Kvikmyndirnar um Indiana Jones hafa halað inn hátt í tveimur milljörðum Bandaríkjadala, eða um 250 milljörðum íslenskra króna, um heim allan. Fyrsta myndin, Raiders of the Lost Ark, kom út árið 1981 og sú síðasta, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull, árið 2008 eftir langt hlé á kvikmyndabálknum.
Ný mynd um Jones hefur lengi verið í deiglunni en Spielberg sagði í desember síðastliðnum að það kæmi ekki til greina að nokkur annar en Ford færi með hlutverk kappans.
Hér fyrir neðan eru 25 eftirminnilegar línur úr Indiana Jones myndunum rifjaðar upp.