Gef dánum ró en hinum líkn sem lifa Helgi Þorláksson skrifar 14. apríl 2016 07:00 Við Kirkjustræti í Reykjavík, nánar tiltekið þar sem var bílastæði fyrir sunnan Landsímahúsið við Austurvöll, er verið að grafa upp mannabein til að rýma fyrir hóteli. Á það var bent í ræðu og riti árið 2013, þegar fyrirhugaðar hótelframkvæmdir voru kynntar, að þarna var hluti af kirkjugarði Reykvíkinga. Hann náði frá Aðalstræti og líklega allt að núverandi Austurvelli og er trúlegt að upphaf hans megi rekja hátt í 1000 ár aftur í tímann. Mál er að staldra við og hugleiða sinn gang. Eins og staðan er virðist stefna borgaryfirvalda vera: Burt með forfeður og formæður, ferðamenn þurfa pláss. Á sínum tíma datt fjárfesti nokkrum í hug að þarna væri vænlegt að reisa stórt hótel og borgaryfirvöld gengu til samstarfs við hann um skipulag og hönnun. Málið var þá kynnt þannig að fyrirhuguðu hóteli fylgdu veitingastaðir og meira „líf“ í Miðbænum. Alþingi mótmælti þessum fyrirætlunum kröftuglega og hátt í 18.000 manns skrifuðu undir mótmæli. Borgaryfirvöld töldu sig hins vegar bundin af úreltu deiliskipulagi Kvosarinnar, frá 1987. Spurningin er hvort „fundur“ kirkjugarðsins við Landsímahúsið breyti ekki skipulagsforsendum. Og jafnvel þótt svo væri ekki lögformlega væri ástæða til að hugleiða virðingu við hina framliðnu. Kirkjugarðurinn var notaður fram til 1838 og talið er að enn á seinni hluta 19. aldar hafi verið jarðað fólk, þar sem núna er verið að grafa upp bein. En legsteinar molna og minningar hverfa. Þegar svo stendur á er gamall og góður siður að sýna kirkjugörðum virðingu, setja upp minningarmark um hina framliðnu og leyfa lifendum að njóta þess friðar sem hinum framliðnu er veittur. Það er gert með því að gefa lifendum kost á útivist í garðinum. Þannig hefur verið farið að í þeim hluta garðsins sem snýr að Aðalstræti og er ýmist kallaður Fógetagarður eða Víkurgarður.Smíðina ber að endurskoða Illu heilli er þar fyrirhuguð aðalaðkoma að umræddu hóteli í nýju húsi sem rísa skal meðfram Kirkjustræti þar sem beinin finnast. Smíði þessa stórhýsis ber að endurskoða í ljósi beinanna. Borgaryfirvöld ættu að vera fús til viðræðna um þetta enda hefur heldur sljákkað í þeim sem telja að áköf uppbygging hótela í Kvosinni sé heilladrjúg. Henni fylgir einsleitni og ofurfjöldi erlendra ferðamanna á þröngu svæði. Ekki er ætlandi að þeir komi til landsins til að skoða hótel og aðra ferðamenn og yrði varla í óþökk þeirra að hótelum væri dreift nokkuð um borgarlandið. Stöldrum við og hugleiðum okkar gang. Beinagrindurnar sem þegar hafa verið grafnar upp mætti rannsaka og hugsanlega taka sýni en síðan mætti koma þeim fyrir aftur á sínum stað. Að svo búnu mætti slétta yfir, setja upp minningarmark og opna útivistarsvæði á milli Fógetagarðs og Austurvallar, öllum til ánægju, líka erlendum ferðamönnum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Við Kirkjustræti í Reykjavík, nánar tiltekið þar sem var bílastæði fyrir sunnan Landsímahúsið við Austurvöll, er verið að grafa upp mannabein til að rýma fyrir hóteli. Á það var bent í ræðu og riti árið 2013, þegar fyrirhugaðar hótelframkvæmdir voru kynntar, að þarna var hluti af kirkjugarði Reykvíkinga. Hann náði frá Aðalstræti og líklega allt að núverandi Austurvelli og er trúlegt að upphaf hans megi rekja hátt í 1000 ár aftur í tímann. Mál er að staldra við og hugleiða sinn gang. Eins og staðan er virðist stefna borgaryfirvalda vera: Burt með forfeður og formæður, ferðamenn þurfa pláss. Á sínum tíma datt fjárfesti nokkrum í hug að þarna væri vænlegt að reisa stórt hótel og borgaryfirvöld gengu til samstarfs við hann um skipulag og hönnun. Málið var þá kynnt þannig að fyrirhuguðu hóteli fylgdu veitingastaðir og meira „líf“ í Miðbænum. Alþingi mótmælti þessum fyrirætlunum kröftuglega og hátt í 18.000 manns skrifuðu undir mótmæli. Borgaryfirvöld töldu sig hins vegar bundin af úreltu deiliskipulagi Kvosarinnar, frá 1987. Spurningin er hvort „fundur“ kirkjugarðsins við Landsímahúsið breyti ekki skipulagsforsendum. Og jafnvel þótt svo væri ekki lögformlega væri ástæða til að hugleiða virðingu við hina framliðnu. Kirkjugarðurinn var notaður fram til 1838 og talið er að enn á seinni hluta 19. aldar hafi verið jarðað fólk, þar sem núna er verið að grafa upp bein. En legsteinar molna og minningar hverfa. Þegar svo stendur á er gamall og góður siður að sýna kirkjugörðum virðingu, setja upp minningarmark um hina framliðnu og leyfa lifendum að njóta þess friðar sem hinum framliðnu er veittur. Það er gert með því að gefa lifendum kost á útivist í garðinum. Þannig hefur verið farið að í þeim hluta garðsins sem snýr að Aðalstræti og er ýmist kallaður Fógetagarður eða Víkurgarður.Smíðina ber að endurskoða Illu heilli er þar fyrirhuguð aðalaðkoma að umræddu hóteli í nýju húsi sem rísa skal meðfram Kirkjustræti þar sem beinin finnast. Smíði þessa stórhýsis ber að endurskoða í ljósi beinanna. Borgaryfirvöld ættu að vera fús til viðræðna um þetta enda hefur heldur sljákkað í þeim sem telja að áköf uppbygging hótela í Kvosinni sé heilladrjúg. Henni fylgir einsleitni og ofurfjöldi erlendra ferðamanna á þröngu svæði. Ekki er ætlandi að þeir komi til landsins til að skoða hótel og aðra ferðamenn og yrði varla í óþökk þeirra að hótelum væri dreift nokkuð um borgarlandið. Stöldrum við og hugleiðum okkar gang. Beinagrindurnar sem þegar hafa verið grafnar upp mætti rannsaka og hugsanlega taka sýni en síðan mætti koma þeim fyrir aftur á sínum stað. Að svo búnu mætti slétta yfir, setja upp minningarmark og opna útivistarsvæði á milli Fógetagarðs og Austurvallar, öllum til ánægju, líka erlendum ferðamönnum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun