Fjármálaráðherra boðar aukin framlög til heilbrigðismála á næstu árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. apríl 2016 16:28 Bjarni Benediktsson kynnti í dag fjármálastefnu ríkisins til næstu fimm ára. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálastefnu og fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, 2017 til 2021. Gert er ráð fyrir að hægt verði að auka svigrúm fyrir áherslumál á málasviðum ráðuneytanna um 42 milljarða á tímabilinu sem um ræðir. Fjármálaráðherra boðar aukin framlög til heilbrigðismála á næstu árum. Stefnan er lögð fram á grundvelli nýrra laga um opinber fjármál sem samþykkt voru á síðasta ári en í stefnunni eru sett fram markmið um afkomu og fjárhag ríkis og sveitarfélaga. Fjármálaáætlunin felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð ár hvert. Í kynningu Bjarna kom fram að staða ríkisfjármála hafi gjörbreyst frá árinu 2013, m.a. vegna uppgjörs slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja og lækkunar vaxtagjalda um 20 milljarða króna. Í áætlunni er gert ráð fyrir að mögulegt verði að byggja inn í áætlunina ýmis fjárfestingarverkefni sem hafa verið til skoðunar eða í undirbúningi undanfarin ár en ekki hefur verið talið mögulegt að fjármagna sökum hallareksturs í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Ekki er gert ráð yfir að fjármagna þurfi þessi verkefni með óreglulegum tímabundnum tekjum ríkissjóðs á borð við arðgreiðslur eða söluhagnað. Meðal þess sem gert er ráð fyrir eru aukin framlög til heilbrigðismála og er markmiðið að þau verði orðin ríflega 30 milljörðum króna hærri árið 2021 en nú. Þá er gert ráð fyrir að hækka hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði um 130 þúsund krónur á mánuði í 500 þúsund krónur í byrjun næsta árs. Þá er m.a. gert ráð fyrir að framlög til framhaldsskólastigsins vaxi um 3,2 milljarða króna að raunvirði frá og með árinu 2016 og til ársins 2021 og að ný Vestmannaeyjaferja verði byggð á tímabilinu sem um ræðir.Sjá má fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins hér en fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisins á árunum 2017 til 2021 má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálastefnu og fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, 2017 til 2021. Gert er ráð fyrir að hægt verði að auka svigrúm fyrir áherslumál á málasviðum ráðuneytanna um 42 milljarða á tímabilinu sem um ræðir. Fjármálaráðherra boðar aukin framlög til heilbrigðismála á næstu árum. Stefnan er lögð fram á grundvelli nýrra laga um opinber fjármál sem samþykkt voru á síðasta ári en í stefnunni eru sett fram markmið um afkomu og fjárhag ríkis og sveitarfélaga. Fjármálaáætlunin felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð ár hvert. Í kynningu Bjarna kom fram að staða ríkisfjármála hafi gjörbreyst frá árinu 2013, m.a. vegna uppgjörs slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja og lækkunar vaxtagjalda um 20 milljarða króna. Í áætlunni er gert ráð fyrir að mögulegt verði að byggja inn í áætlunina ýmis fjárfestingarverkefni sem hafa verið til skoðunar eða í undirbúningi undanfarin ár en ekki hefur verið talið mögulegt að fjármagna sökum hallareksturs í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Ekki er gert ráð yfir að fjármagna þurfi þessi verkefni með óreglulegum tímabundnum tekjum ríkissjóðs á borð við arðgreiðslur eða söluhagnað. Meðal þess sem gert er ráð fyrir eru aukin framlög til heilbrigðismála og er markmiðið að þau verði orðin ríflega 30 milljörðum króna hærri árið 2021 en nú. Þá er gert ráð fyrir að hækka hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði um 130 þúsund krónur á mánuði í 500 þúsund krónur í byrjun næsta árs. Þá er m.a. gert ráð fyrir að framlög til framhaldsskólastigsins vaxi um 3,2 milljarða króna að raunvirði frá og með árinu 2016 og til ársins 2021 og að ný Vestmannaeyjaferja verði byggð á tímabilinu sem um ræðir.Sjá má fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins hér en fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisins á árunum 2017 til 2021 má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira