Tugir milljarða til útgjaldaaukningar og framkvæmda á næstu fimm árum Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2016 19:36 Hægt verður að auka útgjöld til verkefna ráðuneyta um fjörutíu og tvo milljarða og til nýframkvæmda um 75 milljarða á næstu fimm árum samkvæmt nýrri fjármálastefnu og áætlun ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram á Alþingi í dag. Unnið hefur verið að því í tíð tveggja ríkisstjórna að þróa annars vegar fjármálastefnu og hins vegar fjármálaáætlun hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, til fimm ára, Málin voru lögð fyrir Alþingi í dag og segja forsætis- og fjármálaráðherra að samkvæmt þessum áætlunum sé hægt að styrkja innviði samfélagsins til mikils muna. Stóru tíðindin eru hvað þetta er gríðarlega jákvæð áætlun. Hún sýnir hvað við höfum lækkað skuldir ríkissjóðs gríðarlega mikið sem gefur okkur tækifæri á miklu fjárfestingum og mögulegum útgjöldum í innviðum sem sannarlega er kallað á. Í velferðarmálum, samgöngumálum og ýmsum öðrum brýnum verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Þetta séu raunhæfar áætlanir og byggi á hóflegri hagvaxtarspá. Þannig sé gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs verði um 20 milljörðum lægri undir lok tímabilsins árið 2021 en þær eru nú og skuldasöfnun ríkissjóðs verði stöðvuð. „Það eru horfur á að við höldum áfram að greiða niður skuldir og og sköpum með því og auknum tekjum út af hagvexti, svigrúm til að ráðast í risastór verkefni sem sum hver hafa setið á hakanum undanfarin ár. Ég nefni að við erum t.d. í fyrsta skipti að sýna fram á að við getum fjármagnað uppbyggingu sjúkrahússins, kaup á þyrlum, farið inn í velferðarmálin og gert betur hvort sem það er fæðingarorlof eða önnur réttindi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Ekki kosningavíxill ríkisstjórnarinnar Á næstu fimm árum gætu útgjöld ráðuneyta aukist um 42 milljarða til að styrkja ýmis verkefni og auka fjárfestingar um 75 milljarða á sama tíma og ríkisfjármálin komist í jafnvægi. Fjármálaráðherra segir ekki um kosningavíxil að ræða enda hafi verið unnið að þessari fyrstu áætlun í langan tíma. „Ég er mjög stoltur af því að koma hér fram með fjármálastefnu sem sýnir að við ætlum að nota þessar aðstæður til að halda áfram að greiða upp skuldir svo við getum staðið traustum fótum við að styrkja innviðina,“ segir Bjarni. Þetta er í fyrsta skipti sem langtímaáætlun sem þessi sem nær til fimm ára er lögð fram og nær bæði til fjármála ríkis og sveitarfélaga. En það er stutt til kosninga og þetta er kynnt á Þjóðminjasafni íslands. Spurningin er hvort þessar áætlanir rati beint þangað? „Nei það held ég alls ekki. Þegar þú horfir til framtíðar skaltu líka horfa aftur fyrir þig og byggja á sögunni. Við erum að sýna það hér í verki með þessari fjármálaáætlun hvað íslenskt samfélag getur verið öflugt. Hversu hratt er hægt að komast út úr kreppu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Hægt verður að auka útgjöld til verkefna ráðuneyta um fjörutíu og tvo milljarða og til nýframkvæmda um 75 milljarða á næstu fimm árum samkvæmt nýrri fjármálastefnu og áætlun ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram á Alþingi í dag. Unnið hefur verið að því í tíð tveggja ríkisstjórna að þróa annars vegar fjármálastefnu og hins vegar fjármálaáætlun hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, til fimm ára, Málin voru lögð fyrir Alþingi í dag og segja forsætis- og fjármálaráðherra að samkvæmt þessum áætlunum sé hægt að styrkja innviði samfélagsins til mikils muna. Stóru tíðindin eru hvað þetta er gríðarlega jákvæð áætlun. Hún sýnir hvað við höfum lækkað skuldir ríkissjóðs gríðarlega mikið sem gefur okkur tækifæri á miklu fjárfestingum og mögulegum útgjöldum í innviðum sem sannarlega er kallað á. Í velferðarmálum, samgöngumálum og ýmsum öðrum brýnum verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Þetta séu raunhæfar áætlanir og byggi á hóflegri hagvaxtarspá. Þannig sé gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs verði um 20 milljörðum lægri undir lok tímabilsins árið 2021 en þær eru nú og skuldasöfnun ríkissjóðs verði stöðvuð. „Það eru horfur á að við höldum áfram að greiða niður skuldir og og sköpum með því og auknum tekjum út af hagvexti, svigrúm til að ráðast í risastór verkefni sem sum hver hafa setið á hakanum undanfarin ár. Ég nefni að við erum t.d. í fyrsta skipti að sýna fram á að við getum fjármagnað uppbyggingu sjúkrahússins, kaup á þyrlum, farið inn í velferðarmálin og gert betur hvort sem það er fæðingarorlof eða önnur réttindi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Ekki kosningavíxill ríkisstjórnarinnar Á næstu fimm árum gætu útgjöld ráðuneyta aukist um 42 milljarða til að styrkja ýmis verkefni og auka fjárfestingar um 75 milljarða á sama tíma og ríkisfjármálin komist í jafnvægi. Fjármálaráðherra segir ekki um kosningavíxil að ræða enda hafi verið unnið að þessari fyrstu áætlun í langan tíma. „Ég er mjög stoltur af því að koma hér fram með fjármálastefnu sem sýnir að við ætlum að nota þessar aðstæður til að halda áfram að greiða upp skuldir svo við getum staðið traustum fótum við að styrkja innviðina,“ segir Bjarni. Þetta er í fyrsta skipti sem langtímaáætlun sem þessi sem nær til fimm ára er lögð fram og nær bæði til fjármála ríkis og sveitarfélaga. En það er stutt til kosninga og þetta er kynnt á Þjóðminjasafni íslands. Spurningin er hvort þessar áætlanir rati beint þangað? „Nei það held ég alls ekki. Þegar þú horfir til framtíðar skaltu líka horfa aftur fyrir þig og byggja á sögunni. Við erum að sýna það hér í verki með þessari fjármálaáætlun hvað íslenskt samfélag getur verið öflugt. Hversu hratt er hægt að komast út úr kreppu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira