Hörð barátta um kosningar á Alþingi Snærós Sindradóttir skrifar 13. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstaðan fundaði með forsætisráðherra án árangurs í gær. vísir/ernir „Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dagsetningu á kosningum? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar?“ Að þessu spurði Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðunni var mikið niðri fyrir og frammíköll undir ræðum stjórnarliða voru veruleg. Krafa stjórnarandstöðunnar er sú að dagsetning verði sett á fyrirhugaðar kosningar í haust. Báðir formenn stjórnarflokkanna hafa sagt skýrum rómi að kosningar verði í haust, en að fyrst vilji þeir klára ákveðin mál ríkisstjórnarinnar. Þar ber hæst afnám gjaldeyrishafta en önnur stór mál bíða jafnframt afgreiðslu, svo sem húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur og frumvarp um nýtt millidómsstig sem beðið hefur verið eftir um langa hríð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þó ekki mikill ágreiningur um þessi mál í þinginu. „Friðurinn hér í þessum sal þessa stund er í höndum eins manns. Hæstvirtur forsætisráðherra þarf bara að gefa einfalt svar við fullkomlega réttmætri spurningu um það hvenær hann hyggist ganga til kosninga,“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar.vísir/stefánFormenn stjórnarandstöðunnar höfðu fundað fyrr um daginn með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra án þess að tímasetning væri fastsett um hvenær kosningar yrðu. Lok október hafa verið nefnd sem líkleg tímasetning en Bjarni Benediktsson sagði, þegar hann tilkynnti að kosningum yrði flýtt, að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing. Þetta hafa sumir túlkað þannig að kosið verði áður en þing kemur saman í september. „Það er ekkert óeðlilegt við það að þingmenn kalli eftir dagsetningu á kosningum í haust. En það er óeðlilegt hvernig farið er fram til þess að fylgja þeirri kröfu eftir. Það getur engan veginn talist eðlilegt að þau vinnubrögð séu viðhöfð sem við verðum vitni að nú,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á þingfundi. Eins og áður segir voru frammíköll mjög tíð undir ræðum stjórnarliða og þurfti forseti Alþingis oft að minna þingmenn á góða hegðun. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Alþingi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
„Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dagsetningu á kosningum? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar?“ Að þessu spurði Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðunni var mikið niðri fyrir og frammíköll undir ræðum stjórnarliða voru veruleg. Krafa stjórnarandstöðunnar er sú að dagsetning verði sett á fyrirhugaðar kosningar í haust. Báðir formenn stjórnarflokkanna hafa sagt skýrum rómi að kosningar verði í haust, en að fyrst vilji þeir klára ákveðin mál ríkisstjórnarinnar. Þar ber hæst afnám gjaldeyrishafta en önnur stór mál bíða jafnframt afgreiðslu, svo sem húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur og frumvarp um nýtt millidómsstig sem beðið hefur verið eftir um langa hríð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þó ekki mikill ágreiningur um þessi mál í þinginu. „Friðurinn hér í þessum sal þessa stund er í höndum eins manns. Hæstvirtur forsætisráðherra þarf bara að gefa einfalt svar við fullkomlega réttmætri spurningu um það hvenær hann hyggist ganga til kosninga,“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar.vísir/stefánFormenn stjórnarandstöðunnar höfðu fundað fyrr um daginn með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra án þess að tímasetning væri fastsett um hvenær kosningar yrðu. Lok október hafa verið nefnd sem líkleg tímasetning en Bjarni Benediktsson sagði, þegar hann tilkynnti að kosningum yrði flýtt, að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing. Þetta hafa sumir túlkað þannig að kosið verði áður en þing kemur saman í september. „Það er ekkert óeðlilegt við það að þingmenn kalli eftir dagsetningu á kosningum í haust. En það er óeðlilegt hvernig farið er fram til þess að fylgja þeirri kröfu eftir. Það getur engan veginn talist eðlilegt að þau vinnubrögð séu viðhöfð sem við verðum vitni að nú,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á þingfundi. Eins og áður segir voru frammíköll mjög tíð undir ræðum stjórnarliða og þurfti forseti Alþingis oft að minna þingmenn á góða hegðun. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Alþingi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent