlent viðskiptalíf og innlenda samkeppni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir Alþingi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að skila tillögum í lok júní um aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn skattaundaskotum og nýtingu skattaskjóla. Formaður Vinstri grænna segir tillöguna ekki ganga nógu langt. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að skipa sérstakan starfshóp til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Starfshópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en hinn 30. júní. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að fjármálaráðuneytið hafinú þegar gert þeim embættum sem fara með skattframkvæmd, eftirlit, rannsóknir og innheimtu ljóst að það sé reiðubúið til viðræðna um ráðstafanir til að þau geti komist yfir sem fyllstar upplýsingar um eignir þeirra sem eru framtalsskyldir eru hér á landi í skattaskjólum. Ríkur vilji sé til að tryggja að embættin séu þess megnug að vinna úr þeim upplýsingum. Á það bæði við um úrvinnslu þeirra gagna sem þegar hafa verið keypt og önnur gögn sem mögulegt yrði að afla.Vill skipa nefnd sérfræðinga Í tilkynningunni segir að fjármálaráðuneytið undirbúi nú sérstakt mat á umfangi fjármagnstilfærslna og undanskota á aflandssvæðum og muni það nýtast til að áætla tekjutap hins opinbera af slíkri starfsemi um leið og fjárhagsleg þýðing þess að unnið sé gegn undanskotum verði staðfest. Mælt var fyrir þingsályktun Vinstri grænna á Alþingi í gær þar sem lagt er til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd á umfangi og eðli skattaskjóla og söfnun upplýsinga um Íslendinga í þeim. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins segir aðgerðir fjármálaráðherra að hluta til rúmast innan tillögu Vinstri grænna. „En hún er auðvitað víðfemari og snýst um að Alþingi taki málið sérstaklega fyrir og skipi nefnd sérfræðinga á þessu sviði til þess að rannsaka umsvifin og áhrifin á samfélagið. Það er mikilvægur þáttur í þessu því að þessi umræða um skattaskjólin snýst ekki bara um skattaundaskot - hún snýst líka um þau skaðlegu áhrif sem þau hafa á innlent viðskiptalíf og innlenda samkeppni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir
Alþingi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira