Samtakamáttur lífeyrissjóðanna Bolli Héðinsson skrifar 20. apríl 2016 09:30 Þora lífeyrissjóðirnir að beita samtakamætti sínum? Sem meirihlutaeigendur í flestum stærri fyrirtækjum landsins gefst lífeyrissjóðum færi á að nýta þann mátt til framfara sem eignarhaldið færir þeim. Eins og til lífeyrissjóðanna er stofnað, sem sjóða til að tryggja launafólki lífeyri, þá hafa þeir skyldum að gegna þ. á m. að koma böndum á ofurlaun og kaupauka þeirra hálaunamanna sem þeir ráða til starfa í fyrirtækjum í eigu sjóðanna. Eins og málum háttar nú eru stjórnir fyrirtækjanna oftar en ekki leiksoppar heimaríkra stjórnenda sem ná sínu fram vegna samráðsleysis eigendanna, lífeyrissjóðanna. Launafólk býr við þær aðstæður að Samtök atvinnulífsins semja um kaup og kjör við launamenn. Þegar kemur að stjórnendum og möguleikum til að koma böndum á ofurlaun stjórnenda í fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða íslensks launafólks þá skortir aftur á móti allt samráð. Með „kjararáði“ væri verið að beita sömu aðferðum gagnvart stjórnendum og beitt er nú gagnvart venjulegu launafólki. „Kjararáð lífeyrissjóðanna“ gæti verið sjálfstæð nefnd sem lífeyrissjóðirnir stofnuðu til og starfaði með svipuðum hætti og hin opinbera kjaranefnd ríkisins starfar nú, sem ákvarðar kaup og kjör æðstu embættismanna ríkisins. Kjararáðið yrði einfaldlega tæki sem lífeyrissjóðunum byðist til að auðvelda samræmda launaákvörðun stjórnenda í fyrirtækjum í þeirra eigu. Eftir að bankar í eigu ríkisins voru hlutafélagavæddir um síðustu aldamót þá hófst strax sjálftaka stjórnenda þeirra. Þeir sem höfðu uppi mótbárur lyppuðust hins vegar fljótlega niður þegar stjórnendurnir sögðu „þetta tíðkast víða erlendis“! Þar með hófst sú veisla á kostnað þjóðarinnar, sem lauk svo eftirminnilega á haustdögum 2008. Fulltrúar vinnuveitenda í stjórnum sjóðanna hljóta að taka þessari hugmynd opnum örmum því þeir eru tilnefndir af samtökum sem bjóða launþegum einungis samræmdar launahækkanir. Þeir hljóta að taka því fagnandi að fá með kjararáðinu tæki upp í hendurnar til að láta sama ganga yfir stjórnendur og nú gildir um launþega. Sjálfsagt er að kjararáðið bjóði öðrum að færa sér í nyt þjónustu þess. Einboðið væri að Bankasýsla ríkisins notfærði sér þjónustu kjararáðsins sem leið til að brjótast út úr þeim vítahring launahækkana stjórnenda sem fyrirtæki lífeyrissjóðanna, Bankasýslunnar og fleiri eru föst í. Spurningin er munu eigendurnir (lífeyrissjóðirnir) þora að taka slaginn við ráðríka stjórnendur í þeim fyrirtækjum sem þeir eiga nú þegar og eiga eftir að eignast síðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þora lífeyrissjóðirnir að beita samtakamætti sínum? Sem meirihlutaeigendur í flestum stærri fyrirtækjum landsins gefst lífeyrissjóðum færi á að nýta þann mátt til framfara sem eignarhaldið færir þeim. Eins og til lífeyrissjóðanna er stofnað, sem sjóða til að tryggja launafólki lífeyri, þá hafa þeir skyldum að gegna þ. á m. að koma böndum á ofurlaun og kaupauka þeirra hálaunamanna sem þeir ráða til starfa í fyrirtækjum í eigu sjóðanna. Eins og málum háttar nú eru stjórnir fyrirtækjanna oftar en ekki leiksoppar heimaríkra stjórnenda sem ná sínu fram vegna samráðsleysis eigendanna, lífeyrissjóðanna. Launafólk býr við þær aðstæður að Samtök atvinnulífsins semja um kaup og kjör við launamenn. Þegar kemur að stjórnendum og möguleikum til að koma böndum á ofurlaun stjórnenda í fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða íslensks launafólks þá skortir aftur á móti allt samráð. Með „kjararáði“ væri verið að beita sömu aðferðum gagnvart stjórnendum og beitt er nú gagnvart venjulegu launafólki. „Kjararáð lífeyrissjóðanna“ gæti verið sjálfstæð nefnd sem lífeyrissjóðirnir stofnuðu til og starfaði með svipuðum hætti og hin opinbera kjaranefnd ríkisins starfar nú, sem ákvarðar kaup og kjör æðstu embættismanna ríkisins. Kjararáðið yrði einfaldlega tæki sem lífeyrissjóðunum byðist til að auðvelda samræmda launaákvörðun stjórnenda í fyrirtækjum í þeirra eigu. Eftir að bankar í eigu ríkisins voru hlutafélagavæddir um síðustu aldamót þá hófst strax sjálftaka stjórnenda þeirra. Þeir sem höfðu uppi mótbárur lyppuðust hins vegar fljótlega niður þegar stjórnendurnir sögðu „þetta tíðkast víða erlendis“! Þar með hófst sú veisla á kostnað þjóðarinnar, sem lauk svo eftirminnilega á haustdögum 2008. Fulltrúar vinnuveitenda í stjórnum sjóðanna hljóta að taka þessari hugmynd opnum örmum því þeir eru tilnefndir af samtökum sem bjóða launþegum einungis samræmdar launahækkanir. Þeir hljóta að taka því fagnandi að fá með kjararáðinu tæki upp í hendurnar til að láta sama ganga yfir stjórnendur og nú gildir um launþega. Sjálfsagt er að kjararáðið bjóði öðrum að færa sér í nyt þjónustu þess. Einboðið væri að Bankasýsla ríkisins notfærði sér þjónustu kjararáðsins sem leið til að brjótast út úr þeim vítahring launahækkana stjórnenda sem fyrirtæki lífeyrissjóðanna, Bankasýslunnar og fleiri eru föst í. Spurningin er munu eigendurnir (lífeyrissjóðirnir) þora að taka slaginn við ráðríka stjórnendur í þeim fyrirtækjum sem þeir eiga nú þegar og eiga eftir að eignast síðar?
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar