Heilbrigðisráðherra segir núverandi greiðsluþátttökukerfi óréttlátt Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2016 11:36 Heilbrigðisráðherra segir lítið réttlæti felast í flóknu greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem nú sé við lýði og feli í sér að veikasta fólki geti lent í útgjöldum upp á hrundruð þúsunda. Öryrkjabandalagið þingar í dag frumvarp ráðherrans sem felur í sér breytingar til einföldunar á kerfinu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni. Samkvæmt því verður sett hámark á mánaðarlegar greiðslur sjúkratryggðra, heildargreiðslur á hverju ári yrðu aldrei meiri en 95 þúsund krónur og eitthvað lægri til eldri borgara og öryrkja. Í frumvarpinu eru jafnframt ákvæði varðandi þjónustustýringu heilbrigðiskerfisins sem miða að því að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Nýja kerfið mun leiða til aukinnar greiðsluþátttöku hjá sumum hópum sem nota heilbrigðiskerfið lítið en lækka greiðslur þeirra sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda. „Við getum alveg eins spurt hversu sanngjarnt er það að greiðslukerfi heilbrigðisþjónustunnar skipti tugum. Það hefur enginn heildarsýn yfir það. Við erum með okkar veikasta fólk að lenda í mörg hundruð þúsund króna kostnaði á ári við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Það er engin sanngirni fólgin í því og það er forgangsatriði í mínum huga að leiðrétt það og bæta stöðu þessa hóps umfram aðra,“ segir Kristján Þór. Breytingarnar muni einnig fela í sér að barnafjölskyldur beri ekki kostnaðinn af nýja kerfinu. Fyrsta skrefið sé að breyta kerfinu sjálfu sem sé flókið og geti leitt til mikils kostnaðar þeirra sem þurfa mikla heilbrigðisþjónustu. „Síðan skulum við ræða næstu skref sem lúta að fjármögnun greiðsluhlutans. Það er næsti áfangi,“ segir heilbrigðisráðherra. Það er náttúrlega þannig að þegar búið er að hækka gjöld er sjaldgæft að þau lækki aftur. Er þetta ekki hækkun sem er komin til að vera? „Nei það er ekkert sjaldséð að gjöld séu lækkuð. Það er langur vegur frá. Ég minni til dæmis á að gjöld sjúklinga fyrir sérfræðiþjónustu í landinu lækkuðu frá því að vera 42 prósent af kostnaði niður í að vera 29 prósent um áramótin 2013/2014. Þannig að það eru fordæmi fyrir slíku,“ segir Kristján Þór. Öryrkjabandalagið hefur boðað til málþings um þessi mál á Nordica hótelinu í dag þar sem kynnt verður skýrsla um heilbrigðiskostnað öryrkja en bandalagið hefur lýst áhyggjum af því að kostnaður sumra þeirra muni aukast með breytingunum. „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af því ef velferðarkerfið á íslandi er með þeim hætti að okkar veikasta fólk, okkar veikustu þegnar, eigi það á hættu í óbreyttu kerfi að lenda í hundruð þúsund króna útgjöldum. Þarna er um að ræða tíu þúsund manns í það minnsta,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir lítið réttlæti felast í flóknu greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem nú sé við lýði og feli í sér að veikasta fólki geti lent í útgjöldum upp á hrundruð þúsunda. Öryrkjabandalagið þingar í dag frumvarp ráðherrans sem felur í sér breytingar til einföldunar á kerfinu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni. Samkvæmt því verður sett hámark á mánaðarlegar greiðslur sjúkratryggðra, heildargreiðslur á hverju ári yrðu aldrei meiri en 95 þúsund krónur og eitthvað lægri til eldri borgara og öryrkja. Í frumvarpinu eru jafnframt ákvæði varðandi þjónustustýringu heilbrigðiskerfisins sem miða að því að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Nýja kerfið mun leiða til aukinnar greiðsluþátttöku hjá sumum hópum sem nota heilbrigðiskerfið lítið en lækka greiðslur þeirra sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda. „Við getum alveg eins spurt hversu sanngjarnt er það að greiðslukerfi heilbrigðisþjónustunnar skipti tugum. Það hefur enginn heildarsýn yfir það. Við erum með okkar veikasta fólk að lenda í mörg hundruð þúsund króna kostnaði á ári við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Það er engin sanngirni fólgin í því og það er forgangsatriði í mínum huga að leiðrétt það og bæta stöðu þessa hóps umfram aðra,“ segir Kristján Þór. Breytingarnar muni einnig fela í sér að barnafjölskyldur beri ekki kostnaðinn af nýja kerfinu. Fyrsta skrefið sé að breyta kerfinu sjálfu sem sé flókið og geti leitt til mikils kostnaðar þeirra sem þurfa mikla heilbrigðisþjónustu. „Síðan skulum við ræða næstu skref sem lúta að fjármögnun greiðsluhlutans. Það er næsti áfangi,“ segir heilbrigðisráðherra. Það er náttúrlega þannig að þegar búið er að hækka gjöld er sjaldgæft að þau lækki aftur. Er þetta ekki hækkun sem er komin til að vera? „Nei það er ekkert sjaldséð að gjöld séu lækkuð. Það er langur vegur frá. Ég minni til dæmis á að gjöld sjúklinga fyrir sérfræðiþjónustu í landinu lækkuðu frá því að vera 42 prósent af kostnaði niður í að vera 29 prósent um áramótin 2013/2014. Þannig að það eru fordæmi fyrir slíku,“ segir Kristján Þór. Öryrkjabandalagið hefur boðað til málþings um þessi mál á Nordica hótelinu í dag þar sem kynnt verður skýrsla um heilbrigðiskostnað öryrkja en bandalagið hefur lýst áhyggjum af því að kostnaður sumra þeirra muni aukast með breytingunum. „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af því ef velferðarkerfið á íslandi er með þeim hætti að okkar veikasta fólk, okkar veikustu þegnar, eigi það á hættu í óbreyttu kerfi að lenda í hundruð þúsund króna útgjöldum. Þarna er um að ræða tíu þúsund manns í það minnsta,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira