Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2016 10:58 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort að hann myndi bjóða sig fram til forseta. Hann segist hafa nægan tíma til að ákveða sig en hafi þó verið kominn á fremsta hlunn með að bjóða sig fram áður en að sitjandi forseti tilkynnti um framboð sitt. Guðni Th. var gestur Heimis Más Péturssonar á Sprengisandi á Bylgjunni og var spurður að því hvort að hann myndi bjóða sig fram. „Ég vil ekki tilkynna framboð núna en auðvitað útilokar maður ekkert. Stundum hefur maður nægan tíma og þá nýtir maður þann tíma,“ svaraði Guðni Th. sem óttast ekki að muni hann bjóða sig fram takist honum ekki að safna nægum undirskrifum í tæka tíð en skila þarf undirskriftum 1.500 kosningabærra manna fyrir 20. maí. Guðni segir jafnframt að hann hafi undanfarna daga fundið fyrir miklum stuðningi og fengið fjölda af áskorunum um að fara fram, bæði frá vinum og vandamönnum en jafnframt frá ókunnugu fólki. „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram, auðvitað fyrst og fremst vinir og samherjar,“ segir Guðni. „Svo er það fólk út um allt land sem ég hef aldrei hitt áður.“Var nánast búinn að ákveða að fara fram Guðni segist nánast hafa verið búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram á sunnudeginum áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Guðni segir að við ákvörðun forseta hafi aðstæður breyst verulega. „Ég var kominn á fremsta hlunn með að láta slag standa og við höfðum rætt þetta fram og til baka,“ segir Guðni. „Það segir sig hinvegar sjálft að landslagið breytist daginn eftir þegar Ólafur tilkynnir framboð sitt. Það er meira en að segja það að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta.“ Guðni segir að erfitt sé að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, hann hafi alltaf ákveðið forskot. Bjóði hann sig fram segist hann þó ekki óttast þetta forskot Ólafs Ragnars og að áskorunin yrði skemmtileg. „Það hafa aldrei verið sagðar sögur af þeim sem ganga niður hlíðina. Það eru sagðar sögur af þeim sem sækja á brattann,“ segir Guðni. „Að vissu leyti yrði það fjörlega og meira ögrandi að hafa forseta með í slagnum.“Segir jafnvel dyggustu stuðningsmenn forseta efins um útspil hans Guðni Th. tekur ekki undir þær raddir sem líkja þaulsetu Ólafs Ragnars á forsetastóli við setu einræðisherra á borð við Lukashenko í Hvíta-Rússlandi eða Robert Mugabe í Simbabve og bendir hann á að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið kjörinn í lýðræðislegum kosningum. Hann gerir þó athugasemdir við ákveðin látalæti í forsetanum og að hann hafi áður verið búinn að gefa út að hann myndi láta af embætti. „Það er ekkert óeðlilegt við það að sitjandi forseti bjóði sig fram til endurkjörs. Það er hinsvegar hitt að hann er búinn að segja áður að það væri fullkomnlega óeðlilegt að sitja svona lengi í embætti,“ segir Guðni og bætti við að Ólafur Ragnar hefði sagt í formlegu nýársávarpi að hann myndi láta af embætti. „Það eru þessi látalæti í honum. Árið 2012 var hægt að taka undir rök hans um að það væri vindasamt í stjórnmálum, það var Icesave og það var ESB,“ segir Guðni. „Núna er þetta ekki svona og ég finn að jafnvel dyggustu stuðningsmenn Ólafs Ragnas eru efins yfir þessu útspili.“ Guðni segir þó að fari hann fram muni ekki þurfa að hringja á vælubílinn fyrir sig. Færi hann fram myndi hann halda sína eigin kosninabaráttu án þess að einblína á Ólaf Ragnar. „Ef ég fer fram þá er þetta ekkert mál. Það þarf ekkert að hringja í vælubílinn fyrir mig. Þá er þetta bara liðin tíð. Forsetaefni sem hefur hug að því að fara í framboð hefur ekkert upp á sig að kvarta undan því sem aðrir gera. Þeir þurfa að leggja fram sína eigin sýn á embættið.“Forseti á að hlusta frekar en að tala En hvernig forseti yrði Guðni? „Mín sýn á embættið er þannig að forseti á að miðla málum þegar á þarf að halda, vera fastur fyrir þegar á þarf að halda og hlusta, frekar en að tala,“ segir Guðni. Guðni Th. var gestur Heimis Más Péturssnar á Sprengisandi á Bylgjunni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort að hann myndi bjóða sig fram til forseta. Hann segist hafa nægan tíma til að ákveða sig en hafi þó verið kominn á fremsta hlunn með að bjóða sig fram áður en að sitjandi forseti tilkynnti um framboð sitt. Guðni Th. var gestur Heimis Más Péturssonar á Sprengisandi á Bylgjunni og var spurður að því hvort að hann myndi bjóða sig fram. „Ég vil ekki tilkynna framboð núna en auðvitað útilokar maður ekkert. Stundum hefur maður nægan tíma og þá nýtir maður þann tíma,“ svaraði Guðni Th. sem óttast ekki að muni hann bjóða sig fram takist honum ekki að safna nægum undirskrifum í tæka tíð en skila þarf undirskriftum 1.500 kosningabærra manna fyrir 20. maí. Guðni segir jafnframt að hann hafi undanfarna daga fundið fyrir miklum stuðningi og fengið fjölda af áskorunum um að fara fram, bæði frá vinum og vandamönnum en jafnframt frá ókunnugu fólki. „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram, auðvitað fyrst og fremst vinir og samherjar,“ segir Guðni. „Svo er það fólk út um allt land sem ég hef aldrei hitt áður.“Var nánast búinn að ákveða að fara fram Guðni segist nánast hafa verið búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram á sunnudeginum áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Guðni segir að við ákvörðun forseta hafi aðstæður breyst verulega. „Ég var kominn á fremsta hlunn með að láta slag standa og við höfðum rætt þetta fram og til baka,“ segir Guðni. „Það segir sig hinvegar sjálft að landslagið breytist daginn eftir þegar Ólafur tilkynnir framboð sitt. Það er meira en að segja það að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta.“ Guðni segir að erfitt sé að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, hann hafi alltaf ákveðið forskot. Bjóði hann sig fram segist hann þó ekki óttast þetta forskot Ólafs Ragnars og að áskorunin yrði skemmtileg. „Það hafa aldrei verið sagðar sögur af þeim sem ganga niður hlíðina. Það eru sagðar sögur af þeim sem sækja á brattann,“ segir Guðni. „Að vissu leyti yrði það fjörlega og meira ögrandi að hafa forseta með í slagnum.“Segir jafnvel dyggustu stuðningsmenn forseta efins um útspil hans Guðni Th. tekur ekki undir þær raddir sem líkja þaulsetu Ólafs Ragnars á forsetastóli við setu einræðisherra á borð við Lukashenko í Hvíta-Rússlandi eða Robert Mugabe í Simbabve og bendir hann á að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið kjörinn í lýðræðislegum kosningum. Hann gerir þó athugasemdir við ákveðin látalæti í forsetanum og að hann hafi áður verið búinn að gefa út að hann myndi láta af embætti. „Það er ekkert óeðlilegt við það að sitjandi forseti bjóði sig fram til endurkjörs. Það er hinsvegar hitt að hann er búinn að segja áður að það væri fullkomnlega óeðlilegt að sitja svona lengi í embætti,“ segir Guðni og bætti við að Ólafur Ragnar hefði sagt í formlegu nýársávarpi að hann myndi láta af embætti. „Það eru þessi látalæti í honum. Árið 2012 var hægt að taka undir rök hans um að það væri vindasamt í stjórnmálum, það var Icesave og það var ESB,“ segir Guðni. „Núna er þetta ekki svona og ég finn að jafnvel dyggustu stuðningsmenn Ólafs Ragnas eru efins yfir þessu útspili.“ Guðni segir þó að fari hann fram muni ekki þurfa að hringja á vælubílinn fyrir sig. Færi hann fram myndi hann halda sína eigin kosninabaráttu án þess að einblína á Ólaf Ragnar. „Ef ég fer fram þá er þetta ekkert mál. Það þarf ekkert að hringja í vælubílinn fyrir mig. Þá er þetta bara liðin tíð. Forsetaefni sem hefur hug að því að fara í framboð hefur ekkert upp á sig að kvarta undan því sem aðrir gera. Þeir þurfa að leggja fram sína eigin sýn á embættið.“Forseti á að hlusta frekar en að tala En hvernig forseti yrði Guðni? „Mín sýn á embættið er þannig að forseti á að miðla málum þegar á þarf að halda, vera fastur fyrir þegar á þarf að halda og hlusta, frekar en að tala,“ segir Guðni. Guðni Th. var gestur Heimis Más Péturssnar á Sprengisandi á Bylgjunni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira