Forysta Samfylkingarinnar verður að fylgja vilja flokksstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2016 12:49 Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki útilokað að hægt verði að breyta stjórnarskránni í anda tillagna stjórnlagaráðs á þessu kjörtímabili og nýta þannig bráðabirgðaákvæði sem Alþingi samþykkti á síðasta kjörtímabili. Flokksstjórn Samfylkingarinnar hafi hins vegar algerlega hafnað tillögum stjórnarskrárnefndar eins eins og þær líta út núna. Flokksstjórn Samfylkingarinnar kom saman á laugardag til að ræða sérstaklega drög að tillögum stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði árið 2013. Árni Páll Árnason formaður flokksins lagði til í upphafi fundar að tillögurnar yrðu samþykktar, en þær fela í sér þrenns konar breytingar á stjórnarskránni varðandi, auðlindir, náttúru landsins og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir flokksstjórnina hins vegar hafa hafnað þessum tillögum. „Það er auðvitað alveg rétt. Hann var búinn að skrifa blaðagrein fyrir fundinn og mæltist til þess aðþessar tillögur yrðu samþykktar, sem sem flokksstjórnin var ekki sammála. En það má telja honum þó til tekna og meta það við formanninn að hann ákvað að sækja sér veganesti til flokksstjórnarinnar um framhald málsins. Nú er ljóst hvert það veganesti er,“ segir Ólína. Flokksstjórnin standi með tillögum stjórnlagaráðs og það sé því verkefni formanns og forystu flokksins að vinna eftir þeirri niðurstöðu í framhaldinu. Þegar stjórnarskrármálin voru komin í óefni undir lok síðasta kjörtímabils vegna málþófs aðallega að hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins var samþykkt tillaga frá Árna Páli um bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrána þess efnis að hægt yrði að gera breytingar á henni á þessu kjörtímabili, án þess að boða þyrfti strax til kosninga, eins og stjórnarskráin gerir annars ráð fyrir.Það er þá búið að klúðra þessu tækifæri sem var í bráðabirgða ákvæðinu?„Ég er ekki alveg viss um það vegna þess að ritari stjórnarskrárnefndar var nú á þessum fundi og lýsti því yfir að það væri enn verið að taka við umsögnum við málið. Það var helst á henni að skilja og ég heyri ekki betur á formanni VG sem líka hefur verið í þessari vinnu og fleirum, að það sé hægt að vinna málið áfram. Við skulum bara vona að það sé hægt. Því það er alveg ljóst núna að tvær flokksstofnanir, Píratar og Samfylkingin, sem ekki geta sem ekki geta fellt sig við þessar tillögur eins og þær hafa verið bornar á borð núna,“ segir Ólína. Hins vegar sé ekki nóg að nálgast tillögur stjórnlagaráðs, það verði að byggja á þeim. „Þannig að það er ekki nóg að snurfusa orðalagið bara eitthvað aðeins til að nálgast og búa til eitthvað annað miðjumoð um þetta. Það þarf að vera raunverulegur vilji og stefna til að fylgja meginsjónarmiðum stjórnlagaráðsins,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki útilokað að hægt verði að breyta stjórnarskránni í anda tillagna stjórnlagaráðs á þessu kjörtímabili og nýta þannig bráðabirgðaákvæði sem Alþingi samþykkti á síðasta kjörtímabili. Flokksstjórn Samfylkingarinnar hafi hins vegar algerlega hafnað tillögum stjórnarskrárnefndar eins eins og þær líta út núna. Flokksstjórn Samfylkingarinnar kom saman á laugardag til að ræða sérstaklega drög að tillögum stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði árið 2013. Árni Páll Árnason formaður flokksins lagði til í upphafi fundar að tillögurnar yrðu samþykktar, en þær fela í sér þrenns konar breytingar á stjórnarskránni varðandi, auðlindir, náttúru landsins og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir flokksstjórnina hins vegar hafa hafnað þessum tillögum. „Það er auðvitað alveg rétt. Hann var búinn að skrifa blaðagrein fyrir fundinn og mæltist til þess aðþessar tillögur yrðu samþykktar, sem sem flokksstjórnin var ekki sammála. En það má telja honum þó til tekna og meta það við formanninn að hann ákvað að sækja sér veganesti til flokksstjórnarinnar um framhald málsins. Nú er ljóst hvert það veganesti er,“ segir Ólína. Flokksstjórnin standi með tillögum stjórnlagaráðs og það sé því verkefni formanns og forystu flokksins að vinna eftir þeirri niðurstöðu í framhaldinu. Þegar stjórnarskrármálin voru komin í óefni undir lok síðasta kjörtímabils vegna málþófs aðallega að hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins var samþykkt tillaga frá Árna Páli um bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrána þess efnis að hægt yrði að gera breytingar á henni á þessu kjörtímabili, án þess að boða þyrfti strax til kosninga, eins og stjórnarskráin gerir annars ráð fyrir.Það er þá búið að klúðra þessu tækifæri sem var í bráðabirgða ákvæðinu?„Ég er ekki alveg viss um það vegna þess að ritari stjórnarskrárnefndar var nú á þessum fundi og lýsti því yfir að það væri enn verið að taka við umsögnum við málið. Það var helst á henni að skilja og ég heyri ekki betur á formanni VG sem líka hefur verið í þessari vinnu og fleirum, að það sé hægt að vinna málið áfram. Við skulum bara vona að það sé hægt. Því það er alveg ljóst núna að tvær flokksstofnanir, Píratar og Samfylkingin, sem ekki geta sem ekki geta fellt sig við þessar tillögur eins og þær hafa verið bornar á borð núna,“ segir Ólína. Hins vegar sé ekki nóg að nálgast tillögur stjórnlagaráðs, það verði að byggja á þeim. „Þannig að það er ekki nóg að snurfusa orðalagið bara eitthvað aðeins til að nálgast og búa til eitthvað annað miðjumoð um þetta. Það þarf að vera raunverulegur vilji og stefna til að fylgja meginsjónarmiðum stjórnlagaráðsins,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira