Leikurinn byggir á nýrri tækni á sviði sýndarveruleika (e. virtual reality) þar sem spilurum er gefinn kostur á að gerast flugmenn í geimskipum í EVE heiminum. Er hann spilaður með sérstökum sýndarveruleikaabúnaði.
Sjá einnig: Á framandi slóðum
Leikurinn er hraður og óvæginn þar sem spilarar eigast við í skotbardögum. Sýndarveruleikinn sem leikjahönnun EVE: Valkyrie byggir á gerir upplifunina einstaklega raunverulega og þannig úr garði gerða að það er engu líkara en spilari leiksins sé kominn í flugstjórasæti geimskipsins, þar sem hann mætir óvinum sínum og hættum.
Sjá einnig: EVE:Valkyrie vinnur til verðlauna
CCP kynnti EVE: Valkyrie til leiks í ágúst 2013 og leikurinn sló eftirminnilega í gegn á Fanfest á síðasta ári. Aðeins örfáir leikir hafa verið þróaðir frá grunni fyrir sýndarveruleikagleraugu og því eru leikjaframleiðendur á framandi slóðum í þessum efnum.
Leikurinn kemur út á PlayStation 4 fyrir nýjan sýndarveruleikabúnað SONY (Morpheus) og Oculus Rift sýndarveruleikagræju Oculus VR fyrir PC-tölvur en fyrstu eintök þess voru afhent í dag.