Samtakamáttur lífeyrissjóðanna Bolli Héðinsson skrifar 20. apríl 2016 09:30 Þora lífeyrissjóðirnir að beita samtakamætti sínum? Sem meirihlutaeigendur í flestum stærri fyrirtækjum landsins gefst lífeyrissjóðum færi á að nýta þann mátt til framfara sem eignarhaldið færir þeim. Eins og til lífeyrissjóðanna er stofnað, sem sjóða til að tryggja launafólki lífeyri, þá hafa þeir skyldum að gegna þ. á m. að koma böndum á ofurlaun og kaupauka þeirra hálaunamanna sem þeir ráða til starfa í fyrirtækjum í eigu sjóðanna. Eins og málum háttar nú eru stjórnir fyrirtækjanna oftar en ekki leiksoppar heimaríkra stjórnenda sem ná sínu fram vegna samráðsleysis eigendanna, lífeyrissjóðanna. Launafólk býr við þær aðstæður að Samtök atvinnulífsins semja um kaup og kjör við launamenn. Þegar kemur að stjórnendum og möguleikum til að koma böndum á ofurlaun stjórnenda í fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða íslensks launafólks þá skortir aftur á móti allt samráð. Með „kjararáði“ væri verið að beita sömu aðferðum gagnvart stjórnendum og beitt er nú gagnvart venjulegu launafólki. „Kjararáð lífeyrissjóðanna“ gæti verið sjálfstæð nefnd sem lífeyrissjóðirnir stofnuðu til og starfaði með svipuðum hætti og hin opinbera kjaranefnd ríkisins starfar nú, sem ákvarðar kaup og kjör æðstu embættismanna ríkisins. Kjararáðið yrði einfaldlega tæki sem lífeyrissjóðunum byðist til að auðvelda samræmda launaákvörðun stjórnenda í fyrirtækjum í þeirra eigu. Eftir að bankar í eigu ríkisins voru hlutafélagavæddir um síðustu aldamót þá hófst strax sjálftaka stjórnenda þeirra. Þeir sem höfðu uppi mótbárur lyppuðust hins vegar fljótlega niður þegar stjórnendurnir sögðu „þetta tíðkast víða erlendis“! Þar með hófst sú veisla á kostnað þjóðarinnar, sem lauk svo eftirminnilega á haustdögum 2008. Fulltrúar vinnuveitenda í stjórnum sjóðanna hljóta að taka þessari hugmynd opnum örmum því þeir eru tilnefndir af samtökum sem bjóða launþegum einungis samræmdar launahækkanir. Þeir hljóta að taka því fagnandi að fá með kjararáðinu tæki upp í hendurnar til að láta sama ganga yfir stjórnendur og nú gildir um launþega. Sjálfsagt er að kjararáðið bjóði öðrum að færa sér í nyt þjónustu þess. Einboðið væri að Bankasýsla ríkisins notfærði sér þjónustu kjararáðsins sem leið til að brjótast út úr þeim vítahring launahækkana stjórnenda sem fyrirtæki lífeyrissjóðanna, Bankasýslunnar og fleiri eru föst í. Spurningin er munu eigendurnir (lífeyrissjóðirnir) þora að taka slaginn við ráðríka stjórnendur í þeim fyrirtækjum sem þeir eiga nú þegar og eiga eftir að eignast síðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þora lífeyrissjóðirnir að beita samtakamætti sínum? Sem meirihlutaeigendur í flestum stærri fyrirtækjum landsins gefst lífeyrissjóðum færi á að nýta þann mátt til framfara sem eignarhaldið færir þeim. Eins og til lífeyrissjóðanna er stofnað, sem sjóða til að tryggja launafólki lífeyri, þá hafa þeir skyldum að gegna þ. á m. að koma böndum á ofurlaun og kaupauka þeirra hálaunamanna sem þeir ráða til starfa í fyrirtækjum í eigu sjóðanna. Eins og málum háttar nú eru stjórnir fyrirtækjanna oftar en ekki leiksoppar heimaríkra stjórnenda sem ná sínu fram vegna samráðsleysis eigendanna, lífeyrissjóðanna. Launafólk býr við þær aðstæður að Samtök atvinnulífsins semja um kaup og kjör við launamenn. Þegar kemur að stjórnendum og möguleikum til að koma böndum á ofurlaun stjórnenda í fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða íslensks launafólks þá skortir aftur á móti allt samráð. Með „kjararáði“ væri verið að beita sömu aðferðum gagnvart stjórnendum og beitt er nú gagnvart venjulegu launafólki. „Kjararáð lífeyrissjóðanna“ gæti verið sjálfstæð nefnd sem lífeyrissjóðirnir stofnuðu til og starfaði með svipuðum hætti og hin opinbera kjaranefnd ríkisins starfar nú, sem ákvarðar kaup og kjör æðstu embættismanna ríkisins. Kjararáðið yrði einfaldlega tæki sem lífeyrissjóðunum byðist til að auðvelda samræmda launaákvörðun stjórnenda í fyrirtækjum í þeirra eigu. Eftir að bankar í eigu ríkisins voru hlutafélagavæddir um síðustu aldamót þá hófst strax sjálftaka stjórnenda þeirra. Þeir sem höfðu uppi mótbárur lyppuðust hins vegar fljótlega niður þegar stjórnendurnir sögðu „þetta tíðkast víða erlendis“! Þar með hófst sú veisla á kostnað þjóðarinnar, sem lauk svo eftirminnilega á haustdögum 2008. Fulltrúar vinnuveitenda í stjórnum sjóðanna hljóta að taka þessari hugmynd opnum örmum því þeir eru tilnefndir af samtökum sem bjóða launþegum einungis samræmdar launahækkanir. Þeir hljóta að taka því fagnandi að fá með kjararáðinu tæki upp í hendurnar til að láta sama ganga yfir stjórnendur og nú gildir um launþega. Sjálfsagt er að kjararáðið bjóði öðrum að færa sér í nyt þjónustu þess. Einboðið væri að Bankasýsla ríkisins notfærði sér þjónustu kjararáðsins sem leið til að brjótast út úr þeim vítahring launahækkana stjórnenda sem fyrirtæki lífeyrissjóðanna, Bankasýslunnar og fleiri eru föst í. Spurningin er munu eigendurnir (lífeyrissjóðirnir) þora að taka slaginn við ráðríka stjórnendur í þeim fyrirtækjum sem þeir eiga nú þegar og eiga eftir að eignast síðar?
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar