Hafþór segir frá leyndarmáli sínu í nýrri auglýsingu fyrir kolsýrt vatn
Birgir Olgeirsson skrifar
Hafþór er stjarna nýrrar herferðar Heavy Bubbles.
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson er stjarna nýrrar herferðar HeavyBubbles. Í auglýsingunni segist Hafþór ítrekað fá spurninguna hvernig sé hægt að vera eins og hann en svarið er einfalt að hans sögn, leyndarmálið sé kolsýrt vatn.
Í samtali við Vísi segir Hafþór þessa auglýsingu frá HeavyBubbles verða notaða í sjónvarpi um allan heim og á samfélagsmiðlum. Hann mun einnig fara til Þýskalands á næstunni til að kynna vöruna enn frekar.