Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 08:58 Andri Snær sagði framboð hans hafa átt von á ýmsu óvæntu þegar í ljós kom að Ólafur Ragnar hefði ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta í sjötta skiptið. visir/valli Andri Snær Magnason, rithöfundur og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, fer nokkuð mikinn í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir lýðræðið virka vegna þess að kjarni þess sé óvissan. „Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.“ Andri Snær segir Íslendinga hafa kallað ýmislegt yfir sig í leit að öryggi. Þar með talið lán og leiðréttingar, og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. „Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“Andri Snær segir óvissu um hlutverk og vald forseta Íslands kalla á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið sé ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þurfi að berjast fyrir og mikilvæg embætti megi ekki verða persónulegt lén einstaklinga.„Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.“Greinina í heild má lesa hér. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
Andri Snær Magnason, rithöfundur og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, fer nokkuð mikinn í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir lýðræðið virka vegna þess að kjarni þess sé óvissan. „Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.“ Andri Snær segir Íslendinga hafa kallað ýmislegt yfir sig í leit að öryggi. Þar með talið lán og leiðréttingar, og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. „Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“Andri Snær segir óvissu um hlutverk og vald forseta Íslands kalla á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið sé ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þurfi að berjast fyrir og mikilvæg embætti megi ekki verða persónulegt lén einstaklinga.„Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.“Greinina í heild má lesa hér.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira