Fermingum hefur fækkað um rúma tíund Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2016 07:00 Séra Gísli Jónasson, prófastur við Breiðholtskirkju vísir/valli Á síðustu sex árum hefur fermingarbörnum þjóðkirkjunnar fækkað verulega. Þar sem þjóðkirkjan tekur ekki saman fjölda fermingarbarna eða aðra tölfræði tengda fermingum brá blaðamaður á það ráð að telja fermingarbörn í fermingarblaði Morgunblaðsins árið 2010 og árið 2016. Í þessum samanburði voru eingöngu kirkjur teknar með sem sendu upplýsingar um fjölda fermingarbarna bæði árin en það voru 47 kirkjur, þar af nær allar sóknir á höfuðborgarsvæðinu. Allar kirkjurnar í könnuninni eru innan þjóðkirkjunnar. Niðurstaðan er að 2.229 börn fermast í ár í þessum tilteknu kirkjum en árið 2010 voru þau 2.676. Það er 17 prósenta fækkun en ef leiðrétt er fyrir minni árgang fermingarbarna í ár en fyrir sex árum, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, er niðurstaðan um tólf prósenta fækkun. Í aðeins sjö sóknum hefur fermingarbörnum fjölgað og það óverulega í flestum tilfellum. Lindakirkja í Kópavogi er eina sóknin sem hefur sótt verulega í sig veðrið en þar er um 20 prósenta fjölgun að ræða. Fækkunin er aftur móti mest í Grafarvogskirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Í Grafarvogi hefur fermingarbörnum fækkað um tæp fjörutíu prósent en þau eru helmingi færri í Hafnarfjarðarkirkju í ár en fyrir sex árum, hefur fækkað úr 167 í 82.Fækkun fermingarbarna er mest í Grafarvogs- og Hafnarfjarðarkirkju samkvæmt talningu á fermingarbörnum árin 2010 og 2016. Fréttablaðið/Stefán„Ég kann ekki skýringu á þessari miklu breytingu á þessu tímabili,“ segir sr. Þórhildur Ólafsdóttir í Hafnarfjarðarkirkju en hún starfaði ekki við kirkjuna frá 2003 til 2010. „Fyrir 2003 var algengt að börnin væru vel á annað hundrað. En undanfarin ár hafa þau verið í kringum áttatíu.“ Sr. Gísli Jónasson í Breiðholtskirkju segir helstu ástæðuna fyrir að fækkað hafi fermingarbörnum í hans sókn vera þá að innflytjendum fjölgar hratt í hverfinu. „Flest börnin sem eru af erlendu bergi brotin eru kaþólsk og fermast því ekki hjá okkur. Um leið hlýtur að teljast eðlilegt að þjóðkirkjuhlutfallið lækki. Einnig hefur börnum fækkað mjög hratt í hverfinu. Það voru 1.500 börn í Breiðholtsskóla þegar mest var en nú eru innan við 400 börn í skólanum.“ Ekki er þó hægt að skýra fækkun um fjögur hundruð börn með fermingum í kaþólsku kirkjunni eða borgaralegri fermingu. Á þessu sex ára tímabili hafa 150 fleiri börn fermst borgaralega en kaþólskum fermingum hefur í raun fækkað frá árinu 2007 þegar þær náðu hámarki. Börn og uppeldi Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Á síðustu sex árum hefur fermingarbörnum þjóðkirkjunnar fækkað verulega. Þar sem þjóðkirkjan tekur ekki saman fjölda fermingarbarna eða aðra tölfræði tengda fermingum brá blaðamaður á það ráð að telja fermingarbörn í fermingarblaði Morgunblaðsins árið 2010 og árið 2016. Í þessum samanburði voru eingöngu kirkjur teknar með sem sendu upplýsingar um fjölda fermingarbarna bæði árin en það voru 47 kirkjur, þar af nær allar sóknir á höfuðborgarsvæðinu. Allar kirkjurnar í könnuninni eru innan þjóðkirkjunnar. Niðurstaðan er að 2.229 börn fermast í ár í þessum tilteknu kirkjum en árið 2010 voru þau 2.676. Það er 17 prósenta fækkun en ef leiðrétt er fyrir minni árgang fermingarbarna í ár en fyrir sex árum, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, er niðurstaðan um tólf prósenta fækkun. Í aðeins sjö sóknum hefur fermingarbörnum fjölgað og það óverulega í flestum tilfellum. Lindakirkja í Kópavogi er eina sóknin sem hefur sótt verulega í sig veðrið en þar er um 20 prósenta fjölgun að ræða. Fækkunin er aftur móti mest í Grafarvogskirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Í Grafarvogi hefur fermingarbörnum fækkað um tæp fjörutíu prósent en þau eru helmingi færri í Hafnarfjarðarkirkju í ár en fyrir sex árum, hefur fækkað úr 167 í 82.Fækkun fermingarbarna er mest í Grafarvogs- og Hafnarfjarðarkirkju samkvæmt talningu á fermingarbörnum árin 2010 og 2016. Fréttablaðið/Stefán„Ég kann ekki skýringu á þessari miklu breytingu á þessu tímabili,“ segir sr. Þórhildur Ólafsdóttir í Hafnarfjarðarkirkju en hún starfaði ekki við kirkjuna frá 2003 til 2010. „Fyrir 2003 var algengt að börnin væru vel á annað hundrað. En undanfarin ár hafa þau verið í kringum áttatíu.“ Sr. Gísli Jónasson í Breiðholtskirkju segir helstu ástæðuna fyrir að fækkað hafi fermingarbörnum í hans sókn vera þá að innflytjendum fjölgar hratt í hverfinu. „Flest börnin sem eru af erlendu bergi brotin eru kaþólsk og fermast því ekki hjá okkur. Um leið hlýtur að teljast eðlilegt að þjóðkirkjuhlutfallið lækki. Einnig hefur börnum fækkað mjög hratt í hverfinu. Það voru 1.500 börn í Breiðholtsskóla þegar mest var en nú eru innan við 400 börn í skólanum.“ Ekki er þó hægt að skýra fækkun um fjögur hundruð börn með fermingum í kaþólsku kirkjunni eða borgaralegri fermingu. Á þessu sex ára tímabili hafa 150 fleiri börn fermst borgaralega en kaþólskum fermingum hefur í raun fækkað frá árinu 2007 þegar þær náðu hámarki.
Börn og uppeldi Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira