Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2016 16:03 Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, segist íhuga framboð til forseta Íslands alvarlega þessa dagana. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að konur skori í auknum mæli á hana. „Ég tek þetta alvarlega og mun íhuga þetta,“ segir Berglind sem nefnd hefur verið í umræðunni um mögulega forsetaframbjóðendur undanfarna mánuði. Hún tjáði sig um mögulegt framboð við RÚV fyrr í dag og segir mikla fjölgun í stuðningshópnum hafa ýtt henni undir feldinn fyrir alvöru. Berglind segist ekki ætla að gefa sér mikinn tíma til að velta málinu fyrir sér. Fjórar vikur eru í að skila þarf listum yfir stuðningsmenn og þar með staðfesta framboðið. Gengið verður að kjörborðinu laugardaginn 25. júní. Aðspurð hvort ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, að bjóða sig fram þvert á nýársávarp hans hafi eitthvað með málið að gera neitar hún fyrir það. Það sé fyrst og fremst fjöldi kvenna sem hafi leitað til hennar. „Það er það sem ég er að upplifa svona sterkt. Þetta er konur á ólíkum aldri, bæði úti á landi og fyrir sunnan. Það er það sem mér finnst einkenna þetta.“ Berglind lýkur störfum sem sendiherra Íslands í Frakklandi á árinu eftir fimm ára dvöl í París. Hún segir óvíst hvað taki við. Ákvörðun um framboð til forseta Íslands sé ekki auðveld og snerti alla fjölskylduna. Ákvörðunar sé þó að vænta á allra næstu dögum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, segist íhuga framboð til forseta Íslands alvarlega þessa dagana. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að konur skori í auknum mæli á hana. „Ég tek þetta alvarlega og mun íhuga þetta,“ segir Berglind sem nefnd hefur verið í umræðunni um mögulega forsetaframbjóðendur undanfarna mánuði. Hún tjáði sig um mögulegt framboð við RÚV fyrr í dag og segir mikla fjölgun í stuðningshópnum hafa ýtt henni undir feldinn fyrir alvöru. Berglind segist ekki ætla að gefa sér mikinn tíma til að velta málinu fyrir sér. Fjórar vikur eru í að skila þarf listum yfir stuðningsmenn og þar með staðfesta framboðið. Gengið verður að kjörborðinu laugardaginn 25. júní. Aðspurð hvort ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, að bjóða sig fram þvert á nýársávarp hans hafi eitthvað með málið að gera neitar hún fyrir það. Það sé fyrst og fremst fjöldi kvenna sem hafi leitað til hennar. „Það er það sem ég er að upplifa svona sterkt. Þetta er konur á ólíkum aldri, bæði úti á landi og fyrir sunnan. Það er það sem mér finnst einkenna þetta.“ Berglind lýkur störfum sem sendiherra Íslands í Frakklandi á árinu eftir fimm ára dvöl í París. Hún segir óvíst hvað taki við. Ákvörðun um framboð til forseta Íslands sé ekki auðveld og snerti alla fjölskylduna. Ákvörðunar sé þó að vænta á allra næstu dögum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira