Yfir 1200 manns sótt um í nýjum tattúþætti á Stöð 2 Stefán Árni Pálsson skrifar 25. apríl 2016 15:00 Sigrún Ósk mun sjá um þáttinn. vísir „Við vorum bjartsýn á góð viðbrögð fyrirfram, en ég held að mér sé óhætt að segja að enginn hafi átt von á þessum rosalega fjölda umsókna,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónamaður Reykjavík Ink, sem hefjast á Stöð 2 í haust. Yfir 1200 manns hafa nú þegar sótt um að koma fram í þáttunum. Stöð 2 leitar að fólki sem hefur áhuga á því að fá sér nýtt húðflúr. Einstaklingum verður boðið að koma og fá nýtt húðflúr yfir gamalt flúr sem það er einhverra hluta vegna ekki ánægt með. Fólk sem hefur látið sig dreyma um að fá tattú yfir ör getur einnig sótt um þátttöku og síðan verður tveimur einstaklingum boðið að koma í þættina sem „auður strigi" og leyfa listamönnunum á Reykjavík Ink að ráða. „Þetta undirstrikar kannski hversu stór hópurinn er orðinn sem er með húðflúr og hefur áhuga á þeim. Hópurinn sem hefur sótt um er líka mjög fjölbreyttur. Þetta eru konur og karlar, allur aldur og fólk alls staðar að af landinu. Við erum enn að vinna okkur í gegnum þennan bunka en mér sýnist flestir vera að sækja um að fá nýtt húðflúr yfir eldra og sögurnar á bakvið eru margar hverjar ótrúlegar.“ Hún segir að ófáir hafa vaknað með tattú sem þeir mundu ekki eftir að hafa fengið sér og önnur hafi hreinlega misheppnast, eru skökk og skæld eða með stafsetningarvillum í.„Svo er stór hópur fólks sem fékk sér tattú meðan það var í óreglu en hefur breytt um lífsstíl og gamla flúrið minnir á vonda tíma. Jú og nöfn á fyrrverandi kærustum, það er líka eitthvað um þau. Við opnuðum auk þess á þann möguleika að fólk sem væri með ör sem það langaði að hylja með flúri gæti sótt um. Þar hafa hrannast inn umsóknir og við eigum eftir að fá valkvíða við að velja úr þar.“Enn er hægt að sækja um og rennur fresturinn út þann 9. maí Powered by Typeform Húðflúr Tengdar fréttir Leita að fólki sem langar í húðflúr Þættirnir Reykjavík Ink sýndir á Stöð 2 í haust. Leita að fólki sem vill fegra eldri húðflúr, fá húðflúr yfir ör eða vera auður strigi fyrir listmenn stofunnar. 18. apríl 2016 15:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira
„Við vorum bjartsýn á góð viðbrögð fyrirfram, en ég held að mér sé óhætt að segja að enginn hafi átt von á þessum rosalega fjölda umsókna,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónamaður Reykjavík Ink, sem hefjast á Stöð 2 í haust. Yfir 1200 manns hafa nú þegar sótt um að koma fram í þáttunum. Stöð 2 leitar að fólki sem hefur áhuga á því að fá sér nýtt húðflúr. Einstaklingum verður boðið að koma og fá nýtt húðflúr yfir gamalt flúr sem það er einhverra hluta vegna ekki ánægt með. Fólk sem hefur látið sig dreyma um að fá tattú yfir ör getur einnig sótt um þátttöku og síðan verður tveimur einstaklingum boðið að koma í þættina sem „auður strigi" og leyfa listamönnunum á Reykjavík Ink að ráða. „Þetta undirstrikar kannski hversu stór hópurinn er orðinn sem er með húðflúr og hefur áhuga á þeim. Hópurinn sem hefur sótt um er líka mjög fjölbreyttur. Þetta eru konur og karlar, allur aldur og fólk alls staðar að af landinu. Við erum enn að vinna okkur í gegnum þennan bunka en mér sýnist flestir vera að sækja um að fá nýtt húðflúr yfir eldra og sögurnar á bakvið eru margar hverjar ótrúlegar.“ Hún segir að ófáir hafa vaknað með tattú sem þeir mundu ekki eftir að hafa fengið sér og önnur hafi hreinlega misheppnast, eru skökk og skæld eða með stafsetningarvillum í.„Svo er stór hópur fólks sem fékk sér tattú meðan það var í óreglu en hefur breytt um lífsstíl og gamla flúrið minnir á vonda tíma. Jú og nöfn á fyrrverandi kærustum, það er líka eitthvað um þau. Við opnuðum auk þess á þann möguleika að fólk sem væri með ör sem það langaði að hylja með flúri gæti sótt um. Þar hafa hrannast inn umsóknir og við eigum eftir að fá valkvíða við að velja úr þar.“Enn er hægt að sækja um og rennur fresturinn út þann 9. maí Powered by Typeform
Húðflúr Tengdar fréttir Leita að fólki sem langar í húðflúr Þættirnir Reykjavík Ink sýndir á Stöð 2 í haust. Leita að fólki sem vill fegra eldri húðflúr, fá húðflúr yfir ör eða vera auður strigi fyrir listmenn stofunnar. 18. apríl 2016 15:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira
Leita að fólki sem langar í húðflúr Þættirnir Reykjavík Ink sýndir á Stöð 2 í haust. Leita að fólki sem vill fegra eldri húðflúr, fá húðflúr yfir ör eða vera auður strigi fyrir listmenn stofunnar. 18. apríl 2016 15:00