Ótrúleg saga skautadrottningar á leið á hvíta tjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2016 22:30 vísir/getty Ástralska leikkonan Margot Robbie mun fara með hlutverk skautadrottningarinnar Tonyu Harding í væntanlegri kvikmynd sem ber nafnið I, Tonya. Harding ólst upp við erfiðar aðstæður í Portland í Bandaríkjunum. Hún hætti snemma í skóla en naut hins vegar mikillar velgengni á skautasvellinu. Hún varð m.a. Bandaríkjameistari 1991 en það ár framkvæmdi hún þrefaldan Axel, eitt af erfiðari stökkum í listdansi á skautum. Árið 1994 reis frægðarsól hennar hæst, þó ekki fyrir afrek á skautasvellinu. Í janúar það ár var ráðist á hennar helsta keppinaut, Nancy Kerrigan, á meðan á stórmóti í Detroit stóð. Árásarmaðurinn, Shane Stant, sló Kerrigan í fótinn með barefli og með þeim afleiðingum að hún þurfi að draga sig úr keppni.Kerrigan og Harding saman á æfingu.vísir/gettyHarding fór með sigur af hólmi á mótinu en seinna kom það í ljós að eiginmaður hennar, Jeff Gillooy, og lífvörður, Shawn Eckhardt, höfðu skipulagt árásina á Kerrigan. Hún bar þó ekki tilætlaðan árangur því Kerrigan náði sér í tíma fyrir Vetrarólympíuleikana í Lillehammer í febrúar 1994. Þar vann Kerrigan til silfurverðlauna á meðan Harding mátti gera sér 8. sætið að góðu. Þetta mál vakti mikla athygli á sínum tíma en Harding var fundin sek um yfirhylmingu. Í kjölfarið var hún svipt bandaríska meistaratitlinum sem hún vann 1994 og sett í lífstíðarbann af bandaríska listskautasambandinu. Nú er þessi ótrúlega saga á leið á hvíta tjaldið en Robbie mun fara með hlutverk Harding eins og áður sagði. Robbie er á hraðri uppleið í Hollywood en hún er hvað þekktust fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street. Robbie er einnig framleiðandi I, Tonya auk þess sem það er á hennar könnu að finna leikstjóra fyrir myndina. Aðrar íþróttir Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Sjá meira
Ástralska leikkonan Margot Robbie mun fara með hlutverk skautadrottningarinnar Tonyu Harding í væntanlegri kvikmynd sem ber nafnið I, Tonya. Harding ólst upp við erfiðar aðstæður í Portland í Bandaríkjunum. Hún hætti snemma í skóla en naut hins vegar mikillar velgengni á skautasvellinu. Hún varð m.a. Bandaríkjameistari 1991 en það ár framkvæmdi hún þrefaldan Axel, eitt af erfiðari stökkum í listdansi á skautum. Árið 1994 reis frægðarsól hennar hæst, þó ekki fyrir afrek á skautasvellinu. Í janúar það ár var ráðist á hennar helsta keppinaut, Nancy Kerrigan, á meðan á stórmóti í Detroit stóð. Árásarmaðurinn, Shane Stant, sló Kerrigan í fótinn með barefli og með þeim afleiðingum að hún þurfi að draga sig úr keppni.Kerrigan og Harding saman á æfingu.vísir/gettyHarding fór með sigur af hólmi á mótinu en seinna kom það í ljós að eiginmaður hennar, Jeff Gillooy, og lífvörður, Shawn Eckhardt, höfðu skipulagt árásina á Kerrigan. Hún bar þó ekki tilætlaðan árangur því Kerrigan náði sér í tíma fyrir Vetrarólympíuleikana í Lillehammer í febrúar 1994. Þar vann Kerrigan til silfurverðlauna á meðan Harding mátti gera sér 8. sætið að góðu. Þetta mál vakti mikla athygli á sínum tíma en Harding var fundin sek um yfirhylmingu. Í kjölfarið var hún svipt bandaríska meistaratitlinum sem hún vann 1994 og sett í lífstíðarbann af bandaríska listskautasambandinu. Nú er þessi ótrúlega saga á leið á hvíta tjaldið en Robbie mun fara með hlutverk Harding eins og áður sagði. Robbie er á hraðri uppleið í Hollywood en hún er hvað þekktust fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street. Robbie er einnig framleiðandi I, Tonya auk þess sem það er á hennar könnu að finna leikstjóra fyrir myndina.
Aðrar íþróttir Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Sjá meira