„Þetta verður engin lundabúð” Birta Björnsdóttir skrifar 10. mars 2016 19:40 Við skiljum sáttir en með mikilli eftirsjá, segir einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar sem flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. Hann segir regluegt bann við bílaumferð á Laugavegi hafa haft áhrif á ákvörðunina. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum landsins. Það hefur verið til húsa á Laugarveginum í tæp hundrað og tíu ár, en nú skal verða breyting þar á. Það var árið 1904 sem Jón Sigmundsson, gullsmiður, leyfði sér að tilkynna heiðruðum bæjarbúum og ferðamönnum að hann léti af hendi alls konar smíðar úr gulli og silfri með sanngjörnu verði, eins og stóð í auglýsingu í dagblaðinu Ísafold. Þar er Jón reyndar fyrir mistök sagður Guðmundsson.Sjá einnig:Nokkur orð um brotthvarf Jóns Sigmundssonar Verslun Jóns stóð lengst af við Laugaveg 8 en flutti yfir á Laugarveg 5 árið 1984. En nú ætla verslunareigendur að bregða búi, meðal annars vegna þess að þeir fengu gott tilboð í húsið. En það er ekki eina ástæðan fyrir flutningunum. „Þetta eru svokölluð ruðningsáhrif ferðamennskunnar. Íslendingar eru á faraldsfæti frá Laugaveginum. Lokun Laugavegarins hefur líka mikil áhrif á okkar viðskipti," segir Ragnar Símonarson, einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar.En skilar aukinn fjöldi ferðamanna sér ekki í auknum viðskiptum í versluninni? „Jú jú, það gerir það, en það vegur ekki upp á móti þeim fjölda Íslendinga sem við missum meðal annars þegar Laugavegurinn er lokaður fyrir bílaumferð," segir Ragnar. Ferðaþjónustufyrirtækið Whats on? flytur starfsemi sína yfir götuna á Laugarveg 5 þegar skartgripaverslunin flytur, og þar verður jafnframt starfrækt ísbúð. „Þetta er auðvitað túristatengdur iðnaður en þetta verður ekki lundabúð," fullyrðir Ragnar. Ragnar er barnabarnabarn Jóns Sigmundssonar og fjórði ættliður gullsmiða sem standa vaktina í versluninni. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun að taka því þetta er aldargamalt fyrirtæki og ættaróðalið okkar. Hér hef ég unnið með foreldrum mínum frá því ég var barn. Svo þetta er stór breyting," segir Ragnar. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er þó ekki að leggja upp laupana. „Við afhendum húsið þann 5. maí og tökum í kjölfarið ákvörðun um hvað við gerum," segir Ragnar. „Við skiljum sáttir við Laugaveginn, en þó með mikilli eftirsjá." Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Við skiljum sáttir en með mikilli eftirsjá, segir einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar sem flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. Hann segir regluegt bann við bílaumferð á Laugavegi hafa haft áhrif á ákvörðunina. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum landsins. Það hefur verið til húsa á Laugarveginum í tæp hundrað og tíu ár, en nú skal verða breyting þar á. Það var árið 1904 sem Jón Sigmundsson, gullsmiður, leyfði sér að tilkynna heiðruðum bæjarbúum og ferðamönnum að hann léti af hendi alls konar smíðar úr gulli og silfri með sanngjörnu verði, eins og stóð í auglýsingu í dagblaðinu Ísafold. Þar er Jón reyndar fyrir mistök sagður Guðmundsson.Sjá einnig:Nokkur orð um brotthvarf Jóns Sigmundssonar Verslun Jóns stóð lengst af við Laugaveg 8 en flutti yfir á Laugarveg 5 árið 1984. En nú ætla verslunareigendur að bregða búi, meðal annars vegna þess að þeir fengu gott tilboð í húsið. En það er ekki eina ástæðan fyrir flutningunum. „Þetta eru svokölluð ruðningsáhrif ferðamennskunnar. Íslendingar eru á faraldsfæti frá Laugaveginum. Lokun Laugavegarins hefur líka mikil áhrif á okkar viðskipti," segir Ragnar Símonarson, einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar.En skilar aukinn fjöldi ferðamanna sér ekki í auknum viðskiptum í versluninni? „Jú jú, það gerir það, en það vegur ekki upp á móti þeim fjölda Íslendinga sem við missum meðal annars þegar Laugavegurinn er lokaður fyrir bílaumferð," segir Ragnar. Ferðaþjónustufyrirtækið Whats on? flytur starfsemi sína yfir götuna á Laugarveg 5 þegar skartgripaverslunin flytur, og þar verður jafnframt starfrækt ísbúð. „Þetta er auðvitað túristatengdur iðnaður en þetta verður ekki lundabúð," fullyrðir Ragnar. Ragnar er barnabarnabarn Jóns Sigmundssonar og fjórði ættliður gullsmiða sem standa vaktina í versluninni. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun að taka því þetta er aldargamalt fyrirtæki og ættaróðalið okkar. Hér hef ég unnið með foreldrum mínum frá því ég var barn. Svo þetta er stór breyting," segir Ragnar. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er þó ekki að leggja upp laupana. „Við afhendum húsið þann 5. maí og tökum í kjölfarið ákvörðun um hvað við gerum," segir Ragnar. „Við skiljum sáttir við Laugaveginn, en þó með mikilli eftirsjá."
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira