„Fer ágætlega með „Tony Soprano” lookinu sem Sigurður Ingi er að vinna með“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2016 11:15 Sigurður Ingi verður mögulega forsætisráðherra Íslands á næstu dögum. vísir „Hringurinn er í sjálfu sér ekkert slæmur en það er heldur óvenjulegt og sérstaklega í Norður-Evrópu að menn beri hring á þumalfingri,“ segir Sindri Snær Jensson, sérstakur tískuráðgjafi Lífsins og eigandi fataverslunarinnar Húrra við Hverfisgötu, um þumalhringinn sem sást á Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þegar hann mætti í viðtal í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddi við Heimir Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Hringurinn hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Sigurður Ingi er varaformaður Framsóknarflokksins og sagðist hann vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta kom fram í máli hans við fjölmiðla að loknum fundi Framsóknar í Alþingishúsinu í gærdag. Sigmundur Davíð hefur ákveðið að stíga til hliðar og hætta sem forsætisráðherra Sindri Snær Jensson er annar eigandi verslunarinnar Húrra.„Þumalhringur er í flestum samfélögum tákn um mikið ríkidæmi eða völd. Efnaðir einstaklingar bera slíka hringi í víða um heim, erfitt fyrir mig að leggja mat á hvort það sé tilfellið hér,“ segir Sindri. Sindri segir að hann myndi ekki sjálfur ganga um með hring á þumalfingri. „En að því sögðu fer þetta ágætlega með „Tony Soprano” lookinu sem Sigurður Ingi er að vinna með.“Myndi Sindri treysta manni með þumalhring sem forsætisráðherra?„Traust mitt til ákveðinna einstaklinga ákvarðast ekki af því hvort og hvernig þeir beri hringa eða skartgripi. En ég er hins vegar ekki viss um að ég treysti þessum ágæta manni til að stjórna landinu, en sem betur fer er stutt í kosningar.“ Hér að neðan má sjá þáttinn frá því í gærkvöldi. Tíska og hönnun Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Hringurinn er í sjálfu sér ekkert slæmur en það er heldur óvenjulegt og sérstaklega í Norður-Evrópu að menn beri hring á þumalfingri,“ segir Sindri Snær Jensson, sérstakur tískuráðgjafi Lífsins og eigandi fataverslunarinnar Húrra við Hverfisgötu, um þumalhringinn sem sást á Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þegar hann mætti í viðtal í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddi við Heimir Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Hringurinn hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Sigurður Ingi er varaformaður Framsóknarflokksins og sagðist hann vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta kom fram í máli hans við fjölmiðla að loknum fundi Framsóknar í Alþingishúsinu í gærdag. Sigmundur Davíð hefur ákveðið að stíga til hliðar og hætta sem forsætisráðherra Sindri Snær Jensson er annar eigandi verslunarinnar Húrra.„Þumalhringur er í flestum samfélögum tákn um mikið ríkidæmi eða völd. Efnaðir einstaklingar bera slíka hringi í víða um heim, erfitt fyrir mig að leggja mat á hvort það sé tilfellið hér,“ segir Sindri. Sindri segir að hann myndi ekki sjálfur ganga um með hring á þumalfingri. „En að því sögðu fer þetta ágætlega með „Tony Soprano” lookinu sem Sigurður Ingi er að vinna með.“Myndi Sindri treysta manni með þumalhring sem forsætisráðherra?„Traust mitt til ákveðinna einstaklinga ákvarðast ekki af því hvort og hvernig þeir beri hringa eða skartgripi. En ég er hins vegar ekki viss um að ég treysti þessum ágæta manni til að stjórna landinu, en sem betur fer er stutt í kosningar.“ Hér að neðan má sjá þáttinn frá því í gærkvöldi.
Tíska og hönnun Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira