Sigurður Ingi situr á fundi með stjórnarandstöðunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 09:48 Það var létt brúnin á forsætisráðherra þegar fundur hans með stjórnarandstöðunni var að hefjast í morgun. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar nú með forystumönnum stjórnarandstöðunnar í Stjórnarráðinu. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að dagsetning verði sett sem allra fyrst á kosningar í haust og að málalisti nýrrar ríkisstjórnar komi fram. Má ætla að fundurinn sé hugsaður til að fara yfir þessi mál en stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa gefið það út að kosningar verði í haust. Dagsetning þeirra liggur ekki fyrir en þær verða þó í síðasta lagi þann 27. október. Líklegra þykir reyndar að þær verði í september eða fyrri hluta október. Þingfundur er klukkan 13:30 í dag og hefst hann á óundirbúnum fyrirspurnum. Sigurður Ingi mun sitja fyrir svörum auk iðnaðar-og viðskiptaráðherra, félags-og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og umhverfis-og auðlindaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verður hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hann er í London á ráðstefnu Euromoney þar sem fjallað er um íslenskt efnahagslíf og Ísland sem fjárfestingakost. Þá verður fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einnig fjarverandi á þingi en hann er farinn í ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi, tók því sæti Sigmundar á þingi í gær. Í bréfi sem Sigmundur Davíð sendi Framsóknarmönnum í gær sagði hann að hann hyggist, að loknu fríi með konu sinni og barni, ferðast um landið og ræða stöðuna í samfélaginu við samflokksfólk sitt. Uppfært klukkan 10:51: Fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14 Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar nú með forystumönnum stjórnarandstöðunnar í Stjórnarráðinu. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að dagsetning verði sett sem allra fyrst á kosningar í haust og að málalisti nýrrar ríkisstjórnar komi fram. Má ætla að fundurinn sé hugsaður til að fara yfir þessi mál en stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa gefið það út að kosningar verði í haust. Dagsetning þeirra liggur ekki fyrir en þær verða þó í síðasta lagi þann 27. október. Líklegra þykir reyndar að þær verði í september eða fyrri hluta október. Þingfundur er klukkan 13:30 í dag og hefst hann á óundirbúnum fyrirspurnum. Sigurður Ingi mun sitja fyrir svörum auk iðnaðar-og viðskiptaráðherra, félags-og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og umhverfis-og auðlindaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verður hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hann er í London á ráðstefnu Euromoney þar sem fjallað er um íslenskt efnahagslíf og Ísland sem fjárfestingakost. Þá verður fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einnig fjarverandi á þingi en hann er farinn í ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi, tók því sæti Sigmundar á þingi í gær. Í bréfi sem Sigmundur Davíð sendi Framsóknarmönnum í gær sagði hann að hann hyggist, að loknu fríi með konu sinni og barni, ferðast um landið og ræða stöðuna í samfélaginu við samflokksfólk sitt. Uppfært klukkan 10:51: Fundinum lauk nú á ellefta tímanum.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14 Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14
Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43