Að fanga hversdagsleikann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2016 09:45 Langskemmtilegast er að teikna beint á staðnum ef veður leyfir,” segir Elín Elísabet. Vísir/Pjetur „Haustið 2011 vantaði mig og vinkonu mína vinnu í mánuð. Við hringdum í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra því okkur fannst nafnið á fyrirtækinu svo heimilislegt. Vorum ráðnar og ég hef snúið þangað á hverju ári síðan til að vinna því það er allt heimilislegt í þessu þorpi,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir um ást sína Borgarfirði eystra.Nú er Elín að leggja lokahönd á bókina Onyfir með nýjum teikingum að austan og er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund. Titillinn vísar í málnotkun Borgfirðinga sem segja gjarnan onyfir (ofan yfir) þegar þeir ætla af Héraðinu aftur til sinna heimkynna. Bókin er lokaverkefni hennar frá teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík.„Ég fór austur í mars og er nýkomin til baka. Mér finnst langskemmtilegast að teikna á staðnum ef veðrið leyfir,“ segir hún og lýsir tempóinu í þorpinu. „Þó ég hafi stundum verið þar að vinna í fiski allan daginn finnst mér samt eins og ég sé í fríi, það er svo mikil ró yfir öllu. Þetta langaði mig að fanga með teikningunum - þennan sérstaka hversdagsleika á Borgarfirði eystra.“ Unnið í grásleppu í Fiskverkun Kalla Sveins.Þess má geta að Elín Elísabet verður með bókina og teikningar úr henni á útskriftarsýningunni í Myndlistaskólanum í Reykjavík sem verður opnuð 12. maí. Svo verður hún með sína eigin sýningu á Borgafirði eystra í lok júlí. Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Haustið 2011 vantaði mig og vinkonu mína vinnu í mánuð. Við hringdum í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra því okkur fannst nafnið á fyrirtækinu svo heimilislegt. Vorum ráðnar og ég hef snúið þangað á hverju ári síðan til að vinna því það er allt heimilislegt í þessu þorpi,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir um ást sína Borgarfirði eystra.Nú er Elín að leggja lokahönd á bókina Onyfir með nýjum teikingum að austan og er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund. Titillinn vísar í málnotkun Borgfirðinga sem segja gjarnan onyfir (ofan yfir) þegar þeir ætla af Héraðinu aftur til sinna heimkynna. Bókin er lokaverkefni hennar frá teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík.„Ég fór austur í mars og er nýkomin til baka. Mér finnst langskemmtilegast að teikna á staðnum ef veðrið leyfir,“ segir hún og lýsir tempóinu í þorpinu. „Þó ég hafi stundum verið þar að vinna í fiski allan daginn finnst mér samt eins og ég sé í fríi, það er svo mikil ró yfir öllu. Þetta langaði mig að fanga með teikningunum - þennan sérstaka hversdagsleika á Borgarfirði eystra.“ Unnið í grásleppu í Fiskverkun Kalla Sveins.Þess má geta að Elín Elísabet verður með bókina og teikningar úr henni á útskriftarsýningunni í Myndlistaskólanum í Reykjavík sem verður opnuð 12. maí. Svo verður hún með sína eigin sýningu á Borgafirði eystra í lok júlí.
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira