Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. Lýsa samtökin yfir þungum áhyggjum yfir þróun mála og skora á deiluaðila að ná sáttum.
Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til 7 í fyrramálið en Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Samtök Atvinnulífsins (SA) fyrir hönd Isavia standa nú í kjaraviðræðum.
„Það gengur ekki upp að fámennir hópar launþega geti valdið jafn miklum vandræðum og haft ferðaþjónustuna og samgöngur til og frá landinu í hendi sér í kjarabaráttu sinni,“ segir í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Í yfirlýsingunni segjr jafnframt að orðspor og ímynd Íslands sem áfangastað fyrir ferðamenn sé í húfi en mikilvægt sé að stöðugleiki ríki í samgöngum. Skora samtökin á samningsaðila beggja vegna borðsins að ná sá sáttum.
Viðræður á milli FÍF og SA fyrir hönd Isavia hafa staðið yfir frá því nóvember en viðræðunum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Hafa síðustu átta fundir verið haldnir undir stjórn ríkissáttasemjara, sá síðasti 26. apríl síðastliðinn.
Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra

Tengdar fréttir

Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll
Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið.

Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu
Flugumferðarstjórar í verkfalli.