Ferja mat og lyf til 120 þúsund óbreyttra borgara í Sýrlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. apríl 2016 07:00 Fjölmargir Sýrlendingar eru svangir og særðir vegna borgarastyrjaldarinnar sem ríkir í landinu. Þetta hús í borginni Douma hrundi eftir loftárásir hers ríkisstjórnar Bashar al-Assad. Nordicphotos/AFP Bílalest Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem telur 65 vörubíla, kom í gær til stríðshrjáðu borgarinnar Rastan í Sýrlandi. Um borð í bílunum eru lyf og matur fyrir um 120 þúsund óbreytta borgara. Lestin er sú fyrsta á vegum samtakanna til að komast til borgarinnar frá árinu 2012 og hefur vopnahléið sem hefur verið við lýði í landinu frá því í febrúar gert hjálparsamtökum auðveldara fyrir. Talsmaður alþjóðahreyfingar Rauða krossins, Pawel Krzysiek, segir matvæli, lyf, hveiti og búnað til að gera við vatnslagnir borgarinnar í bílalestinni. „Við bindum vonir við að þetta sé aðeins ein af mörgum bílalestum sem á eftir að koma hingað, ekki aðeins til Rastan heldur einnig til annarra stríðshrjáðra borga í Sýrlandi,“ sagði Krzysiek á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði Krzysiek að samtökin hygðust leggja mat á innviði Rastan sem og þarfir borgaranna, sem hafa tvöfaldast vegna fjölda flóttamanna sem þar eru. Uppreisnarmenn fara nú með völdin í borginni, sem er um tuttugu kílómetrum frá borginni Homs, og hefur hún verið skotmark loftárása stjórnarhers Bashar al-Assad undanfarna daga. Á meðan heldur áfram að fjara undan friðarviðræðum, sem eiga sér nú stað milli uppreisnarmanna og ríkisstjórnarinnar í Genf í Sviss, og vopnahléinu sömuleiðis. Stærsta fylking uppreisnarmanna dró sig úr friðarviðræðunum á þriðjudag og sakaði hún ríkisstjórnarherinn um að brjóta gegn vopnahléssamkomulaginu. Síðustu tvær vikur hefur ríkisstjórnin hins vegar sakað uppreisnarmennina um að brjóta vopnahléið með því að berjast við hlið hryðjuverkasamtaka í kring um borgina Aleppo. Hryðjuverkasamtök á borð við Al-Nusra og Íslamska ríkið voru ekki hluti af vopnahléinu. Uppreisnarmenn hafa hafnað þeim ásökunum og sagst vera að verjast árásum hryðjuverkasamtakanna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, Maria Zakharova, hefur varað uppreisnarmenn við því að draga sig út úr friðarviðræðunum en Rússar eru einn helsti bandamaður ríkisstjórnar Assad. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær sagði hún ákvörðun uppreisnarmanna hættulega því hún gæti leitt til allsherjarátaka í landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira
Bílalest Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem telur 65 vörubíla, kom í gær til stríðshrjáðu borgarinnar Rastan í Sýrlandi. Um borð í bílunum eru lyf og matur fyrir um 120 þúsund óbreytta borgara. Lestin er sú fyrsta á vegum samtakanna til að komast til borgarinnar frá árinu 2012 og hefur vopnahléið sem hefur verið við lýði í landinu frá því í febrúar gert hjálparsamtökum auðveldara fyrir. Talsmaður alþjóðahreyfingar Rauða krossins, Pawel Krzysiek, segir matvæli, lyf, hveiti og búnað til að gera við vatnslagnir borgarinnar í bílalestinni. „Við bindum vonir við að þetta sé aðeins ein af mörgum bílalestum sem á eftir að koma hingað, ekki aðeins til Rastan heldur einnig til annarra stríðshrjáðra borga í Sýrlandi,“ sagði Krzysiek á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði Krzysiek að samtökin hygðust leggja mat á innviði Rastan sem og þarfir borgaranna, sem hafa tvöfaldast vegna fjölda flóttamanna sem þar eru. Uppreisnarmenn fara nú með völdin í borginni, sem er um tuttugu kílómetrum frá borginni Homs, og hefur hún verið skotmark loftárása stjórnarhers Bashar al-Assad undanfarna daga. Á meðan heldur áfram að fjara undan friðarviðræðum, sem eiga sér nú stað milli uppreisnarmanna og ríkisstjórnarinnar í Genf í Sviss, og vopnahléinu sömuleiðis. Stærsta fylking uppreisnarmanna dró sig úr friðarviðræðunum á þriðjudag og sakaði hún ríkisstjórnarherinn um að brjóta gegn vopnahléssamkomulaginu. Síðustu tvær vikur hefur ríkisstjórnin hins vegar sakað uppreisnarmennina um að brjóta vopnahléið með því að berjast við hlið hryðjuverkasamtaka í kring um borgina Aleppo. Hryðjuverkasamtök á borð við Al-Nusra og Íslamska ríkið voru ekki hluti af vopnahléinu. Uppreisnarmenn hafa hafnað þeim ásökunum og sagst vera að verjast árásum hryðjuverkasamtakanna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, Maria Zakharova, hefur varað uppreisnarmenn við því að draga sig út úr friðarviðræðunum en Rússar eru einn helsti bandamaður ríkisstjórnar Assad. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær sagði hún ákvörðun uppreisnarmanna hættulega því hún gæti leitt til allsherjarátaka í landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira