Sigmundur aftur á hliðarlínuna Sveinn Arnarsson skrifar 8. apríl 2016 07:00 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannsonar er skipuð jafnmörgum konum og körlum. Á myndina vantar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í gær. Konum fjölgar í ríkisstjórninni. Eru jafnmargir ráðherrar af hvoru kyni í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Fyrr um daginn kom til snarpra átaka milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti til Bessastaða um klukkan tvö í gær og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Fundurinn stóð yfir í um klukkustund. Þegar Sigmundur Davíð gekk út af Bessastöðum óskaði hann nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum og sagðist stoltur af árangri sinnar ríkisstjórnar. Nú tæki við að verja ríkisstjórnina falli í dag og svo ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnið klárist,“ sagði Sigmundur á tröppunum utan við forsetabústaðinn. „Það var áhugavert að sitja minn fyrsta ríkisráðsfund og ég fann til mikillar ábyrgðar og auðmýktar fyrir þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er,“ segir nýr utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Hún tekur við af Gunnari Braga Sveinssyni sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „Nú þurfum við að vanda til verka. Ríkisstjórnin hefur ekki langan tíma og hefur skuldbundið sig til að klára brýn mál.“Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Lilja útilokaði ekki að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Hins vegar væri of snemmt að ræða slíka hluti. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Það er of snemmt að tala um það á þessari stundu. Ég útiloka ekki neitt í þeim efnum,“ svaraði Lilja. Fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti eru fleiri ráðherrar Framsóknarflokksins konur. Af fimm ráðherrum flokksins eru þrjár konur en tveir karlar. Aldrei hefur það gerst áður. Einnig er þetta í fyrsta skipti á lýðveldistímanum sem Framsóknarflokkur í tveggja flokka ríkisstjórn skipar ekki ráðherra af Norðausturlandi, sem hefur verið eitt höfuðvígi flokksins. Á lýðveldistímanum hefur það reyndar aðeins einu sinni gerst. Það var í samsteypustjórn Ólafs Jóhannessonar frá 1971 til 1974. Fyrir ríkisráðsfundinn fór fram þingfundur þar sem stjórnarandstaðan gagnrýndi meirihlutann fyrir að hlusta ekki á vilja þjóðarinnar. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að þjóðin væri ekki tilbúin í „leikrit“ og boðaði málþóf í öllum málum. „Það tekur ekki þátt í þessu. Það er enginn valkostur eftir fyrir stjórnarandstöðuna annar en að segja við þessa stjórnarflokka: Það fara engin mál hér í gegnum þetta þing. Engin mál,“ sagði Róbert á Alþingi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í gær. Konum fjölgar í ríkisstjórninni. Eru jafnmargir ráðherrar af hvoru kyni í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Fyrr um daginn kom til snarpra átaka milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti til Bessastaða um klukkan tvö í gær og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Fundurinn stóð yfir í um klukkustund. Þegar Sigmundur Davíð gekk út af Bessastöðum óskaði hann nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum og sagðist stoltur af árangri sinnar ríkisstjórnar. Nú tæki við að verja ríkisstjórnina falli í dag og svo ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnið klárist,“ sagði Sigmundur á tröppunum utan við forsetabústaðinn. „Það var áhugavert að sitja minn fyrsta ríkisráðsfund og ég fann til mikillar ábyrgðar og auðmýktar fyrir þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er,“ segir nýr utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Hún tekur við af Gunnari Braga Sveinssyni sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „Nú þurfum við að vanda til verka. Ríkisstjórnin hefur ekki langan tíma og hefur skuldbundið sig til að klára brýn mál.“Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Lilja útilokaði ekki að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Hins vegar væri of snemmt að ræða slíka hluti. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Það er of snemmt að tala um það á þessari stundu. Ég útiloka ekki neitt í þeim efnum,“ svaraði Lilja. Fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti eru fleiri ráðherrar Framsóknarflokksins konur. Af fimm ráðherrum flokksins eru þrjár konur en tveir karlar. Aldrei hefur það gerst áður. Einnig er þetta í fyrsta skipti á lýðveldistímanum sem Framsóknarflokkur í tveggja flokka ríkisstjórn skipar ekki ráðherra af Norðausturlandi, sem hefur verið eitt höfuðvígi flokksins. Á lýðveldistímanum hefur það reyndar aðeins einu sinni gerst. Það var í samsteypustjórn Ólafs Jóhannessonar frá 1971 til 1974. Fyrir ríkisráðsfundinn fór fram þingfundur þar sem stjórnarandstaðan gagnrýndi meirihlutann fyrir að hlusta ekki á vilja þjóðarinnar. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að þjóðin væri ekki tilbúin í „leikrit“ og boðaði málþóf í öllum málum. „Það tekur ekki þátt í þessu. Það er enginn valkostur eftir fyrir stjórnarandstöðuna annar en að segja við þessa stjórnarflokka: Það fara engin mál hér í gegnum þetta þing. Engin mál,“ sagði Róbert á Alþingi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira