Fjármáláætlun stjórnvalda eykur á ójöfnuð að mati fyrrverandi fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 19:00 Fyrrverandi fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára eigi ekki að nýta bættan hag til að auka jöfnuð í samfélaginu heldur þvert á móti bæta í hann á sumum sviðum. Ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegri uppbyggingu innviða sem tengjast ferðaþjónustunni og að reiknað sé með að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára gerir ráð fyrir tug milljarða útgjöldum til ýmissa stórra og nauðsynlegra verkefna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur þó rétt að menn gangi hægt um gleðinnar dyr og segir að ýmsar forsendur geti breyst. „Svo verðum við alltaf að muna að við erum líka háð ytri aðstæðum eins og olíuverði og þróun viðskiptakjara og viðskiptamörkuðum okkar. En svona horfa spárnar við okkur í dag og það er þess vegna mjög bjart fram undan,“ sagði Bjarni að loknum fundi með fréttamönnum í gær. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar segir gott að langtíma fjármálaáætlun stjórnvalda sé loks komin fram. „En mér finnst helstu tíðindin vera þau að ekki á að nýta bættan hag ríkissjóðs til að auka jöfnuð í samfélaginu. Heldur mikið frekar viðhalda honum og bæta í hann á sumum sviðum,“ segir Oddný.Hvernig sérðu það út? „Í fyrsta lagi er það auðvitað tekjuskattskerfið sem er óréttlátt með færri skattþrepum. Það kemur sér best fyrir þá sem eru með mest handa á milli,“ svarar hún. Gert sé ráð fyrir að sjúklingar haldi áfram að greiða allt of stóran hlut af heilbrigðisþjónustunni næstu fimm árin og áfram eigi þeir sem eingöngu lifa af bótum Tryggingastofnunar að njóta verri kjara en lægstu launa. „Síðan er áfram gert ráð fyrir fjöldatakmörkunum í framhaldsskólunum og endurskoðun barnabótanna gerir enn ráð fyrir að barnabætur verði einhvers konar fátækrastyrkur. Færist þá enn fjær kerfinu eins og það er á hinum Norðurlöndunum,“ segir Oddný. Hún sakni þess að sjá ekki áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Aðeins sé talað um þrjú ný hjúkrunarheimili sem reyndar hafi þegar verið ákveðin. Þá sé lítið hugað að stoðum eins og vegakerfinu sem sé að láta undan ágangi ferðamanna. „Þar er aðeins gert ráð fyrir að gistináttagjald hækki úr hundrað kalli upp í þrjú hundruð krónur. Það gerir ekki neitt,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá sé ekkert rætt um eina stærstu forsendu fjármálastefnunnar. „Það er nú ein breyta þarna sem skiptir okkur mjög miklu máli sem er gengi krónunnar. Í þessari áætlun til fimm ára er gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist eins og það er núna. Það breytist ekki neitt,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára eigi ekki að nýta bættan hag til að auka jöfnuð í samfélaginu heldur þvert á móti bæta í hann á sumum sviðum. Ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegri uppbyggingu innviða sem tengjast ferðaþjónustunni og að reiknað sé með að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára gerir ráð fyrir tug milljarða útgjöldum til ýmissa stórra og nauðsynlegra verkefna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur þó rétt að menn gangi hægt um gleðinnar dyr og segir að ýmsar forsendur geti breyst. „Svo verðum við alltaf að muna að við erum líka háð ytri aðstæðum eins og olíuverði og þróun viðskiptakjara og viðskiptamörkuðum okkar. En svona horfa spárnar við okkur í dag og það er þess vegna mjög bjart fram undan,“ sagði Bjarni að loknum fundi með fréttamönnum í gær. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar segir gott að langtíma fjármálaáætlun stjórnvalda sé loks komin fram. „En mér finnst helstu tíðindin vera þau að ekki á að nýta bættan hag ríkissjóðs til að auka jöfnuð í samfélaginu. Heldur mikið frekar viðhalda honum og bæta í hann á sumum sviðum,“ segir Oddný.Hvernig sérðu það út? „Í fyrsta lagi er það auðvitað tekjuskattskerfið sem er óréttlátt með færri skattþrepum. Það kemur sér best fyrir þá sem eru með mest handa á milli,“ svarar hún. Gert sé ráð fyrir að sjúklingar haldi áfram að greiða allt of stóran hlut af heilbrigðisþjónustunni næstu fimm árin og áfram eigi þeir sem eingöngu lifa af bótum Tryggingastofnunar að njóta verri kjara en lægstu launa. „Síðan er áfram gert ráð fyrir fjöldatakmörkunum í framhaldsskólunum og endurskoðun barnabótanna gerir enn ráð fyrir að barnabætur verði einhvers konar fátækrastyrkur. Færist þá enn fjær kerfinu eins og það er á hinum Norðurlöndunum,“ segir Oddný. Hún sakni þess að sjá ekki áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Aðeins sé talað um þrjú ný hjúkrunarheimili sem reyndar hafi þegar verið ákveðin. Þá sé lítið hugað að stoðum eins og vegakerfinu sem sé að láta undan ágangi ferðamanna. „Þar er aðeins gert ráð fyrir að gistináttagjald hækki úr hundrað kalli upp í þrjú hundruð krónur. Það gerir ekki neitt,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá sé ekkert rætt um eina stærstu forsendu fjármálastefnunnar. „Það er nú ein breyta þarna sem skiptir okkur mjög miklu máli sem er gengi krónunnar. Í þessari áætlun til fimm ára er gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist eins og það er núna. Það breytist ekki neitt,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira