Samfylkingin vill banna ríkisstjórninni að selja fjármálafyrirtæki Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2016 13:06 Formaður Samfylkingarinnar segir núverandi stjórnarmeirihluta ekki treystandi til að selja ríkiseignir. Nausynlegt sé að tryggja með lögum að ríkisstjórnin geti ekki selt eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum, en þingflokkur hans hefur lagt fram frumvarp um tímabundið bann við sölunni. Í fjárlögum þessa árs er fjármála- og efnahagsráðherra veittar heimildir til að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka, Íslandsbanka, þá hluti sem eru umfram 70% af hlut ríkisins af heildarhlutafé í Landsbankanum og eignarhluti ríkisins í sparisjóðum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem kæmi í veg fyrir þessa sölu fram til 1. nóvember en þá megi reikna með að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa. „Ég hef fundið fyrir mjög miklum ótta fólks við stöðuna nákvæmlega núna. Tiltrú á þessa ríkisstjórn og umgengni hennar um eignir ríkisins og peningalega hagsmuni þjóðarinnar er í algeru lágmarki,“ segir Árni Páll. Í viðtali sem Stöð 2 tók við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hinn 2. mars síðast liðinn sagði hann Bankasýsluna ekki hafa komið fram með tillögu um sölu á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, þótt hún hafi gefið í skyn að til þess gætu verið að skapast hagstæð skilyrði. Eignarhlutur ríkisins í fjármálastofnunum yrði hins vegar ekki seldur fyrr en eigendastefna ríkisins sem nú væri verið að móta lægi fyrir og þar væri verið að horfa til langs tíma. „Það liggur fyrir að Arion banki er að færast úr höndum kröfuhafanna í hendur nýrra eigenda á næstu misserum. Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líkaÞannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur. Það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtíma hagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ sagði Bjarni. Þáþyrfti að fara varlega í sölu á eignarhlut ríkisins íörðum fjármálastofnunum. Árni Páll segir að eftir Borgunarmálið og önnur mál séþanþol þjóðarinnar þannig að forystumenn stjórnarflokkanna geti ekki farið fyrir sölu fjármálafyrirtækjanna þótt tíminn til þess fram að kosningum sé vonandi of skammur til þess. „Þannig að við teljum fulla ástæðu til að taka af öll tvímæli um þetta. Gæta þess t.d. að ríkiskerfið sé ekki að halda áfram undirbúningi að sölunni áþessum tímapunkti. Þaðþarf að senda skýr skilaboð um aðþessi ríkisstjórn hefur ekki tiltrú til að selja eða bjóða til sölu ríkiseignir,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir núverandi stjórnarmeirihluta ekki treystandi til að selja ríkiseignir. Nausynlegt sé að tryggja með lögum að ríkisstjórnin geti ekki selt eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum, en þingflokkur hans hefur lagt fram frumvarp um tímabundið bann við sölunni. Í fjárlögum þessa árs er fjármála- og efnahagsráðherra veittar heimildir til að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka, Íslandsbanka, þá hluti sem eru umfram 70% af hlut ríkisins af heildarhlutafé í Landsbankanum og eignarhluti ríkisins í sparisjóðum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem kæmi í veg fyrir þessa sölu fram til 1. nóvember en þá megi reikna með að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa. „Ég hef fundið fyrir mjög miklum ótta fólks við stöðuna nákvæmlega núna. Tiltrú á þessa ríkisstjórn og umgengni hennar um eignir ríkisins og peningalega hagsmuni þjóðarinnar er í algeru lágmarki,“ segir Árni Páll. Í viðtali sem Stöð 2 tók við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hinn 2. mars síðast liðinn sagði hann Bankasýsluna ekki hafa komið fram með tillögu um sölu á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, þótt hún hafi gefið í skyn að til þess gætu verið að skapast hagstæð skilyrði. Eignarhlutur ríkisins í fjármálastofnunum yrði hins vegar ekki seldur fyrr en eigendastefna ríkisins sem nú væri verið að móta lægi fyrir og þar væri verið að horfa til langs tíma. „Það liggur fyrir að Arion banki er að færast úr höndum kröfuhafanna í hendur nýrra eigenda á næstu misserum. Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líkaÞannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur. Það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtíma hagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ sagði Bjarni. Þáþyrfti að fara varlega í sölu á eignarhlut ríkisins íörðum fjármálastofnunum. Árni Páll segir að eftir Borgunarmálið og önnur mál séþanþol þjóðarinnar þannig að forystumenn stjórnarflokkanna geti ekki farið fyrir sölu fjármálafyrirtækjanna þótt tíminn til þess fram að kosningum sé vonandi of skammur til þess. „Þannig að við teljum fulla ástæðu til að taka af öll tvímæli um þetta. Gæta þess t.d. að ríkiskerfið sé ekki að halda áfram undirbúningi að sölunni áþessum tímapunkti. Þaðþarf að senda skýr skilaboð um aðþessi ríkisstjórn hefur ekki tiltrú til að selja eða bjóða til sölu ríkiseignir,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira