Tilefnið var fyrsta útgáfa bresk/íslensku rokksveitarinnar Dream Wife en sveitin gaf út á föstudag plötuna EP01 í Bretlandi og víðar. Áhuginn var slíkur að uppselt var á tónleikana með mánaðarfyrirvara.
Söngkona Dream Wife er Rakel Mjöll Leifsdóttir sem áður hefur sungið með hljómsveitunum Halleluwah og Útidúr hérlendis. Dream Wife var stofnuð í listaháskóla í Brighton á þarsíðasta ári en rokksveitin hefur hlotið töluverða umfjöllun í bresku pressunni á þessu ári. Bæði hafa The Guardian og NME tekið sveitina sérstaklega fyrir.

Umboðsmaður Dream Wife heillaðist mikið af Reykjavíkurdætrum þegar hún sá þær spila á síðustu Airwaves –hátíð og flutti þær sérstaklega yfir til þess að hita upp á útgáfutónleikunum. Þær léku svo einnig á öðrum tónleikum í stórborginni á laugardag. Á heimleiðinni lentu rappararnir svo í því leiðindarveseni að þurfa sitja fastar í flugvél í lengri tíma á Keflavíkurvelli eftir að vélin lenti, en það var vegna óveðurs.






