Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Tryggvi Páll Tryggvason og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 4. apríl 2016 19:29 „Það getur verið að slíkt sé tímabært þó það sé auðvitað stórt skref að biðja maka sinn um að gera slíkt. Í þessu tilviki held ég að það sé orðið að sjálfsagðri kröfu að hún geri grein fyrir þessu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson aðspurður um hvort hann og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, þyrftu ekki að opna bókhald sitt upp á gátt til að færa sönnur á að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Sigmundur bætti því við að þá væri einnig rétt að aðrir myndu gera slíkt hið sama. Sigmundur Davíð var gestur Andra Ólafssonar og Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Íslandi í dag að loknum fréttum. Málið sem var til umræðu er hlutur Sigmundar og eiginkonu hans í Panama lekanum. „Ég hugsaði eiginlega ekkert um þetta félag enda var það bara eitthvað sem var að bak við þennan reikning konunnar minnar. Hinsvegar hugsaði maður með sér í kosningabaráttunni 2013 hvort að maður ætti að státa sig af því að vera að berjast fyrir því að færa niður húsnæðisskuldir og rétta við efnahagslífið og um leið að fórna eignum konunnar sinnar.“ Forsætisráðherrann var einnig spurður af þáttastjórnendum hvers vegna hann hefði til að mynda neitað að ræða við fjölmiðla og RÚV sérstaklega í því samhengi. Hann sagði að það væri rétt að hann hefði ekki verið sáttur við nálgun RÚV. Það hafi til að mynda ekki vakið kátínu hjá honum þegar hann hafi sagt satt og rétt frá málunum að þá hafi RÚV leitað til annarra í kjölfarið. Sigmundur sagði að eftir á sæi hann eftir því að hafa ekki sagt frá málinu fyrr. „Ég hélt alltof lengi í þau grundvallarprinsipp að blanda ekki málefnum eiginkonu minnar og fjölskyldu minnar í þennan slag. Það eru ein af mistökum mínum í þessu máli að ég hefði átt að gera það fyrr þó að með því hefði ég verið að brjóta blað því stjórnmálamenn gera það almennt ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Tengdar fréttir „Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Birgitta Jónsdóttir ætlar aldrei aftur að kalla Sigmund Davíð hæstvirtan. 4. apríl 2016 18:21 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 25 þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tugþúsundir hafa skrifað undir undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að forsætisráðherra segi af sér. 4. apríl 2016 14:52 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
„Það getur verið að slíkt sé tímabært þó það sé auðvitað stórt skref að biðja maka sinn um að gera slíkt. Í þessu tilviki held ég að það sé orðið að sjálfsagðri kröfu að hún geri grein fyrir þessu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson aðspurður um hvort hann og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, þyrftu ekki að opna bókhald sitt upp á gátt til að færa sönnur á að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Sigmundur bætti því við að þá væri einnig rétt að aðrir myndu gera slíkt hið sama. Sigmundur Davíð var gestur Andra Ólafssonar og Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Íslandi í dag að loknum fréttum. Málið sem var til umræðu er hlutur Sigmundar og eiginkonu hans í Panama lekanum. „Ég hugsaði eiginlega ekkert um þetta félag enda var það bara eitthvað sem var að bak við þennan reikning konunnar minnar. Hinsvegar hugsaði maður með sér í kosningabaráttunni 2013 hvort að maður ætti að státa sig af því að vera að berjast fyrir því að færa niður húsnæðisskuldir og rétta við efnahagslífið og um leið að fórna eignum konunnar sinnar.“ Forsætisráðherrann var einnig spurður af þáttastjórnendum hvers vegna hann hefði til að mynda neitað að ræða við fjölmiðla og RÚV sérstaklega í því samhengi. Hann sagði að það væri rétt að hann hefði ekki verið sáttur við nálgun RÚV. Það hafi til að mynda ekki vakið kátínu hjá honum þegar hann hafi sagt satt og rétt frá málunum að þá hafi RÚV leitað til annarra í kjölfarið. Sigmundur sagði að eftir á sæi hann eftir því að hafa ekki sagt frá málinu fyrr. „Ég hélt alltof lengi í þau grundvallarprinsipp að blanda ekki málefnum eiginkonu minnar og fjölskyldu minnar í þennan slag. Það eru ein af mistökum mínum í þessu máli að ég hefði átt að gera það fyrr þó að með því hefði ég verið að brjóta blað því stjórnmálamenn gera það almennt ekki,“ sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Tengdar fréttir „Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Birgitta Jónsdóttir ætlar aldrei aftur að kalla Sigmund Davíð hæstvirtan. 4. apríl 2016 18:21 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 25 þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tugþúsundir hafa skrifað undir undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að forsætisráðherra segi af sér. 4. apríl 2016 14:52 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
„Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Birgitta Jónsdóttir ætlar aldrei aftur að kalla Sigmund Davíð hæstvirtan. 4. apríl 2016 18:21
Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02
25 þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tugþúsundir hafa skrifað undir undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að forsætisráðherra segi af sér. 4. apríl 2016 14:52
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent