Sigurvegarinn í ferðaleik Ísland Got Talent er Örn Danival Kristjánsson en hann vann vikuferð fyrir fjóra til Kanarí á fimm stjörnu hótel með Úrval Útsýn.
Það var dóttir Arnar sem hringdi inn í símakosninguna og greiddi atkvæðið sem tryggði fjölskyldunni ferðina en þetta er í fyrsta skipti sem fjölskyldan fer öll saman í ferðlag til útlanda.
Það er því mikil eftirvænting fyrir ferðinni. Jóhanna Ruth bar sigur úr býtum í Ísland Got Talent í ár og vann hún tíu milljónir króna.
