Sigurður Ingi situr á fundi með stjórnarandstöðunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 09:48 Það var létt brúnin á forsætisráðherra þegar fundur hans með stjórnarandstöðunni var að hefjast í morgun. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar nú með forystumönnum stjórnarandstöðunnar í Stjórnarráðinu. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að dagsetning verði sett sem allra fyrst á kosningar í haust og að málalisti nýrrar ríkisstjórnar komi fram. Má ætla að fundurinn sé hugsaður til að fara yfir þessi mál en stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa gefið það út að kosningar verði í haust. Dagsetning þeirra liggur ekki fyrir en þær verða þó í síðasta lagi þann 27. október. Líklegra þykir reyndar að þær verði í september eða fyrri hluta október. Þingfundur er klukkan 13:30 í dag og hefst hann á óundirbúnum fyrirspurnum. Sigurður Ingi mun sitja fyrir svörum auk iðnaðar-og viðskiptaráðherra, félags-og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og umhverfis-og auðlindaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verður hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hann er í London á ráðstefnu Euromoney þar sem fjallað er um íslenskt efnahagslíf og Ísland sem fjárfestingakost. Þá verður fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einnig fjarverandi á þingi en hann er farinn í ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi, tók því sæti Sigmundar á þingi í gær. Í bréfi sem Sigmundur Davíð sendi Framsóknarmönnum í gær sagði hann að hann hyggist, að loknu fríi með konu sinni og barni, ferðast um landið og ræða stöðuna í samfélaginu við samflokksfólk sitt. Uppfært klukkan 10:51: Fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14 Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43 Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar nú með forystumönnum stjórnarandstöðunnar í Stjórnarráðinu. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að dagsetning verði sett sem allra fyrst á kosningar í haust og að málalisti nýrrar ríkisstjórnar komi fram. Má ætla að fundurinn sé hugsaður til að fara yfir þessi mál en stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa gefið það út að kosningar verði í haust. Dagsetning þeirra liggur ekki fyrir en þær verða þó í síðasta lagi þann 27. október. Líklegra þykir reyndar að þær verði í september eða fyrri hluta október. Þingfundur er klukkan 13:30 í dag og hefst hann á óundirbúnum fyrirspurnum. Sigurður Ingi mun sitja fyrir svörum auk iðnaðar-og viðskiptaráðherra, félags-og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og umhverfis-og auðlindaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verður hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hann er í London á ráðstefnu Euromoney þar sem fjallað er um íslenskt efnahagslíf og Ísland sem fjárfestingakost. Þá verður fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einnig fjarverandi á þingi en hann er farinn í ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi, tók því sæti Sigmundar á þingi í gær. Í bréfi sem Sigmundur Davíð sendi Framsóknarmönnum í gær sagði hann að hann hyggist, að loknu fríi með konu sinni og barni, ferðast um landið og ræða stöðuna í samfélaginu við samflokksfólk sitt. Uppfært klukkan 10:51: Fundinum lauk nú á ellefta tímanum.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14 Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43 Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14
Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43