Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2016 16:08 Engar flugferðir verða til og frá Keflavík í nótt vegna yfirvinnubannsins. Vísir/Pjetur Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá 21:00 í kvöld til 07:00 í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.Athygli vekur að ekkert kemur fram um breytingarnar á vef Keflavíkurflugvallar þegar þetta er skrifað. Þar er ekki annað að sjá en allar flugferðir á þessum tíma séu enn á áætlun. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að það megi væntanlega rekja til þess að upplýsingarnar hafi aðeins nýlega legið fyrir og flugfélögin að ráða ráðum sínum. Í tilkynningu frá Isavia segir að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt séu veikir og vegna yfirvinnubanns fáist ekki flugumferðarstjórar til afleysinga. Þetta mun ef að líkum lætur hafa áhrif á 24 flugferðir. Keðjuverkandi áhrif eru óumflýjanleg í svona ástandi að sögn Guðna og megi reikna með einhverjum seinkunum á morgunflugi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að flugfélagið sé að fara yfir málið.Umtalsverð áhrif á áætlun Annars vegar er um að ræða miðnæturflug til og frá Evrópu og svo morgunflug frá Norður-Ameríku til Keflavíkurflugvallar og frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu. Að auki mun þetta hafa umtalsverð áhrif til röskunar á áætlun flugfélaganna í framhaldinu. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Samtök Atvinnulífsins (SA) fyrir hönd Isavia standa nú í kjaraviðræðum og hefur þeim verið vísað til ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið yfir frá því í nóvember en síðustu átta fundir hafa verið haldnir undir stjórn Ríkissáttasemjara, sá síðasti 26. apríl síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur boðað næsta fund 9. maí. FÍF ákvað að setja á yfirvinnubann, en það hefur staðið yfir frá 6. apríl. Hingað til hefur það ekki haft mikil áhrif á áætlunarflug um íslenska flugvelli en þó nokkur áhrif á flug um íslenska flugstjórnarsvæðið. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá 21:00 í kvöld til 07:00 í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.Athygli vekur að ekkert kemur fram um breytingarnar á vef Keflavíkurflugvallar þegar þetta er skrifað. Þar er ekki annað að sjá en allar flugferðir á þessum tíma séu enn á áætlun. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að það megi væntanlega rekja til þess að upplýsingarnar hafi aðeins nýlega legið fyrir og flugfélögin að ráða ráðum sínum. Í tilkynningu frá Isavia segir að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt séu veikir og vegna yfirvinnubanns fáist ekki flugumferðarstjórar til afleysinga. Þetta mun ef að líkum lætur hafa áhrif á 24 flugferðir. Keðjuverkandi áhrif eru óumflýjanleg í svona ástandi að sögn Guðna og megi reikna með einhverjum seinkunum á morgunflugi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að flugfélagið sé að fara yfir málið.Umtalsverð áhrif á áætlun Annars vegar er um að ræða miðnæturflug til og frá Evrópu og svo morgunflug frá Norður-Ameríku til Keflavíkurflugvallar og frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu. Að auki mun þetta hafa umtalsverð áhrif til röskunar á áætlun flugfélaganna í framhaldinu. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Samtök Atvinnulífsins (SA) fyrir hönd Isavia standa nú í kjaraviðræðum og hefur þeim verið vísað til ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið yfir frá því í nóvember en síðustu átta fundir hafa verið haldnir undir stjórn Ríkissáttasemjara, sá síðasti 26. apríl síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur boðað næsta fund 9. maí. FÍF ákvað að setja á yfirvinnubann, en það hefur staðið yfir frá 6. apríl. Hingað til hefur það ekki haft mikil áhrif á áætlunarflug um íslenska flugvelli en þó nokkur áhrif á flug um íslenska flugstjórnarsvæðið.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira