Körfubolti

Golden State með 51. heimasigurinn í röð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Curry fór á kostum.
Curry fór á kostum. visir/getty
Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta en Golden State Warriors heldur áfram að skrá sig í sögubækurnar með enn einum heimasigrinum í röð.

Liðið vann góðan sigur á Los Angeles Clippers, 114-98, og var það 51. heimasigur liðsins í röð. Það hefur nú unnið 64 leiki á tímabilinu og aðeins tapað sjö.

Steph Curry skoraði 33 stig í leiknum og Klay Thompson var með 32 stig. Þá vann San Antonio Spurs, 112-88, Miami Heat á heimavelli í nótt og hefur liðið ekki tapað einum einasta leik á tímabilinu á heimavelli.

Þá vann Clevland Cavaliers auðveldan sigur á Milwaukee Bucks 113-104 á heimavelli.

Hér að neðan má sjá úrslit næturinnar:

Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 113-104

San Antonio Spurs - Miami Heat 112-88

Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 119-107

Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 109-103

Denver Nuggets - Philadelphia 76ers 104-103

Washington Wizards - Atlanta Hawks 101-122

Clevland Cavaliers - Milwaukee Bucks 113-104

Boston Celtics - Toronto Raptors 91-79

Golden State Warriors - Los Angeles Clippers 114-98

Detroit Pistons - Orlando Magic 118-102

Chicago Bulls - New York Knicks 107:115

Houston Rockets - Utah Jazz 87-89

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×