Fólk þekkir mig enn úti á götu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 2. apríl 2016 10:00 Agla Bríet Einarsdóttir mun frumflytja nýtt lag í úrslitaþættinum á morgun. Vísir/anton Ég ákvað að taka þátt í Ísland Got Talent því mér fannst þetta vera alveg rosalega skemmtilegt tækifæri, og svo finnst mér svo gaman að koma fram. Allt ferlið var frábær reynsla og ég er ótrúlega ánægð með að hafa slegið til,“ segir Agla Bríet söngkona, en hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í keppninni í fyrra þegar hún tók lagið Girl on fire með Alicia Keys. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Öglu, en hún hefur bæði verið að leika í Borgarleikhúsinu og auglýsingum ásamt því að koma fram við ýmis tækifæri. „Það var rosalega gaman að taka þátt í Ísland Got Talent, ég lærði alveg ótrúlega mikið enda mikil reynsla að koma fram á svona stóru sviði. Árið er búið að vera alveg einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt. Ég hef verið að leika mikið bæði í Borgarleikhúsinu og í auglýsingum og svo tók ég þátt í söngvakeppni Samfés þar sem ég lenti í þriðja sæti. Ég mundi klárlega segja að Ísland Got Talent hafi haft rosalega góð áhrif á mig sem söngkonu og hjálpað mér mikið að koma mér áfram í því sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ segir Agla Bríet.Vísir/AntonÁ morgun fer fram úrslitakvöld Ísland Got Talent, og spennan er í hámarki, sex keppendur koma fram og aðeins einn keppandi kemur til með að vinna sér inn tíu miljónir króna. Skemmtiatriðin verða ekki af verri endanum en Agla Bríet kemur fram með frumsamið lag. Sylvía Melsteð söngkona flytur einnig nýtt lag og Hildur Kristín kemur til með að syngja nýjasta smellinn sinn, I'll walk with you, sem hefur fengið frábær viðbrögð. „Ég ætla að syngja frumsamið lag eftir Mána Svavarsson, en textann gerðum við í sameiningu. Ég er alveg ótrúlega spennt fyrir að koma fram aftur og leyfa fólki að heyra lagið,“ segir Agla Bríet. Framtíðin er björt hjá þessari ungu og efnilegu söngkonu og segist hún staðráðin í að halda áfram að koma sér á framfæri enda finnst henni ekkert skemmtilegra en að syngja og koma fram. „Fljótlega eftir Ísland Got Talent var ég mikið bókuð og hef komið fram við ýmis tækifæri, eins og til dæmis í afmælum, á 17. júní skemmtunum og fleira. Ég er alveg ákveðin í því að fara lengra með sönginn, fólk þekkir mig enn úti götu. Ég er í hljómsveit og æfi dans í Dansskóla Birnu Björns, fram undan er nemendasýning í Borgarleikhúsinu þar sem ég verð líka með tónlistaratriði og svo er ég líka í hljómsveit og við spilum við ýmis tækifæri,“ segir Agla Bríet ánægð. Ísland Got Talent Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Ég ákvað að taka þátt í Ísland Got Talent því mér fannst þetta vera alveg rosalega skemmtilegt tækifæri, og svo finnst mér svo gaman að koma fram. Allt ferlið var frábær reynsla og ég er ótrúlega ánægð með að hafa slegið til,“ segir Agla Bríet söngkona, en hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í keppninni í fyrra þegar hún tók lagið Girl on fire með Alicia Keys. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Öglu, en hún hefur bæði verið að leika í Borgarleikhúsinu og auglýsingum ásamt því að koma fram við ýmis tækifæri. „Það var rosalega gaman að taka þátt í Ísland Got Talent, ég lærði alveg ótrúlega mikið enda mikil reynsla að koma fram á svona stóru sviði. Árið er búið að vera alveg einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt. Ég hef verið að leika mikið bæði í Borgarleikhúsinu og í auglýsingum og svo tók ég þátt í söngvakeppni Samfés þar sem ég lenti í þriðja sæti. Ég mundi klárlega segja að Ísland Got Talent hafi haft rosalega góð áhrif á mig sem söngkonu og hjálpað mér mikið að koma mér áfram í því sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ segir Agla Bríet.Vísir/AntonÁ morgun fer fram úrslitakvöld Ísland Got Talent, og spennan er í hámarki, sex keppendur koma fram og aðeins einn keppandi kemur til með að vinna sér inn tíu miljónir króna. Skemmtiatriðin verða ekki af verri endanum en Agla Bríet kemur fram með frumsamið lag. Sylvía Melsteð söngkona flytur einnig nýtt lag og Hildur Kristín kemur til með að syngja nýjasta smellinn sinn, I'll walk with you, sem hefur fengið frábær viðbrögð. „Ég ætla að syngja frumsamið lag eftir Mána Svavarsson, en textann gerðum við í sameiningu. Ég er alveg ótrúlega spennt fyrir að koma fram aftur og leyfa fólki að heyra lagið,“ segir Agla Bríet. Framtíðin er björt hjá þessari ungu og efnilegu söngkonu og segist hún staðráðin í að halda áfram að koma sér á framfæri enda finnst henni ekkert skemmtilegra en að syngja og koma fram. „Fljótlega eftir Ísland Got Talent var ég mikið bókuð og hef komið fram við ýmis tækifæri, eins og til dæmis í afmælum, á 17. júní skemmtunum og fleira. Ég er alveg ákveðin í því að fara lengra með sönginn, fólk þekkir mig enn úti götu. Ég er í hljómsveit og æfi dans í Dansskóla Birnu Björns, fram undan er nemendasýning í Borgarleikhúsinu þar sem ég verð líka með tónlistaratriði og svo er ég líka í hljómsveit og við spilum við ýmis tækifæri,“ segir Agla Bríet ánægð.
Ísland Got Talent Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira