„Þú ert með rödd sem er stærri en lífið! Þetta er ein besta rödd sem ég hef heyrt á Íslandi lengi,“ sagði Ágústa Eva Erlendsdóttir þegar Jóhanna Ruth hafði lokið sem af í Ísland Got Talent þætti kvöldsins.
Jóhanna Ruth er fjórtán ára gömul og frá Filipseyjum. Hún hefur búið á Íslandi í fimm ár ásamt foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Í áheyrnarprufunum bað áðurnefnd Ágústa Eva hana um að skipta um lag sem Jóhanna gerði og skilaði það henni í gegn.
Í kvöld átti hún sviðið með öruggri sviðsframkomu og það fór svo að lokum að áhorfendur heima í stofu tryggðu henni sæti í úrslitaþættinum.
Frammistöðu Jóhönnu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Ísland Got Talent: Hnökralaus flutningur skilaði Jóhönnu Ruth í úrslitin
Tengdar fréttir

Aðeins munaði 36 atkvæðum á Guðmundi og Kyrrð: Mummi Messi fór á kostum og tók Moonwalk
Tvö atriði komust áfram í fyrsta undanúrslitaþætti Ísland Got Talent, sem sýndur var í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.

Svona var stemningin á fyrra undanúrslitakvöldi Ísland Got Talent
Þau Símon og Halla stóðu uppi sem sigurvegarar eftir harða baráttu.