Forsetaframbjóðandi telur Ólaf Ragnar hafa farið út af sporinu Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2016 11:12 Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/Anton Brink Forsetaframbjóðandinn Hrannar Pétursson telur Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hafa farið út af sporinu þegar hann ávarpaði fjölmiðla eftir fund sinn með þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, á Bessastöðum í síðustu viku. Hrannar segir ákvörðun forsetans að hafna þáverandi forsætisráðherra um undirskrift á þingrofsskjal hafa verið skiljanlega í ljósi þess að Ólafur Ragnar taldi Sigmund Davíð umboðslausan.Hrannar Pétursson.„Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur,“ segir Hrannar í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu. Hann segir forsetann hins vegar hafa farið út af sporinu með því að stilla sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. „Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið,“ segir Hrannar. Hann segir það ekki vera hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. „Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu,“ segir Hrannar sem áður hefur starfað sem fréttamaður, talsmaður Vodafone, upplýsingafulltrúi Íslenska álfélagsins og einnig tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Hrannar Pétursson telur Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hafa farið út af sporinu þegar hann ávarpaði fjölmiðla eftir fund sinn með þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, á Bessastöðum í síðustu viku. Hrannar segir ákvörðun forsetans að hafna þáverandi forsætisráðherra um undirskrift á þingrofsskjal hafa verið skiljanlega í ljósi þess að Ólafur Ragnar taldi Sigmund Davíð umboðslausan.Hrannar Pétursson.„Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur,“ segir Hrannar í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu. Hann segir forsetann hins vegar hafa farið út af sporinu með því að stilla sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. „Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið,“ segir Hrannar. Hann segir það ekki vera hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. „Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu,“ segir Hrannar sem áður hefur starfað sem fréttamaður, talsmaður Vodafone, upplýsingafulltrúi Íslenska álfélagsins og einnig tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00
Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46
Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11